Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 23

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 23
um þurft að vera skilaskyld, eins og áður er komið fram, en ekki er mælt með því að skilaskylda nái yfir víðfeðmar útgáf- ur á Interneti.20 Erfitt getur verið að framfylgja ákvæðum um skylduskil á rafrænum gögnum og ljóst er að ekki getur öll innlend út- gáfa, sérstaklega útgáfur á neti í stafrænu formi, orðið skila- skyld, enda hvorki mögulegt né skynsamlegt. Þetta er vandamál sem stöðugt þarf að vaka yfir og brennur á þeim sem vinna að verkefnum sem nú eru í gangi. I sænska verk- efninu Kulturarw3 segir: „Det ár svárt att skilja mellan det | som i framtiden kommer att betraktas som vardifullt och det som kommer att anses vara vardelöst."21 Nauðsynlegt er því að móta strax í upphafi vel ígrundaðar viðmiðunarreglur um það hvað safngagn þurfi að hafa til að bera til að falla undir skilaskyldu. Grunnreglan er fyrir hendi í núgildandi lögum um skylduskil, það er að þau nái til efnis sem prentað er og/eða gefið út á Islandi, auk hljóðrita. Þegar kemur að rafræna efninu þyrfti til viðbótar að vinna það vandasama verkefni að velja það sem talið er að muni hafa menningarsögulegt gildi, þannig að allt sögulegt ferli allra tegunda þessa nýja útgáfuforms allt frá fyrstu útgáfum varð- veitist. Einnig þarf að gera varðveisluáætlanir til að ná til efnis sem þegar hefur verið gefið út og hefði fallið undir skilaskyldu samkvæmt lögum sem ná yfir rafræna miðla. Allt sem okkur tekst að safna um frumraunir okkar í þessum efnum verður fágæti framtíðarinnar. Rafrænu útgáfurnar marka tæknileg tímamót í menningarsögunni eins og upp- haf prentlistarinnar gerði á sínum tfma. Reynsla Norðmanna af aðföngum rafrænna gagna Norðmenn hafa nú öðlast nokkra reynslu í meðhöndlun raf- rænna gagna sem skylduskilaefnis svo að ýmislegt hagkvæmt er hægt að læra af reynslu þeirra. Strax árið 1990, þegar farið var að vinna eftir nýju lögunum, var stofnaður innanhúss- starfshópur við deild þjóðbókasafnsins í Mo í Rana. f hópinn voru valdir fulltrúar sem sérhæfðir voru á starfssviðum að- fangadeildar, tölvudeildar og skráningardeildar og störfuðu undir stjórn yfimanns deildarinnar í Rana. Árið 1996 lagði hópurinn inn á Internetið skýrslu um reynslu sína og vinnu- aðferðir. Skýrslan er hluti af áðurnefndri heildarskýrslu, Forslag til plan for Nasjonalbibliotekets arbeid ined pliktavlevert elektronisk materiale fram mot dr 2000.22 Við val á efni, sem fellur undir skylduskil, er fyrst beitt þeirri grundvallar útilokunarreglu sem lögin sjálf fela í sér og mest áhersla er lögð á að eftir sé farið, það er að viðkom- andi upplýsingamiðill sé aðgengilegur fyrir alla. Enda er tit- ill norsku laganna Lov om avleveringsplikt for allment tilgjenge- lige dokument. Þau gögn sem ekki samræmast þessu ákvæði skulu varðveitt annars staðar. Þegar þessari grisjun er lokið er hægt að taka til við mat á því sem þá er eftir. Fyrst þegar norsku lögin voru kynnt alþjóðlega voru við- brögðin hvaðanæva þau að enginn möguleiki væri að upp- fylla þær skyldur sem þau fælu í sér. Starfshópurinn markaði sér strax í upphafi þá stefnu að flækja sig ekki í vandamálum og spurningum heldur hefjast strax handa með lítil afmörk- uð verkefni. Að útiloka rafræn gögn vegna spurninga, sem ennþá var ekki hægt að finna svör við, kom aldrei til greina af hópsins hálfú.23 Ljóst var að ekki var mögulegt að taka á öllum vandamál- um í einu við meðhöndlun rafrænu gagnanna. Því var það ráð tekið að afla reynslu með þvf að fara varlega í sakirnar, þreifa sig áfram með gætni stig af stigi og nota flokkunina, j sem lýst hefur verið hér að framan, til viðmiðunar. Ekki var lögð áhersla á að láta lögin virka strax með fullum þunga á allar tegundir heldur hefja verkið með það efni sem auðveld- ast var að fást við og afla með því stigvaxandi þekkingar til að fást við flóknari og vandmeðfarnari gögn. Valdar voru ákveðnar tegundir og unnið með þær frá grunni sem til- raunaverkefni. Allra fyrst voru tekin fyrir gögn í föstu formi, geisladiskar (CD-ROM) og disklingar, en lítill munur er á meðhöndlun þeirra og hefðbundins efnis úr pappír. Hugbúnaður er skilaskyldur hjá Norðmönnum og er þegar hafin innköllun bæði á kerfisbúnaði og notendabúnaði sem almennur aðgangur er að, til dæmis Excel, Word og fleiru. Mörg rafræn gagnasöfn, þar á meðal textasöfn eins og orða- bækur og tímarit, eru byggð á forritum sem fylgja þeim. Hugbúnaðurinn geymir einnig upplýsingar um sjálfan sig og segir til um þau áhöld sem notuð eru í samfélagi okkar tíma og getur auk þess verið til vitnis um aðra hluti, til dæmis getur skattaforrit gefið upplýsingar um skattkerfið sem notað var.24 Fyrsta tilraunaverkefni Norðmanna við móttöku gagna af Interneti voru svokallaðir fréttahópar (newsgroups), en það eru umræðuhópar sem byggjast á tölvupósti og líkjast listservs-umræðuhópum en eru ólíkir þeim að því leyti að allir sem hafa USENET-aðgang og viðeigandi lesbúnað geta haft aðgang að þeim.23 í upphafi verkefnisins voru nauðsyn- leg leyfi fengin og verkefnið tilkynnt til fréttahópanna. Fréttahópar eru hentugt tilraunaverkefni að því leyti að eng- inn vafi leikur á því að almennur aðgangur er leyfður að þeim og efni þeirra er fjölbreytt. Rannsókn á þeim í heild innan ákveðins tímabils gæti gefið rannsóknarmönnum framtíðarinnar mynd af því hvernig þessar nýju samskiptaað- ferðir voru nýttar. Afhending á efni sem þessu er einnig mátulega umfangsmikið verkefni til að afla reynslu við söfn- un dreifðra gagna af neti. Söfnunin á þessu efni fór þannig fram að sendingarnar voru afritaðar sjálfvirkt inn á tölvu safnsins og síðan var afrakstur hvers árs fyrir sig vistaður á geisladiskum til langtíma varðveislu. Fyrirhugað er að gefa aðgang að fullum texta efnis fréttahópanna á Interneti.26 Við þjóðbókasafnið í Rana hefur verið tekinn saman listi yfir norsk blöð og tímarit á neti frá því haustið 1994, Norske elektroniske tidskrifter. Haustið 1996 hófst vinna við frekari útfærslu á skylduskilum á þessu efni. Þá hafði titlum fjölgað j frá árinu 1994 úr fjórum f fjögur hundruð og útgáfa rita á neti var í hröðum vexti. Einfaldar viðmiðanir eru hafðar við val á ritum fyrir til- raunaverkefnið. Grundvallarreglan er að ritið hafi norskan útgefanda og að heimilaður sé almennur aðgangur að því, en j Bókasafnið 23. árg. 1999 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.