Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 41

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 41
Jökull Sævarsson Islandskort á Netinu V/ íða um heim eru söfn, einkum þjóðbókasöfn, háskólabókasöfn og listasöfn, að vinna við að setja hluta af safnkostinum yfir á stafrænt form og veita aðgang að honum á geisladiskum eða á Netinu. Geisladiskar gefa hámarks myndgæði sem völ er á en eru dýrir í útgáfu og hafa þann ókost að ekki er hægt að bæta við efni eða breyta því sem fyrir er. Netið er tiltölulega ódýr miðill og hefur þann mikla kost að mjög auðvelc er að auka við efnið, lagfæra það sem þörf er á og jafnvel breyta framsetningu þess. Myndgæði á Netinu hafa takmarkast af flutningsgetu þess en hún eykst mjög með hverju ári sem líður og er tæpast vanda- mál lengur þegar um ímyndir er að ræða. Ymsar ástæður eru fyrir því að söfn eru í auknum mæli að flytja safnefnið á stafrænt form og miðla því á sama hátt. Hægt er að nefna þrjár sem hljóta að skipta miklu máli: í fyrsta lagi er hægt að veita aðgang að ýmsu safnefni sem vegna lélegs ástands, fágætis eða einhverra annarra takmarkana er ekki hægt að afhenda til notkunar. í öðru lagi er unnt að veita aðgang að og dreifa safnefni sem er á stafrænu formi á mun auðveldari hátt en áður og í þriðja lagi getur stafrænt safnefni ef rétt er að málum staðið verið þáttur í framtíðarvarðveislu safnkosts og annaðhvort komið í stað örfilma eða verið sú frumgerð sem örfilmur byggjast á. Þessar þrjár ástæður komu mikið við sögu í tilurð verkefnisins „Islandskort á Nednu“. Upphaf verkefnisins má rekja til opnunarhátíðar Lands- bókasafns Islands - Háskólabókasafns 1. desember 1994 en á henni tilkynnti formaður stjórnar NORDINFO (Norrænu samvinnunefndarinnar um vísindalegar upplýsingar) að hún ætlaði að færa safninu peningagjöf að upphæð 50.000 finnsk mörk eða um 700.000 krónur. Ætlast var til þess að henni yrði varið til verkefnis á sviði upplýsingatækni. Eftir nokkrar vangaveltur í safninu var ákveðið að nota gjöfina til að setja öll gömul íslandskort þess á stafrænt form og veita aðgang að þeim um Netið. Forn landakort eru gott dæmi um safn- efni sem erfitt hefur verið að leyfa afnot af vegna varðveislu- sjónarmiða, meðal annars vegna þess hversu viðkvæm þau eru fyrir allri notkun. Markmið verkefnisins var einnig að gera starfsfólki Landsbókasafns íslands kleift að stíga fyrsta skrefið í að færa safnkostinn yfir á stafrænt form og öðlast um leið reynslu við meðhöndlun stafrænna gagna. Netið og sú tækni sem það byggist á gerir safninu kleift að bjóða upp á ýmsa nýja möguleika varðandi miðlun á efninu. Mikilvægt markmið verkefnisins var einnig að koma skipulagi á kortaeign safnsins, það er rannsaka sögu kortanna, Ijósmynda þau og leggja drög að skráningu þeirra í Gegni. Landsbókasafn íslands á gott úrval af sögulegum Islandskort- um og eru þau elstu frá því um 1540. Sú eign jókst verulega þann 1. desember 1995 er bank- ar og greiðslukortafyrirtæki á Islandi keyptu Islandskort Kjartans Gunnarssonar lyfsala og afhentu safninu til eignar. Fyrsta skrefið að þessum mikia ávinningi fyrir safnið hafði Sam- band íslenskra sveitarfélaga stig- ið sumarið áður þegar það gaf safninu tólf valin kort úr eigu Kjartans. Að meðtalinni þessari gjöf á Landsbókasafnið um 220 kort af íslandi gefin út fyrir árið 1900. Verkefnið var unnið í samvinnu við NDLC (Nordic Digi- tal Library Center) sem er ein af þekkingarmiðstöðvum NORDINFO. NDLC er starfrækt í Mo í Rana í Noregi og er hluti af þjóðbókasafnsdeildinni þar. Ljósmyndir af kortun- um voru sendar til NDLC þar sem þær voru yfirfærðar á staf- rænt form og sendar til baka sem skrár, ýmist yfir tölvunet eða á geisladiskum. I Landsbókasafninu voru myndirnar síð- an meðhöndlaðar í myndvinnsluforritinu Photoshop og vistaðar í gagnagrunn verkefnisins. Öll önnur vinna sem við- kom kortunum sjálfum, svo sem myndataka og samning sögulegra lýsinga, sem fýlgja hverju korti, fór fram í Lands- bókasafni. Það var einnig starfsmaður þess sem sá um gerð I S L A N D E. íslandskort Johannesar Vnents frá árinu 1601. Bókasafnið 23. árg. 1999 39

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.