Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 40

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 40
var kennarinn á öðrum en hjálparefnið, það er glærurnar, vef- síðurnar eða bækurnar, á hinum eftir því sem við átti hverju sinni. Nemendurnir höfðu einnig hljóðnema á víð og dreif um stofuna svo að þeir gátu borið fram fyrirspurnir til kennaranna eða tekið þátt í umræðum eins og í hefðbund- inni kennsiu. Ágústa Pálsdóttir lektor sat allar kennslu- stundirnar í Odda sem tæknilegur stjórnandi búnaðarins þar og var það til mikils hagræðis fyrir alla aðila. Kennslan gekk greiðlega fyrir sig eftir að kennararnir höfðu komist upp á lagið með að nota stjórnborðið, hafa á- kveðna fyrirhyggju við að senda glærur suður nokkru áður en komið var að því að tala um þær og muna eftir að gefa nemendum færi á fyrirspurnum. Fjarkennsl- an reyndist fyrst og fremst ögrandi verkefni. Hún gerði aðr- ar og meiri kröfur en hefðbundin kennsla bæði til kennaranna og nemendanna, ekki sfst vegna þess að fjarkennslutæknin gefur kost á og jafnvel krefst annarrar framsetningar til dæmis á mynd- rænu efni eins og glærum. Fjar- lægð kennaranna frá nemendun- um gerir það auk þess nauðsyn- legt að einhvers konar sam- skiptaleiðum sé komið upp á milli þeirra, en þar kom kennsluvefurinn til eins og áður hefur verið greint frá. Tæknileg atriði Þeir sem kæra sig ekki um að fræðast um tæknileg atriði fjarkennslubúnaðarins, eins og samskiptastaðla eða band- vídd, geta hæglega notað búnaðinn án þess að hafa hugmynd um þá hlið mála. Búnaðurinn er ekki flókinn og um leið og menn hafa áttað sig á helstu grundvallaratriðum eru þeir fleygir og færir. Það er þó æskilegt að hafa tæknimann við höndina í fyrsta og jafnvel annað skiptið sem kennarar nota búnaðinn og síðan í kallfæri ef eitthvað kæmi uppá. Þeir sem hins vegar hafa brennandi áhuga á að kynna sér nánar hin ýmsu tæknilegu atriði, sem tengjast notkun fjarkennslubún- aðar, geta skoðað heimasíður SAVIE verkefnisins (Support Action to Facilitate the Use of Videoconferencing in Ed- ucation) sem Katholieke Universiteit í Leuven í Belgíu og Lifelong Learning Institute í Dipoli í Finnlandi standa að, en vefslóðin er http://www.savie.com. Þáttur nemendanna Við undirbúning og skipulagningu fjarkennslu verður að gefa nemendunum sérstakan gaum því þáttur þeirra er mik- ilvægur ef allt á að ganga sem best. Kennararnir mega ekki gleyma að kynna tæknina og tækjabúnaðinn rækilega fyrir þeim þegar í upphafi. Tíunda þarf bæði kosti og galla svo að tryggt sé að nemendurnir fái sem mest út úr kennslunni og koma verður í veg fyrir að þeir taki neikvæða afstöðu til fjar- kennslunnar. Fjarkennsla er seinlegri og að sumra mati stirð- ari í framkvæmd en hefðbundin kennsla og gerir því aðrar kröfur bæði til nemenda og kennara. Hætt er við að nemend- ur verði ósáttir ef tæknilegir örðugleikar tefja eða hindra kennsluna og þarf því að tryggja að þeir séu sáttir við tækn- ina frá upphafi. Við lok fyrra námskeiðsins í bókasafns- og upplýsingafræð- inni var haldinn blaðamannafundur í báðum háskólunum samtímis. Þar fengu nemendur tækifæri til að segja álit sitt á því hvernig til hefði tekist og var það eindóma álit þeirra að tilraunin hefði heppnast vel. Einnig var ánægjulegt að heyra að nemendum fannst kennararn- ir fyrir norðan jafnvel vera í betri tengslum við þá en aðrir stundakennarar búsettir í Reykjavík, einkum vegna vef- síðnanna og tölvupóstsins. Lokaorð Enginn vafi leikur á því að fjar- kennslutækni getur gjörbreytt allri kennslu frá því sem nú þekkist með því að skapa bæði nemendum og kennurum mun fjölbreyttara og sveigjanlegra starfsumhverfi en áður. Það er einnig mjög jákvætt fyrir byggðaþróun í landinu því búseta kennarans er honum ekki lengur hindrun í starfi. Það má einnig sjá fyrir sér að með hagnýtingu fjarkennslutækni skap- ist öflugur samstarfsvettvangur fyrir skóla landsins og segja má með nokkrum rétti að landið allt geti verið sem eitt skólasvæði. Fjarkennsla með búnaði eins og hér um ræðir er á frumstigi jafnt hér á landi sem erlendis, bæði út frá kennslu- tækninni sem notuð er og þeirri tækni sem snýr að búnaðin- um sjálfum. Þvf má þó treysta að tækninni fleygir fram á næstu árum og er þess að líkindum ekki langt að bíða að þeir vankantar sem nú eru á fjarkennslu og fjarkennslubúnaði verði sniðnir af með meiri reynslu þeirra kennara sem eru að stíga fyrstu skrefin og aukinni flutningsgetu símakerfisins. Mun það fyrst og fremst skila betri mynd og skýrara hljóði. English Summary Distance Teaching at University Level This article describes an experiment in distance teaching which was carried out during the Spring semester of 1998 on behalf of the Faculty of In- formation and Library Science at the University of Iceland. The authors, who are all librarians situated in the north of Iceland, are also part-time teachers ar rhe university which is in Reykjavik in the southwest part of the country. The course in question was „Functions and Management of Libr- aries and Information Services". The Icelandic postal authorities helped support this experiment by the loan of specialized technical equipment which allowed teachers and students to maintain contact despite the distance between them. Additionally, the teachers used the Internet to make teaching materials available to the students. Distance reaching technology will undoubtedly influence teaching methods in the future and it is even possible to envisage the whole country as one school area. ÁA Á Akureyri fylgdust þau Sigrún Magnúsdóttir, yfirbókavöróur og umsjónarkennari námskeiðsins, Ragnheiður Kjcernested, forstöðumaður fagbókasafns FSA og Þorsteinn Gunnarsson, rektor, með því sem sunnanmenn höfðu fram að fœra. 38 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.