Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 14

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 14
þjóðir aðild að Bernarsáttmálanum. Genfarsáttmálinn er ekki j eins ítarlegur og Bernarsáttmálinn og því rúmast þar fleiri ó- líkar skoðanir. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur eftirlit með framkvæmd hans. Rómarsáttmálinn til verndar listflytjendum og hljómplötufram- leiðendum. Hann er frá árinu 1961. UNESCO, WIPO og ILO (Alþjóðavinnumálastofnunin) hafa eftirlit með framkvæmd hans. Við endurskoðun á Gatt-samningnum um tolla og við- skipti, sem Island á aðild að, hafa menn líka látið höfundar- réttarmálin til sín taka. í Evrópusambandinu hafa verið gerðar mikilvægar sam- þykktir um þessi mál, eins og Green paper, Copyright and Related Rights in the lnformation Society 1995, tilskipunar- frumvarp um sama efni 1997 og tilskipun um vernd gagna- banka 1996. í Evrópulöndum er verið að endurskoða höf- undarréttarlögin í samræmi við samþykktir Evrópusam- bandsins einkum hvað varðar stafræna efnið. ísland á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu sem á að útrýma hindrunum á frjálsum viðskiptum milli þjóðanna og margt af því sem Evrópusambandið hefur verið að samþykkja á sviði eignar- j réttar og höfundarréttar á einnig við þar. I bókun við EES- samninginn um hugverkaréttindi nr. 28 er ákvæði um að samningsaðilar aðlagi löggjöf sína um hugverk að minnsta kosti til samræmis við almennt stig í verndun hugverka í Evrópusambandinu. Á Norðurlöndunum hafa orðið töluverðar umræður um þessi mál. Danir hafa verið að gera breytingar á sínum lögum til að koma til móts við samþykktir Evrópusambandsins og WIPO um rafrænu miðlana. Þeir hafa til dæmis sett inn í lögin bann við rafrænni afritun og eru reyndar eina ríkið í I Evrópu með slíkt ákvæði. I Noregi var skipuð nefnd til að fjalla um höfundarréttarmál. Hún gaf árið 1995 út skýrslu sem heitir Opphavsrettslige problemstillinger knyttet til bruk av elektroniske medier. íslensku höfundarréttarlögin eru frá árinu 1972 með breytingum frá árinu 1984, þar sem eru ákvæði um tölvufor- rit. Hingað til hafa þau verið mjög í takt við höfundarréttar- löggjöf annars staðar á Norðurlöndum. Það er því líklegt að j þau muni breytast á næstunni til samræmis við breytingar sem eru að verða þar til aðlögunar við samþykktir í Evrópu og á alþjóðavettvangi. Ýmis samtök hérlendis gæta réttar höfundarréttareigenda. FJÖLÍS er „hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundarréttarverndar og nýtt eru með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita“. Þessi samtök sjá meðal annars um að innheimta greiðslur fyrir eftirgerð. Aðild að þeim eiga Stef, samtök tónskálda og eigenda flutningsréttar, Myndstef sem eru samsvarandi sam- tök myndgerðarfólks og fleiri. Félag íslenskra bókaútgef- enda, Hagþenkir og Blaðamannafélag Islands hafa gætt hagsmuna rithöfunda í höfundarréttarmálum og eiga líka að- ild að FJÖLÍS. Nýlega voru samþykkt lög um Bókasafnssjóð höfunda og taka þau til bóka á prenti, í hljóðriti og í stafrænu formi. Ár- lega er í fjárlögum veitt fé í þennan sjóð og úthlutað úr hon- um í samræmi við notkun á bókasöfnum. Bókasöfn og höfundarréttur á stafrænu efni Breytingar á upplýsingamiðlun og þjónustu á bókasöfnum í upp- lýsingaþjóðfélaginu Upplýsingaiðnaðurinn og frjáls aðgangur að frceðilegri þekkingu Yfirlýsing ECUP um bókasöfn og höfundarrétt Það er markmið bókavarða og bókasafna að veita sem besta og ódýrasta þjónustu, meðal annars millisafnalánaþjónustu og á síðustu árum ókeypis aðgang að tölvum og Interneti. Takmörkun á aðgangi að efni í stafrænu formi vegna hags- muna gagnagrunnseigenda og útgefenda virðist því miður gera það að nokkru leyti erfiðara að ná þessum markmiðum. Höfundarréttargjöld, sem eru þóknun til þess sem höfund- ur hefur selt fjárhagslegan rétt á verki sínu en ekki til höf- undarins sjálfs, eru til dæmis lögð á greinar sem seldar eru bókasöfnum og almenningi úr gagnabönkum. Það hefur meðal annars hleypt upp verði á millisafnalánum bókasafna. Miklar breytingar hafa orðið á upplýsingamiðlun til bóka- safna og einstaklinga við yfirfærslu hugverka af pappír yfir á rafræna miðla. Meiri áhersla er nú en áður lögð á dreifingu smærri upplýsingaeininga svo sem tímaritsgreina í stað heilla tímarita og hægt er að dreifa þeim í stafrænu formi beint til notenda með eða án milligöngu bókasafna. Mikið hefur verið ljósritað á bókasöfnum og öðrum fræða- og menntastofnun- um síðustu áratugina og nú hefur rafræn afritun bæst við. Ritin sjálf eru ekki lengur send í millisafnalánum, heldur ljósrit eða myndrit af greinum eða bókarköflum með faxi eða stafræn afrit beint í gegnum tölvu. Stór bókasöfn, sem leggja metnað sinn í að veita góða millisafnalánaþjónustu, eins og British Library Document Supply Centre, afgreiða gífurlegt magn af ljósritum á ári hverju og hafa lengi verið útgefend- um þyrnir í auga. Þeim hefur nú verið gert að innheimta höf- undarréttargjöld af þessari þjónustu. Rannsóknarbókasöfn verða að veita notendum aðgang að gagnabönkum á geisladiskum eða neti til að þjóna hlutverki sínu í takt við tímann. Útgefendur og gagnagrunnseigendur leggja á höfundarréttargjöld og taka há leyfisgjöld fyrir notkun gagnabanka og áskrift að gagnasöfnum á geisladisk- um. Hátt verð á stafrænu safnefni og/eða aðgangi að því get- ur valdið misrétti vegna þess að það verða þá aðeins þeir sem hafa efni á því sem fá að nota verkin, sérstaklega ef þau eru eingöngu til í stafrænu formi sem nú er algengt. Nú er jafn- vel svo langt gengið að farið er að tala um að greiða fyrir að fletta upp og skoða stafrænt efni en það gengur í berhögg við það meginmarkmið bókasafna að veita ókeypis eða ódýran aðgang að safnefni. Höfundarréttarlögin hafa hingað til tekið tillit til þessa með ákvæðum um persónuleg afnot af efni og þarfir fræða- og menntasamfélaga. Það er ekki síður nauðsyn- legt hvað varðar stafrænt efni að gera skýran greinarmun á opnum upplýsingamarkaði og dreifingu á vísindalegri og fræðilegri þekkingu. 12 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.