Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 40

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Page 40
Handbækur | BERNIE S. ÉÍHH SIEGEL Tkiðuk m RLEÍKURI ÆKNING Um samskipti líkama og sálar og leiðina til sjálfslækningar FRIÐUR - KÆRLEIKUR - LÆKNING Bernie S. Siegel Bók um sjálfslækningu - þann eig- inleika líkamans að styrkja varnir sínar gegn sjúkdómum með and- legu jafnvægi, því áhrif kærleikans á líkamann eru ótvíræð, Hvort sem menn berjast við hættulegan sjúk- dóm eða vilja styrkja heilsuna frá degi til dags - þá er leiðin til sjálfs- lækningar sú sama. Áður hefur Forlagið gefið út bókina Kærleikur, lækningar, kraftaverk, eftir sama höfund. Helga Guðmundsdóttir þýddi. 262 blaðsíður. Forlagið. 2480 kr. 2000 titlar Myndbandahandbók heimilanna MYNDBÖND 1991 - Myndbandahandbók heimilanna Arnaldur Indriðason og Sæbjörn Valdimarsson Fetta er yfirlitsrit rúmlega 2000 kvikmynda sem fást á myndbönd- um, áreiðanlegar umsagnir um þær og helstu upplýsingar, leik- stjóri, leikhópur, framieiðsluár og land, lengd ofl. Einnig stjörnugjöf gefin af höfundum sem eru þekktir kvikmynda- og myndbandagagn- rýnendur: Arnaldur Indriðason og Sæbjörn Valdimarsson. Prenthúsið. Verð: 1600 kr. Á TOPPNUM Fremstu knattspyrnuhetjur heims Einhver glæsilegasta íþróttabók, sem gefin hefur verið út. Ævisögur fremstu knattspyrnukappa heims með risastórum heilsíðu litmynd- um af t.d. Maradona, Vialli, Matt- háus, Sanchez, Van Basten og ótal fleiri. Átti að koma út í fyrra en listprentun svo nákvæm að tækni- erfiðleikar töfðu. Tilvalin gjöf fyrir alla knattspyrnuelskendur. 86 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 1832 kr. MEISTARASNÓKER KennslubóK með kjuðann MEISTARASNÓKER - Kennslubók í billjarð Jimmy White Þetta er fyrsta kennslubókin í billj- arð (ballskák) á íslensku. Það er mikill vandi að þýða slíka bók á ís- lensku. Ensk heiti eru notuð yfir næstum allt í greininni og erfitt að rísa gegn því. Finna verður aðlag- anir og það gerir þýðandinn Zóp- honías Arnason. Höfundurinn Jim- my White er heimsfrægur meistari. Hann segir: „Aðalatriðið er þjálfun og nákvæmni. Þar má ekki sýna neina undanlátssemi.“ 176 blaðsíður. Fjölvi/Vasa. Verð: 1680 kr.

x

Íslensk bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.