Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 49

Íslensk bókatíðindi - 01.12.1990, Blaðsíða 49
Ymsar bækur SÉR\ H-UJiXÍR S.GRÖNDAL OGUNDUR TÁKN OG UNDUR Séra Halldór S. Gröndal Ein lítil bæn gjörbreytti lífi séra Halldórs S. Gröndal. Hann lagði viðskiptin á hilluna og gerðist sóknarprestur. Bók þessi byggir á 24 ára reynslu hans og er allt í senn, leiðbeining í bænum og bænalífi, frásagnir af merkilegum trúarreynslum og hugleiðing um ýmsa þætti trúarlífsins. 160 blaðsíður. Fíladelfía - Forlag. Verð: 2480 ÞÓTT ÓTRÚLEGT SÉ Margir Ný bók um furður mannlífsins og náttúruna. Allt sannleikanum sam- kvæmt þótt ótrúlegt sé. Smágrín og stórmerk tíðindi fylla siðurnar. Fróðlegt rit sem heldur huganum föngnum. Frásagnir af furðulegum uppátækjum. Fróðleg og skemmti- leg bók. 296 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 1980 kr. FJÖLFRÆÐIBÓKIN UM SPÁDÖMA OG SPÁSAGNALIST FKANCIS X.KINC, FJÖLFRÆÐIBÓKIN UM SPÁDÓMA OG SPÁSAGNALIST Francis X. King Karlar og konur hafa á öllum tím- um heillast af framtíðinni og hvað hún beri í skauti sínu þeim til handa. Frá því í árdaga hafa menn leitað með ýmsu móti véfrótta um ókomna atburði. Stuttu eftir að þú opnar þessa bók geturðu byrjað að skyggnast inní framtíðina. Hér er sagt frá: Tarotspilum, kínverskri og vestrænni stjörnuspeki, talna- speki, spám með venjulegum spil- um, lófalestri, skyggningu, rúnum og ai-ching. 196 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 2888 kr. AF FISKUM OG FLUGUM Kristján Gíslason í heillandi frásögn Kristjáns af veiðiskap í ám landsins, lifnar ís- lensk náttura fyrir hugskotssjónum lesandans. Hann hefur fengist við stangveiði i áratugi og er íslensk- um stangveiðimönnum að góðu kunnur, ekki síst fyrir að hafa skapað ýmsar laxaflugur sem vin- sælar eru. Kristján lýsir heima- gerðu flugunum sínum í máli og lit- myndum, og réttir þannig lesand- anum beinlínis veiðarfærin í hendurnar. Fjöldi mynda. 207 blaðsíður + 8 litmyndasíð- ur. Forlagið. Verð: 2680 kr. Arbók knattspymunnar 1990 í máli og myndum ÍSLENSK KNATTSPYRNA 1990 Víðir Sigurðsson Tíunda bókin í bókaflokknum ís- lensk kanttspyrna. Bækurnar sem gefa allar upplýsingar um hvað gerist í knattspyrnunni frá ári til árs. Öll úrslit, frásagnir af leikjum og liðum, einstaklingum og hóp- um. Árangri íslenskra knattspyrnu- manna á erlendri grund og viðbót við upphafssögu íslensku knatt- spyrnunnar sem hefur birst á síð- ustu árum. Allt um knattspyrnuna á árinu 1990. 160 blaðsíöur. Skjaldborg hf. Verð: 3488 ROKKSAGAÍSLANDS - frá Slgga Johnnie til Sykurmolanna Gestur Guðmundsson Rokkið tekur stöðugt á sig nýjar myndir. Hér er fjallað um stefnur og strauma í íslenskri rokktónlist, hljómsveitir og tónlistarmenn, skemmtanalíf, söngtexta og hljóm- plötugerð. í bókinni eru um 300 Ijósmyndir og ítarlegar skrár um hljómsveitir og plötuútgáfu. Fjör- lega skrifuð og tvímælalaust besta handbæra heimild um sögu rokk- tónlistar og æskumenningar á ís- landi. 288 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2980 kr. ÁEBÓK HESTAMANNA HESTAR OG MENN 1990 Guðmundur Jónsson og Þorgeir Guðlaugsson Þetta er fjórða bókin í bókaflokkn- um Hestar og menn. í bókinni seg- ir frá hestaferð um Jökulfirði, Hornstrandir, Strandir og Vest- fjarðahálendið. Rakin er saga landsmóta. Þá segir frá síðasta landsmóti og íslandsmóti. í bókinni er sagt frá hestum og mönnum, Trausta Þór og Muna, Jóni í Hala og Þokka, Magnúsi Lár og Þrennu, Ragga Ólafs og Pjakki og mörgu fleiru. Fjöldi mynda og teikninga. 250 blaðsíður. Skjaldborg hf. Verð: 3480 kr. NEISTAR FRÁ SÖMU SÓL Svanhildur Konráðsdóttir Þetta eru ekki kraftaverka- og kynjasögur. Hér ræðir Svanhildur Konráðsdóttir við fólk sem gætt er dýrmætum hæfileikum. Þau sem ræða um hin dulrænu efni eru: Þórhallur Guðmundsson, Brynjólf- ur Snorrason, Erla Stefánsdóttir, Gísli H. Wium og Jón Sigurgeirs- son. Þeim var gefin gáfa til að lækna, hugga og lýsa öðrum. En þótt þau séu ólík og skynjanirnar fjölbreyttar, þá eru þau öll neistar frá sömu sól. 204 blaðsíður. Forlagið. Verð: 2680 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Íslensk bókatíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslensk bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.