Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 50

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 50
Auður Gestdóttir Efnisorð í lögfræði Hér á eftir mun ég leitast við að gera í stuttu máli grein fyrir vinnu við Efnisorðaskrá í lög- frceði. I nokkuð mörg ár hefur það komið í minn hlut að flokka rit á sviði lögfræði, fyrst í Há- skólabókasafni og síðan eftir sameininguna í Landsbókasafni Islands — Háskólabókasafni. Við notum Dewey-kerfið eins og flest íslensk bókasöfn (þó með lengri marktölu skv. óstyttri útgáfu) en þar sem það er amerískt miðast kaflinn um lög- fræði við réttarkerfi Bandaríkjanna sem er mjög ólíkt því ís- lenska. Því hentar það í raun fremur illa til flokkunar á lög- fræði á íslandi þrátt fyrir ýmsar aðlaganir að okkar réttar- kerfi. Auk þess er það reynsla mfn að mjög fáir notendur kynni sér flokkunarkerfið þó að þeirra sérgrein taki aðeins til lítils hluta þess. Til þess að auðvelda notendum upplýsinga- [ leit og til að létta sjálfri mér vinnu gerði ég efnisorðalista sem var lykill að lögfræðikafla flokkunarkerfisins og var það upphafið að vinnu við efnisorðagerð. Flokkun safngagna kemur þó aldrei að sömu notum við upplýsingaleit og efnis- orðagjöf eða lyklun þó að til sé efnisorðalykill að flokkunar- kerfinu. Eftir að Gegnir kom til sögunnar komu fram ein- dregnar óskir frá safnnotendum um að hægt væri að finna rit með leit að efnisorðum og varð það til þess að ég hóf vinnu við efnisorðaskrána. Þörfin var brýn því að tiltölulega fá rit á | sviði lögfræði hjá okkur eru á ensku en við ensk rit eru oftast tengd efnisorð sem fylgja færslum sem sóttar eru í erlenda | gagnabanka. Var fljótt ákveðið í samráði við samstarfsfólk að gera kerfisbundna efnisorðaskrá með hliðsjón af stöðlunum ÍST 90 Heimildaskráning : leiðbeiningar um gerð og þróun kerfis- bundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli og ÍST ISO 5963:1985 Heimildaskráning — aðferðir við athugun heimilda, [ greiningu á efni þeirra og val efnisorða. I ágætri grein Þórdísar T. Þórarinsdóttur: Kerfisbundnar efnisorðaskrár í Bókasafninu 1996 er gerð grein fyrir kostum og göllum þess að nota frjálsan orðaforða og stýrðan orðaforða. Efnisorðaskráin í lög- fræði miðast við efni rita sem eru í bókasafninu og eru nýjum ritum gefin efnisorð um leið og þau eru flokkuð. Einnig hafa greinar í íslenskum lögfræðitfmaritum og afmælisritum verið lyklaðar. íslensk rit á sviði lögfræði hafa verið lykluð aftur- virkt og má því heita að flestöll íslensk rit í Landsbókasafni á sviði lögfræði séu lykluð og erlend rit frá því um 1992. Hóf ég vinnuna við efnisorðaskrána með því að gera gróft yfirlit yfir efnisorð og var fyrst miðað við efnisorðaskrána sem var lykill að Dewey-kerfinu. Voru efnisorðin skrifuð nið- ur og sett á lista jafnóðum og þau voru gefin ritum og hefur | sá háttur verið hafður á síðan. í efnisorðaskránni eru hefð- bundin stök efnisorð, formheiti svo sem afmælisrit og rita- skrár, stofnanaheiti eins og til dæmis Evrópusambandið, staðarheiti og lagaheiti en algengt er að tímaritsgreinar fjalli um einstök lög. Efnisorðin má síðan tengja saman með ítar- leit. Tvö orð standa aðeins saman ef þau mynda eitt hugtak og annað þeirra getur ekki staðið sér, til dæmis óvígð sam- búð, óskipt bú. Yfirgripsrit sem fjalla um heil réttarsvið fá yfirleitt ekki efnisorð nema fyrir það svið og ekki hefur enn verið farið út í að gefa efnisorð fyrir einstök efni undirkafla. Greinasöfn eins og til dæmis afmælisrit fá aftur á móti efnis- orð fyrir þau efni sem greinarnar fjalla um. Efnisorðum var síðan raðað í stigveldi. Stigveldisskipan þurfti að breyta frá Dewey-kerfinu og reynt að miða við íslenska réttarkerfið. Til dæmis eru gjaldþrot innan kauparéttar í Dewey-kerfinu en innan réttarfars í íslenska réttarkerfinu og eignarnám undir opinberum fjármálum í Dewey en hjá okkur undir eignar- rétti. Til fyrirmyndar notaði ég yfirlit yfir íslenska réttarkerf- ið eins og það hefur verið birt í íslenskum lögfræðiritum og hef einnig haft til hliðsjónar efnisskipan í norrænum bók- fræðiritum á sviði lögfræði þar sem norræn réttarkerfi eru mjög svipuð hinu íslenska. í danska dómasafninu Ugeskrift for Retsvcesen, sem kemur út í tímaritsformi, er einnig ítarleg kerfisbundin efnisorðaskrá. Rit Margrétar og Þórdísar, Kerfis- bundinn efnisorðalykill fyrir bókasöfn, hef ég einnig haft til hliðsjónar en það nægir þó ekki fyrir mjög sérhæfðan rita- kost. Þar eru efnisorð á sviði lögfræði um 120 en í efnisorða- skránni sem ég vinn að eru þau um fjórfalt fleiri eins og hún er nú. Við val á efnisorðum hef ég auk heimildanna aðallega stuðst við ritið Lögbókin þín eftir Björn Þ. Guðmundsson sem er lögfræðileg orðabók með ítarlegum skýringum á hugtök- um. Einnig hef ég leitað til lögfræðinga sem oftast eru kenn- arar lagadeildar. Einn þeirra fór yfir efnisorðaskrána og gerði gagnlegar athugasemdir við stigveldisskipanina og efnisorð- in. Eg hef einnig fengið hjálp sérfræðinga við að þýða lög- fræðileg hugtök. Það þarf ekki að lýsa því hve erfitt getur verið að velja efnisorð því að ekki er endilega föst hefð um notkun hugtaka, stundun finnast ekki nógu heppileg orð og ekki ber öllum sérfræðingum saman. Ekki ber einu sinni öll- um saman um stafsetningu algengra efnisorða, til dæmis skrifa sumir eignaréttur og aðrir eignarréttur. Sumir nota fyrri stafsetninguna fyrir réttarsviðið og þá síðari fyrir per- sónuleg eignaréttindi en flestir nota alltaf þá síðari og hef ég farið eftir því. Það hefur verið gagnlegt við uppbyggingu efnisorðaskrárinnar að vera í sambandi við notendur og þurfa að aðstoða við heimildaleit. Alltaf þarf að hafa notandann í huga og reyna að setja sig í hans spor við leit. 48 Bókasafnið 23. Arg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.