Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 32

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 32
annan tengil til að færa sig aftur á heimasíðu viðkomandi upplýsingavefs en slíkt hendir allt of oft. Eg vil ekki að gest- ir minna vefsíðna þurfi að reyna þetta en þó eru mörg dæmi þessa að finna á vef Landsvirkjunar. Urbóta er að vænta innan tíðar. Myndir Við val mynda og bakgrunns á vefsíður þarf að taka mið af öðru innihaldi þeirra. Skoða þarf notkun hreyfimynda mjög vandlega og hámarka eitt slíkt fyrirbæri við hverja vefsíðu. Hreyfimyndir eru oft lengi að hlaðast inn á tölvur gesta og hægja þar með á ferðalaginu um Vefinn. Hef ég jafnvel heyrt einn vefara segjast alfarið útiloka hreyfimyndir af sínum vef- síðum enda geta hreyfimyndir haft mjög truflandi áhrif á gesti vefsíðna og þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á heim- sóknartfðni. Ég sagði hér fyrr í grein minni frá grein O’Hannigans í J Intranet Journal. Þar segir hann: „Do not add sound, video, VRML, or animation to a Web site just because you can“ eða „ekki setja hljóð, myndband eða hreyfimynd á vefsíðuna þína einungis vegna þess að þú getur það.“ Með því er hann að segja okkur að slíkt skuli ekki nota nema nauðsyn beri til. Þeir sem kunna að hægri-smella á mynd á Vefnum með | músinni og velja „Save As“ (í PC) hafa flestir safnað fjölda [ mynda. Þegar nota á þessar myndir á vefsíðum er nauðsyn- legt að hafa samband við upprunalega höfunda þeirra og fá til þess leyfi. Annað er hreint brot á höfundarréttarlögum. Við notkun mynda á vefsíðum vill oft gleymast að til- greina stærð þeirra með HTML skipununum WIDTH og HEIGHT en það flýtir fyrir hleðslu þeirra á skjá gesta. Jafn- j framt gleymist að hugsa um þá notendur sem annaðhvort eru blindir eða kjósa að skoða Vefinn án mynda, til dæmis vegna þess að þeir hafa hægvirkt módem. Til að koma til móts við þessa notendur er nauðsynlegt að vefarar noti skipunina ALT við innsetningu mynda. ALT stendur fyrir „Alternative" og er skipunin notuð til að segja þeim sem ekki sér myndina einhverra hluta vegna hvaða tilgangi hún þjónar. Segjum sem svo að við setjum neðst á vefsíðuna okkar litla bláa ör sem vísar upp. Sá sem skoðar vefsíðuna án þess að sjá mynd- ina veit ekkert fyrir hvað hún stendur nema við nýtum ALT skipunina. Að rita ALT=„Blá ör“ er alveg jafnvont og ekkert. 30 Það sem ætti að setja í gæsalappirnar er frekar „Efst á síð- una“, þangað sem myndin leiðir okkur, eða „Or upp“ sem segir nákvæmar hvað myndin sýnir. Augljóst er af ofangreindu að við notkun hnappa er nauð- synlegt að nýta ALT skipunina eða hafa prentaðan texta sam- hliða. Má sjá dæmi þessa á vefsíðu Landsvirkjunar (http://www.lv.is/) en þar er notuð kortlögð mynd (image map) til að tengja gestinn innihaldi vefsins. Neðar á vefsíð- unni má sjá ritaðan texta sem segir það sama og myndin. Lítil fyrirhöfn og vel þess virði. Reyndar má annars staðar á vef sama fyrirtækis finna skipurit sem einnig er kortlögð mynd og hefur ekki verið settur texti samhliða henni. Það eins og fleira bíður úrbóta á vef Landsvirkjunar. Gagnlegar vefsíður Hotwired; Webmonkey http://www.hotwired.com/webmonkey/ Intranet Standards & Practices. Steve Whan http://www. intranetjournal.com/122498_swhan.html íslandsdeild International Webmasters Association http://iwa.vefur.is/isindex.html Leiðarvísir Gæðamiðlunar http://www.gm.is/manual/manual.htm Leiðbeiningar um Vef Stjórnarráðs íslands http://www.stjr.is/interpro/stjr/stjr.nsf/pages/vefrit01 Sun On the Net, Guide to Web Style http://www.sun.com/styleguide/tables/Welcome.html The Web Developers Virtual Library http://www.wdvl.com/ Nielsen, Jakob. Top Ten Mistakes in Web Design. http://www.useit.com/alertbox/9605.html Vefskóli Skímu http://www.centrum.is/vefskoli/vefskoli.shtml Yale Style Manual http://info.med.yale.edu/caim/manual/contents.html English Summary Web Design This article discusses a few points to keep in mind when writing or design- ing for the Web. It stresses the importance of including a needs-analysis in the first steps of website creation. It also states that a website which is not currently updated and has broken links is not one that is likely to get a lot of visitors. A few more points are made in relation to webpublishing, e.g. when writing for the web one should keep in mind that most users do not actually read on the Web. They scan the content, graphics and bulleted lists. Graphics and other features, such as coloured text should be used wisely and always relate to the web sites’ content. At the end the author lists a few useful websites for webdesigners. K.Ó.H. BÓKASAFNIÐ 23. ÁRG. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.