Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 38

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Qupperneq 38
Handbækur ÓSKAR INGIMARSSON ENSK-LATNESK-ÍSLENSK OG LATNESK-ISLENSK-ENSK DÝRA-OG PLÖNTUORÐABÓK Rúm 11.700 uppslóttarorð, þar af 8.350 I dýrafrœðl og 3.360 I grosafrœðl ÖRN ÖRLYGUR (SLENSKA ALFRÆÐIORÐABÓKIN Ritstjórar: Dóra Hafsteinsdóttir og Sigríður Harðardóttir (slenska alfræðiorðabókin hefur að geyma 37000 uppflettiorö og lykilorð, auk um 4500 Ijósmynda, teikninga, korta og taflna sem auka á upplýsingagildi hennar. Bókin veitir notendum sínum gamlan og nýjan fróðleik á sviði vísinda, tækni og lista. Hún veitir upplýsingar um menn og málefni fortíðar og nútíðar, jafnt á innlend- um sem erlendum vettvangi og stuðlar að verndun íslensks máls. 1900 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 45000 kr. ENSK-ÍSLENSK VIÐSKIPTAORÐABÓK Terry G. Lacy og Þórir Einarsson Aukin og endurskoðuð útgáfa. 15000 orð og orðasambönd, 202 landaheiti, ásamt upplýsingum um íbúafjölda, borgir og höfuðborgir. Ávörp og kveðjur í viðskiptabréf- um. Munur á breskri og amerískri ensku. Viðskiptaskilmálar. Þessi bók kemur hverjum þeim íslend- ingi vel sem þarf að tala eða lesa um ensk viðskipti og efnahagsmál, gera samninga á ensku og sækja fundi þar sem enska er töluð. 530 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 4490 kr. Ensk-latnesk-íslensk og latnesk-íslensk-ensk DÝRA- OG PLÖNTUORÐABÓK Óskar Ingimarsson Hin fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Yfir 11.700 heiti dýra og plantna á ensku, latínu og ís- lensku. Vísindaheiti og íslenskar þýðingar fylgja öllum aðalheitum en auk þess er fjöldi tilvísana þar eð tvö eða fleiri nöfn eru á mörg- um tegundum. Kærkominn fengur m.a. skólafólki, þýðendum og starfsmönnum fjölmiðla. Hún nýtist einnig við þýðingar af öðrum tungumálum en ensku. 448 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 4000 kr. HEILUN: orka - vitund - mannþroski Anne Sophie Jorgensen og Jorgen Hoher Ovesen Úlfur Ragnarsson læknir þýddi og aðlagaði íslenskum aðstæðum. Heilun er víðtækara orð en lækn- ing og höfðar til þess að vera heill til líkama og sálar með því að stuðla að líkamlegu og sálrænu jafnvægi. Þessi bók greinir m.a. frá því hvernig heilun stuðlar að mannþroska og kemur í veg fyrir sjúkdóma og styrkir heilsuna. 118 blaðsíður. Örn og Örlygur. Verð: 2390 kr. 7\LLT UM INNIPLÖrfTUR DVERGPLONTGR AF^pLLCIM GERÐCIM VAKA UPPFINNINGABÓKIN — tækni og vísindi frá steinöld til geimaldar Sérstakur kafli um íslenskt hugvit og uppfinningar. Safaríkur texti og mikill fjöldi Ijósmynda segir sögu uppfinninga og uppfinningamanna sem með einum eða öðrum hætti hafa breytt veraldarsögunni með uppfinningum sínum. Stofn bókar- innar er erlendur og skiptist efnið í kafla eftir eðli uppfinninganna. ís- lenskar uppfinningar eru í sérstök- um bókarauka. Björn Jónsson þýddi. Atli Magnússon safnaði ís- lenska efninu. 240 blaðsíður. Örn og Örlygur. NÝJAR POTTAPLÖNTUR Nina og Tord Hubert Hér er sagt frá fjölda nýrra plantna og afbrigðum eldri og þekktari blóma í máli og myndum. Veitt eru góð ræktunarráð og gefnar upp- lýsingar um hvernig áhugamenn í heimahúsum geta ræktað sín eigin afbrigði af eftirlætisplöntunni eða náð fram æskilegum eiginleikum hennar. Glæsileg bók um nýstár- legar og fallegar plöntur úr bóka- flokknum vinsæla, Allt um inni- plöntur. Vaka-Helgafell. Verð: 960 kr. KRYDD- OG NYTJAPLÖNTUR Elisabeth Hoppe í bókinni er greint frá fjölmörgum kryddjurtum sem henta vel sem stofuplöntur. Gefin eru góð rækt- unarráð og upplýsingar um hvern- ig sameina má nytjaeiginleika plantnanna og híbýlaprýði. Hér er komin ómissandi handbók fyrir sælkera og fagurkera og lykillinn að því að prýða heimilið með fal- legum jurtum en eiga um leiö alltaf ferskt og spennandi krydd i blóma- gluggunum. Vaka-Helgafell. Verð: 960 kr. DVERGPLÖNTUR AF ÖLLUM GERÐUM Nina og Tord Hubert Dvergplöntur af öllum gerðum er nýstárleg bók sem fjallar um spennandi ræktunaraðferð, svo- nefnda Bonsai-ræktun, sem felst í því að þvinga plönturnar til að vaxa hægt og ná þannig fram dvergvöxnu afbrigði þekktra teg- unda. Plönturnar þurfa þó að sam- svara sér fullkomlega í vexti, blaða- og blómastærð svo að um fullgilt bonsai sé að ræða. Sþenn- andi handbók fyrir blómaunnend- ur. Vaka-Helgafell Verð: 960 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.