Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 37

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 37
• Samþætting gagnagrunna • Notkun margmiðlunar, til dæmis vegna sýninga • Notendavænt viðmót • Regluleg uppfærsla uppiýsinga • Breytingar á innra skipulagi safnanna vegna hins nýja miðils Nauðsynlegt er að heimasíða þjóðbókasafns sé hluti af upplýsingastefnu safnsins. Heimasíðan getur létt álag á starfsmönnum því þar eru flestar grunnupplýsingar aðgengi- legar. Rætt var um að heimasíður væru til margra hluta gagnlegar. Þær geta verið: • Samskiptatæki jafnt utan sem innan stofnunar því þar er að finna grunnupplýsingar um safnið • Menningartæki þar sem þær veita aðgang að menningararf- inum • Fagtæki þar sem þær má nota við að búa til, lesa og geyma rafræn gögn • Bókasafnstæki þar sem þær eru grunnur að sýndarbóka- safni Innihald Þátttakendur voru sammála um að heimasíður þjóðbókasafna ættu fyrst og fremst að þjóna hinum almenna notanda, þótt ekki væri alveg ljóst hverjar væntingarnar væru. Einnig er vitað að flest svið í starfsemi bókasafna munu mótast af þró- un vefsins. Eftirfarandi listi sýnir nauðsynlega þætti heima- síðu þjóðbókasafns: • Almennar upplýsingar um bókasafnið • Upplýsingar um sögu safnsins • Lýsing á safndeildum og sérsöfnum • Upplýsingar um þjónustu sem í boði er, til dæmis milli- safnalán, útlánareglur, ljósritun og svo framvegis • Tengingar við bókasafnskerfi og önnur bókfræðileg kerfi safnsins • Aðgangur að rafrænum söfnum og verkefnum safnsins • Upplýsingar um sýningar og verkefni • Upplýsingar um nýjungar og það sem er á döfinni • Tæki fyrir notendur til þess að spyrjast fyrir og koma á- bendingum á framfæri, yfirleitt tölvupóstur • Faglegar upplýsingar um skipurit, varðveislu, bókfræði- lega staðla og svo framvegis • Tengingar við aðrar upplýsingaveitur Grunngerð og tækni í þessum hluta námstefnunnar kom vel í ljós mismunandi tæknileg undirstaða þátttakenda. Kynnt voru hin ýmsu tæki og tól til að setja upp og viðhalda heimasíðum. Einnig voru sýndar mismunandi aðferðir við að setja upp vefþjóna og ör- yggisveggi og hvernig unnt er að fá tölfræðilegar upplýsing- ar um notkun. Allir voru sammála um að tæknin væri í lyk- ilhlutverki og því væri nauðsynlegt að virkja tæknisinnaða starfsmenn við stefnumörkun varðandi rafrænar upplýsingar. Efst á baugi varðandi tengslin á milli tækni og efnis er lýsigagna- eða „metadata“-tæknin. Þar sem þjóðbókasöfn eru víðast hvar æðsta yfirvald bókfræðilegra staðla innan þjóð- landa er nauðsynlegt að þau taki virkan þátt í framkvæmd og þróun lýsigagna eða bókfræðilegra upplýsinga Internets- ins. Þátttakendur voru hvattir til að nýta Gabríel-verkefnið sem vettvang fyrir tilraunir og þróun lýsigagna og annarra hentugra aðferða við lyklun. Einnig voru aðilar sammála um að best væri að bókasöfnin samþykktu sameiginlegan staðal fyrir lýsigögn til notkunar fyrir eigin rafrænar útgáfur, þar með talinn Gabríel. Notendur Samkvæmt athugunum frá þjóðbókasöfnum Hollands og Slóveníu munu helstu notendur Gabríels vera: • Háskólafólk (starfsmenn, stúdentar og fræðimenn) • Almenningur • Útgefendur (vegna þjóðbókaskráa) • Onnur bókasöfn (vegna millisafnalána) • Blaðamenn • Fyrirtæki Þessir hópar skiptast síðan í ýmsa flokka eftir búsetu, aldri, menntun og svo framvegis. Við skipulagningu heimasíðna er nauðsyniegt að taka tillit til fjölbreytileika notendahópsins auk mismunandi þarfa og væntinga. Þeirri góðu spurningu var varpað fram hvort með heimasíðu ætti að reyna að hvetja notendur til þess að heimsækja bókasafnið eða hvort bóka- safnið ætti að þróast í sýndarbókasafn með sýndarnotendum. Fyrri hugmyndin þótti öruggari en sú síðari opnar nýjar víddir og möguleika fyrir þjóðbókasöfn að veita þjónustu um víða veröld. Sum þjóðbókasöfn Evrópu eru einnig háskólabókasöfn. Þetta tvöfalda hlutverk getur hamlað þróun heimasíðna, einnig geta orðið árekstrar á milli þátta sem snúa að starf- semi þjóðbókasafns og stuðnings við háskólasamfélagið. Þetta sannar enn frekar að nauðsynlegt er að vera með skýra stefnumörkun varðandi heimasíður og vitneskju um hver notendahópurinn er. Mannlegi þátturinn Byltingar í upplýsingatækni opna ekki aðeins nýjar víddir og tækifæri heldur skapa einnig óvissu og óöryggi á meðal starfsmanna. Bókasafnsfræðin er líklega í sinni mestu tilvist- arkreppu síðan fagið þróaðist sem sérgrein í byrjun aldarinn- ar. Þess vegna á gerð og þróun heimasíðna að vera eitt af meginverkefnum hvers bókasafns. Mikilvægt er að gera starfsmönnum grein fyrir mikilvægi heimasíðnanna og einnig að venja fólk við vefinn. Þetta er gert með námskeið- um, „Internet-kaffihúsum", með því að láta fólk rápa um vefinn og svo framvegis. Allir þátttakendur voru sammála um nauðsyn þess að kynnast góðum og vönduðum upplýs- ingaveitum á Internetinu því það efldi notkun á heimasíðum og nettengdum upplýsingaveitum og hvetti starfsfólk til að búa til góðar heimasíður. Bókasafnið 23. Arg. 1999 35

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.