Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 38

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 38
Gabríel Hvernig fellur Gabríel að þessari mynd? Hugmyndin á bak við Gabríel er einföld þrátt fyrir að þjóðbókasöfn Evrópu séu ólík. Gabríel vísar veginn til bókasafnanna með einsleitri framsetningu, notendavænu viðmóti og síðast en ekki síst upplýsingum sem eru uppfærðar reglulega. Kerfið er andlit þjóðbókasafna Evrópu á Internetinu. Öll bókasöfnin hafa sama vægi innan kerfisins, hvort sem þau eru með heimasíð- ur eða ekki. Gabríel er ætlað að ná til sem flestra og beinir þeim áfram sem þurfa meiri upplýsingar um ákveðin söfn. Gabríel er ekki í samkeppni við heimasíður þjóðbókasafn- anna. Vissulega er um nokkra skörun að ræða en við því er ekkert að gera. Hins vegar er aðgangur að Gabríel um nokkra Internetþjóna víðsvegar um Evrópu, þannig að grunnupplýsingar um söfnin eru aðgengilegar jafnvel þótt Internetþjónusta ákveðins þjóðbókasafns liggi niðri. Gabríel er einnig fjöltyngd þjónusta. Yfirleitt eru heimasíður þjóð- bókasafna á tveim tungumálum, móðurmáli viðkomandi | þjóðar og ensku. Gabríel er í megindráttum aðgengilegur á ensku, frönsku og þýsku. Þessi tungumál eru talin mikil- vægust vegna þess að þau eru algengust sem annað tungumál í Evrópu. Töluvert vantar þó upp á að allar upplýsingar séu á þessum þremur tungumálum. Einn mikilvægasti þátturinn í starfi Gabríels er samvinna og kynni starfsmanna þjóðbókasafna um alla Evrópu. Starfs- fólk kynnist við vinnu á Netinu, á fundum eða á námstefn- um og hjálpar það til að brjóta niður skilin á milli þjóðbóka- safnanna sem skilar sér í betri upplýsingum og þjónustu við notendur um allan heim. Þýð.: Sigrún Hauksdóttir Aðgengi Hægt er að tengjast Gabríel á þessum vefföngum: http://www.konbib.nl/Gabriel/ http://www.bl.uk/Gabriel/ http://www.renk.helsinki.fi/Gabriel/ http://www.ddb.de/Gabriel/ Heimild Marco de Niet. „Europe's national libraries in line. A report of the Gabriel Workshop 1997.“ Program, Automated library and information systems, 32(3), 1998, bls. 303-311. Frekari upplýsingar Höfundur: Marco de Niet, Koninklijke Bibliotheek, P.O. Box 90407, 2509 LK Haag, Holland. Tölvupóstur: Gabriel@python.konbib.nl Upplýsingar um Gabríel námstefnuna 1997 er að fínna á þessari slóð: http://www.konbib.nl/Gabriel/en/workshop/workshop.html Upplýsingar um Gabríel verkefnið: Graham Jefcoate. „Gabriel, Gateway to Europe's National Libraries.“ Program, Automated library and information systems, 30(3), 1996, bls. 229-238. English Summary Europe s National Libraries in Line This article describes a workshop on Gabriel, a prototype World Wide Web site for European national libraries held on 30th September - lst October 1997 in Warsaw, Poland. Gabriel (Gateway to Europe’s National Libraries) is the official website of CENL (Conference of European National Librari- ans). It was founded in 1994. Currently 38 libraries are participating and it can at present be considered to be the only existing pan-European library service. The aim of the workshop was to raise awareness of the uses of the World Wide Web in national libraries and to consider the issues it raises, to share ideas and experiences, to ensure those working on Gabriel are fully aware of the service, its procedures and the opportunities it offers, to improve practical skills and to stimulate further international cooperation by engendering a „team spirit“ among those working on Gabriel. ÁA MAÐURog MENNING HARALDUR ÓLAFSSON HlAf.íVHlNI)A4IO(NUNIlA»l:OlAmA«DÍ - Maöur og menning Haraldur Ólafsson Útisetur. Samband geölækninga, bókmen- nta og siömenningar % . ^daog^ l’ÓRÐUR I’ORLÁKSSONí BISKLT í SKÁLi I0I.F J Frumkvööurll vísinda og mennta Þóröur Þorláksson bisk. Aö byggja land Mannkynbætur Þorvaldur Gylfason Unnur B. Karlsdóttir Myndband og bók H Sjúkdómar og dán- armein ísl. fornmanna Siguröur Samúelsson íslensk votlendi Jón Ólafsson ritstjóri Passion, Promises & Punishment Páll S. Árdal N 36 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.