Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 22

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 22
lingum. Gögn af þessari tegund hafa fram undir þetta verið algengust í notkun og eru gefin út í fjölda eintaka. Þessi gögn er líka auðvelt að meðhöndla og þau áhöld sem þarf til að veita aðgang að þeim eru ekki óviðráðanlega kostnaðar- söm. Dæmi um slík gögn eru leikir og gagnagrunnar. Einnig geta heil rit, bækur, tímarit og samskiptatextar, gefin út á neti flokkast með óbreytanlegum gögnum; þau eru þó á gráu svæði þar sem í raun er auðvelt að breyta þeim. Breytanlegu gögnin eru þannig að stöðugt er hægt að bæta inn upplýsingum eða setja nýjar upplýsingar inn í stað þeirra sem fyrir eru og í þriðja lagi getur verið um gögn að ræða sem bæði fyrrnefndu atriðin eiga við. Gögn af þessari tegund eiga sér því þróunarsögu gagnstætt þeim óbreytanlegu. Því er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mikilvægi allra breytinga sem gerðar eru og meta eftir því hversu oft er þörf á að afrita þau. Meðal þessara gagna eru margvís- legar tegundir gagnagrunna.11 Við skilgreiningar fræðimanna á hugtakinu gagnagrunnur (data- base) hafa komið fram þrír sameig- inlegir þættir, það er að líta megi á gagnagrunn „sem geymslu fyrir gögn sem meðhöndla má með raf- rænum hætti í tölvu. Þessir þrír þættir, það er gögn, hugbúnaður og vélbúnaður, mynda í samein- ingu kerfi sem hægt er að nota til að safna saman, geyma, vinna úr | og miðla upplýsingum til not- enda.“12 Það er upplýsingaefnið, sem geymt er í gagnagrunninum, sem skilaskyldan þarf að ná yfir, en til þess að það nýtist notendum þarf að sjá til þess að fyrir hendi sé viðeigandi hugbúnaður og vélbún- aður, þótt slík gögn þyrftu ef til vill ekki að öðru leyti að falla undir skilaskyldu. Stafrænu gögnin, sem dreift er á neti, eru miklu erfiðari viðfangs en þau sem til dæmis eru vistuð á geisladiski. Af þeim er oftast bara ein útgáfa sem aðeins er aðgengileg meðan eigandinn hefur pláss fyrir hana og tæknibúnaðurinn virkar.13 Margar tegundir þessara gagna eru byggðar á svokölluðum j stökkli (hyperlink)1'1 milli mismunandi gagna staðsettra í tölvum dreifðum vítt og breitt (landfræðilega). Þessi gögn eru afar óstöðug og auðvelt að breyta þeim eða fjarlægja hluta þeirra. Dæmi um gögn af þessari tegund, sem eru sér- staklega erfið viðfangs, eru heimasíður en þær eru eins konar nýtísku útgáfur af uppsláttarritum. Borið saman við prentuð uppsláttarrit má líkja fyrsta skjánum við forsíðu með efnisyf- irliti þar sem hvert efnisatriði tengist viðkomandi upplýs- ingaveitu (kafla), sem áfram tengist öðrum mismunandi upplýsingagögnum á netinu og jafnvel öðrum heimasíðum. Það er því nánast ógerningur að afmarka útlínur þeirra. Óraunhæft er að varðveita slíkt gagn ásamt þeim gögnum sem tengd eru við það, enda ógerlegt vegna víðfeðmis. Þar að auki tilheyra ýmsir hlutar þeirra jafnvel svæðum sem falla undir lög og reglur annarra þjóða. Það sem helst er mælt með varðandi þessi gögn er að efni þeirra sé skráð á þann hátt að hægt sé að tryggja aðgang að þeim upplýsingum sem þau geyma svo lengi sem þau eru til staðar.15 Tímarit þar sem veittur er aðgangur að fullum texta eru einnig byggð upp á stökklum sem opna aðgang að hverjum efnisþætti fyrir sig, en þau eru ólík heimasíðum að því leyti að útlínur þeirra eru skýrar og því auðvelt að meðhöndla þau.16 Val á rafrænum gögnum sem slcylduskilaefni Nauðsynlegt er að skylduskilasöfn eigi rétt á að fá afhent rafræn gögn sem skylduskilaefni með sömu grunnákvæðum og hefðbundið safnefni. Norðmenn líta þannig á að þróun rafrænna bókasafna sé meðal mest aðkallandi verkefna sem vinna þurfi að til að auka og styrkja tengsl kennslu og rann- sókna við starfsemi bókasafna.17 Við undirbúning lagasetningar um skylduskil þarf jafnframt að huga að lögum um höfundarrétt þar sem höfundarréttarlög eru í reynd hluti skylduskilalaga. Mik- ilvægt er að hvorki skylduskilalög- in brjóti rétt höfunda né höfundar- réttur komi í veg fyrir að mark- miðið með lögum um skylduskil nái fram að ganga. Nauðsynlegt er að hafa sam- vinnu við aðrar stofnanir sem einnig bera ábyrgð á varðveislu samfélagslegra upplýsinga og annarra menningarverðmæta, svo sem skjala-, lista- og minjasöfn. Eðlilegt er talið að safn- efni í þeim efnisflokkum sem þessum stofnunum ber að varðveita samkvæmt lögum varðveitist þar áfram þótt um rafræna gerð þess sé að ræða.18 Val á rafrænu safnefni þarf að vera bundið við efni sem við- komandi safn getur tekið við og er fært um að varðveita und- ir nægilegu eftirliti. Safnið þarf þar að auki að hafa bæði fjár- hagslega og tæknilega möguleika til að veita aðgang að þeim upplýsingum sem þar er að finna. Ef nauðsyn krefur þarf slíkt safn einnig að hafa heimild til að flytja upplýsingar af upp- runalegum miðli yfir á þann miðil sem safninu hentar best.19 Þær tegundir gagna í rafrænu formi sem teljast sjálfsagðar sem skilaefni eru meðal annars rafrænar bækur, blöð, tímarit og gagnagrunnar, hvort sem beinlínuaðgangur er að þeim eða ekki, auk þess gögn sem eru fylgihlutir annarra og hefð- bundnari gagna. Hugbúnaður og forrit geta í vissum tilfell- 16. mai 1977. 165 Nr. 43. LÖG um skylduskil til safna. FORSETI lsLANDS IjJörir kunnugl: Alþingi hcfur fnllist á lög þessi og ég staCfest þau mcð snm- þykki minu: I. KAFLí TILGANGUR 1. gr. Tilgangur þeirrar skilaskyldu, sem á er lögð i II. kafla laga þessara, er aö tryggja: a) að unnt sé að varðveita til frumbúðar það efni. sem skilaskylda mer lil; b) að unnt sé að gera og gefn út tvmandi skrár um þetta efni cða tiltckinn hluta þess; c) að efnið geti verið tiltækt til nota vegna rannsókna. opinberrnr stjórnsýslu eða annarra réttmætra þarfa. II. KAFLI SKILASKYLT EFNI 2. gr. Islenskar prcntsmiðjur. fjölritunarstofur og aðrir aðilar, sein fjölfalda texta eða mvndaefni i viðtæknsta skilningi (rnyndir, teikningar, kort, uppdrætti, nótur o. s. frv.), skulu halda cftir nf upplagi fjórum eintökum til skylduskila. sbr. þó ákvæði 3. gr. Til skylduskila skal jaínframt koma annað efni, sem fylgir útgcfnum prent- grip, svo scm ljósmyndir. hljómplótur o. s. frv. Til skylduskila skulu enn fremur koma jafnmörg eintök hliðstæðs efnis, sem unnið cr crlcndis og islenskir útgefendur standa að, einir cða i samvlnnu við aðra. Aí hljómplötum i,öðrum en þeim, er fylgja útgefnum prcntgrip), svo og nf annars konar tón- og talupptökum. sem gefnar eru út, sknl afhcnda þrjú eintök. 3. gr. Séu afbrigði i texta. myndncfni. pappir eðn öðrum frágnngi sama upplags, skuiu koma til skylduskda þrjú eintök af algcngustu gcrð. en að auki eitt cintak af hvcrju aíbrigði. Tölusclning eintnka er þó skilin undan þessu ákvæði. gr. Til skylduskila skuiu koma sérprentanir og nýjar útgáfur, enn frcmur endur- prcntanir, ef minnsta brcyting cr gcrð á texta. myndaefni eða Trágangi. cnda þótt sama letursteypa eða iilmusctning sé notuð og ekki lalið um nýja útgáfu að ræða. Skyldueintök skulu vcra hroin og óskcrt. Bækur og limarit skal afhenda I brotnum örkum. 5. gr. Það efni. sem or trúnaðar- cða oinkamál og uðeins birt til mjög takmarkaðra afnota. actur ntgefandi ákveðlð. að safn gcymi innsiglnð tiltckinn timn, og er safni skylt ið heita þvi með skriflcgri yiirlýsingu, ef óskaö er. Sá timi. scm cfni er þannig innsiglaö að ósk útgcfanda. má ekki fnra t'ram úr fyrningartima höfunda- \ 25 20 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.