Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Side 48
AR
Ýmsar bækur
Einfarar
í íslenskri myndlist
EINFARAR í ÍSLENSKRI
MYNDLIST
Aðalsteinn Ingólfsson
Þessi bók geymir fyrstu úttekt sem
gerð hefur verið á verkum þeirra
utangarðsmanna í íslenskri mynd-
list, sem venjulega eru nefndir
næfir listamenn eða einfarar, allt
frá Sölva Helgasyni til Þórðar
Valdimarssonar. í henni eru lit-
myndir af verkum ellefu slíkra lista-
manna ásamt æviágripum þeirra.
96 blaðsíður.
Almenna bókafélagið.
Verð: 3209 kr.
VALKYRJUR
Varkvením
VALKYRJUR OG VARKVENDI
Margaret Nicholas
Bókina þýddi Atli Magnússon
blaðamaður. Bókin hefur að
geyma frásagnir af 29 konum sem
allar eiga það sameiginlegt að
hafa verið sérstakar og á undan
sinni samtíð. Kaflaheiti bókarinnar
eru: Hneykslanlegar eiginkonur;
Hjákonur; Þjófar og stigamenn;
Harðstjórar; Ofstækiskonur og
Drottningar undirheimanna. Fjöl-
margar Ijósmyndir eru í bókinni.
220 blaðsíður.
Fróði.
Verð: 1760 kr.
B æ t t h e i l s a
BETRALIF
Dr. Jón Óttar Ragnarsson
BÆTT HEILSA
- betra líf
Dr. Jón Óttar Ragnarsson
Bókin er að hluta til byggð á sjón-
varpsþáttaröðinni „Heil og sæl“.
Fjallað er um hvernig fólk getur
bætt heilsu sína með heilbrigðu og
skynsamlegu líferni og hvernig
unnt er að forðast ýmsa áhættu-
þætti bæði í mataræði og í um-
hverfinu. Fjöldi lækna og sérfræð-
inga gefa góð ráð. Bókin er mikið
myndskreytt.
156 blaðsíöur.
Fróði hf.
Verð: 2280 kr.
HM í KNATTSPYRNU
Sigmundur Ó. Steinarsson
í bókinni fjallar höfundur um sögu
heimsmeistarakeppninnar í knatt-
spyrnu frá fyrstu tíð en aðaláhersl-
an er þó lögð á keppnina í Mexikó
árið 1986 og á Ítalíu sl. sumar.
Sérstaklega er fjallað um þátttöku
íslendinga í keppninni. Sagt er frá
mörgum eftirminnilegum atburðum
og fjallað um fræga knattspyrnu-
kappa sem settu svip á keppnina.
Bókin er mikið myndskreytt.
Fróði hf.
Verð: 1580 kr.
VAXANDI VÆNGIR
Þorsteinn Antonsson
Með þessari bók er horfið aftur í
aldir um ótroðnar slóðir og nokkur
gömul ritverk dregin fram í dags-
Ijósið, ritverk sem ekki hefur verið
hampað fyrr. Hér eru frásagnir um
uppivöðslumenn, uppreisnar-
ástand í Lærða skólanum og
ósjálfráða skrift svo eitthvað sé
nefnt. Helgi Sigurðsson mynd-
skreytti bókina.
176 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 1980 kr.
FIMMTÍU FLOGIN ÁR II
Steinar J. Lúðvíksson og
Sveinn Sæmundsson
Seinna bindi atvinnuflugsögu ís-
lendinga. Fjallar um sameiningu
Flugfélags íslands og Loftleiða,
sögu Flugleiða; annarra flugfélaga
sem fengið hafa leyfi til áætlunar-
flugs. ítarlegur kafli er um leiguflug
og sérverkefni, flugvélaskrár og
stjórnendatal. í bókinni er sagt frá
mörgum ævintýralegum atburðum
íslenskrar flugsögu. Fjöldi Ijós-
mynda er í bókinni og eru margar
þeirra litmyndir.
300 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 5960 kr.
STANGAVEIÐIN 1990
Guðmundur Guðjónsson og
Gunnar Bender
Árbók um stangaveiðivertíðina
1990. Fjallað er um laxveiðina í
flestum helstu veiðiám landsins og
samanburður gerður við fyrri ár. í
bókinni er fréttaannáll þar sem
greint er frá fjölmörgu því sem við-
kemur stangaveiði og sagðar eru
nokkrar ágætar veiðisögur. Sérk-
afli er um silungsveiðina í ám og
vötnum á vertíðinni 1990. Bókin er
mikið myndskreytt.
110 blaðsíður.
Fróði hf.
Verð: 1290 kr.
LEYNDARDÓMAR
tAXVEIÐANNA
LEYNDARDÓMAR
LAXVEIÐANNA
Ólafur E. Jóhannsson
í bókinni er fjallað um listina að
veiða lax og silung á stöng. Sagt
er frá helstu veiðiaðferðum og
hvernig stangaveiðimenn eiga að
bera sig til við veiðarnar. Fjallað er
um hvernig unnt er að „lesa“ ár og
nálgast veiðistaði og hvernig agn
er líklegast til árangurs hverju
sinni. Fjöldi íslenskra veiðimanna
gefur ráð. Bókin er mikið mynd-
skreytt.
Fróði hf.
Verð: 2180 kr.