Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 42

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 42
notendaviðmóts vefsíðna á Netinu. Við hönnun notendaskila var haft að leiðarljósi að aðgangur yrði auðveldur, samræmi yrði á vefsíðum og að mögulegt yrði að leita að kortum á fleiri en einn veg. Það er aðallega á tvennan hátt sem hægt er að nálgast kortin og sögu þeirra á heimasíðu verkefnisins: I fyrsta lagi með þvf að velja kort úr sérstökum töflum þar sem þeim hefur verið raðað eftir aldri og uppruna. Þær upp- lýsingar sem gefnar eru um hvert kort í töflunum eru nafn höfundar og korts, útgáfustaður, útgáfuár og stærð. í öðru lagi er hægt að finna ákveðið kort með leit þar sem slegið er inn efnisorð eins og til dæmis nafn kortagerðarmanns og geta notendur þrengt leit eftir ákveðnu tímabili eða útgáfu- landi. Þegar mynd af korti er komin á skjáinn er hægt að stækka einstaka hluta hennar. Slóð verkefnisins á Netinu er http://www.bok.hi.is/kort. Til fróðleiks má nefna að einn mánuð haustið 1997 var talið hve oft síðan var heimsótt. I ljós kom að hún var sótt 693 sinnum, 853 stækkanir voru framkvæmdar og 1.205 kort birt ásamt texta. Ut frá þessu má reikna að skoðuð séu 58 kort á dag eða 14.500 kort á ári. Niðurstöður verkefnisins munu geta nýst íslenskum söfn- um á ýmsan hátt. Þær eru dæmi um þá möguleika sem þessi tækni býður upp á og geta stytt öðrum söfnum leiðina þegar þau hefja vinnu við verkefni af svipuðu tagi. Af hálfu Lands- bókasafns unnu eftirtaldir starfsmenn að verkefninu: Björn L. Þórðarson, Helgi Bragason, Jökull Sævarsson, Kristín Braga- dóttir, Sigrún Hauksdóttir og Þorsteinn Hallgrímsson. Sum- arið 1996 hlaut það styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. English Summary Icelandic Maps on the Internet When the new amalgamated National and University Library of Iceland was opened on the lst of December 1994 it received a gift of 50.000 FIM from NORDINFO (The Nordic Council for Scientific Information) to be used in the field of information technology. The library soon decided to make its collection of Icelandic maps (until the year 1900) available on the Internet. The collection numbers over 220 maps, the oldest dating from ca. 1540 and includes a number of valuable maps donated to the library by the banks and municipal authorities in Iceland in 1995. The project was a joint venture in cooperation with the Nordic Digital Library Center in Mo i Rana, Norway. Photographs of the maps were sent to the Center where they were converted into digital format. The National Library then took over, converted this format into the map database and wrote descriptions for each map. It is estimated that the website was accessed ca. 14.500 times in 1997. ÁA 40 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.