Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 55

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 55
borð við Art and Architecture Thesaurus og á hjálpargögnum á borð við nafnmyndaskrá (e. authority file) og efnisorðaskrá (e. subject heading list) (Petersen, 1993). Nafnmyndaskrá (authority file) er skrá yfir viðurkennd J heiti eða hugtök og tilvísanir í þau, samheiti og oft einnig | yfir uppruna þeirra (Petersen, 1993). Bæði við skráningu listupplýsinga og til leitar er þörf fyrir samræmd heiti, til dæmis fyrir listamenn (nafn, fœðingar- og ddnardr), lista- mannahópa (til dcemis SUM hópurinn), landfræðileg heiti (lönd\ borgir), heiti minjasafna, listasafna, sýningarsala og félög lista- | manna. Ennfremur er nauðsyn á að | nota samræmd heiti yfir sýningar, bæði innlendar sem erlendar og heiti bygginga (Dómkirkjan í Reykjavík eða [ Dómkirkjan). Allt eru þetta nafn- myndaskrár, sem hver stofnun sem skráir listheimildir hefur oftast kom- ið sér upp, en ekki endilega í sam- i ræmi við venjur annarra stofnana. Tvær af skrám Getty upplýsinga- stofnunarinnar á sviði stýrðs orða- forða, ULAN (Union List of Artists Names) og TGN (Thesaurus of Geographic Names) eru dæmi um | alþjóðlegar nafnmyndaskrár á sviði myndlista sem nú eru aðgengilegar í tölvutæku formi á Internetinu7 og báðar byggjast á heimildum í sátt við fræðasamfélagið. Efnisorðaskrá (subject heading list) er skilgreind (Peter- sen, 1993) sem stafrófsröðuð skrá yfir efnisorð, sem eru orð eða orðasambönd eða sambland orða og ákvæðisorða sem sameina einstök hugtök í strengi (strings).8 Við skráningu og efnislyklun í sérhæfð gagnasöfn hafa orðið til stafrófs- raðaðar efnisorðaskrár á tilteknum fræðasviðum. Erlend dæmi um slíkar efnisorðaskrár á sviði myndlista og skyldra greina eru til dæmis þær sem mynduðust við gerð eftirtal- inna gagnasafna: Avery Index to Architectural Periodicals (byggingarlist), RIBA Architectural Periodiocals lndex (bygg- ingarlist), BHA Bibliography of the History of Art (listasaga/ listfræði), Revised Nomenclature for Museum Cataloging | (safnafræði) og RILA International Repertory of the Literature of Art (listasaga/listfræði). Hins vegar er kerfisbundin efnisorðaskrd/efnisorðalykill (thes- aurus) skrá yfir heiti (e. terms, fagorð/íðorð) þar sem einföld hugtök eru greiniiega skýrð í tengslum við samheiti, stig- veldisskipan og skyldleika þeirra og þau notuð gagnkvæmt (Petersen, 1993). Það er jafnframt sú tegund stýrðs orðaforða i sem þær stofnanir sem þegar fást við tölvuskráningu kjósa að nota, bæði við lýsingu heimilda sem og við leitir.9 Kerfis- ] bundnar efnisorðaskrár eru því mikilvæg hjálpartæki við í tölvuvæðingu listheimilda, jafnt ritaðra (í bókasöfnum) sem safngripa (frumheimilda) og afleiddra heimilda þeirra (myndheimilda). Kerfisbundin efnisorðaskrá Art and Architecture Thesaurus er dæmi um stigveldisskipaða kerfisbundna efnisorðaskrá/lykil á ensku þar sem stýrðum orðaforða (nafnmyndaskrám og efnisorðaskrám) á tilteknum fræðasviðum er steypt saman í einn forða. Meðal annars var stuðst við orðaforða úr helstu gagnasöfnum á sviði myndlista og skyldra greina (sbr. efnisorðaskrárnar hér að framan) auk Library of Congress Subject Headings. Vinna við verkefnið hófst snemma á níunda áratugnum, og frá 1983 hefur verkefnið verið undir stjórn Getty Art History Information Program, nú Getty Information Institute (Getty upp- lýsingastofnunin). Fyrsta prentaða útgáfa skráarinnar kom út árið 1990 (útg. Oxford University Press) með 40 þúsund heitum og kom hún þá jafnframt út í tölvutæku formi. Onnur útgáfa verksins kom út 1994 og innihélt þá 90 þúsund heiti. Frá árinu 1997 hefur skráin verið aðgengileg á Internetinu (http:// www.gii.getty.edu/aat) til skoðunar. Skráin inniheldur nú um 120 þús- und heiti yfir myndlist og bygging- arlist og ná þau yfir tímabilið frá fornöld til nútímans (20. aldar). Megintilgangur með AAT skránni er að setja fram stýrðan orðaforða sem hægt er að nota til að auðvelda aðgengi að menningararfleifðinni í umhverfi alheimsnetvæðingar. I fyrsta lagi er hægt að nota AAT sem inntaks/leitar/birtingar (data value standard) staðal við heimildaskráningu (skrán- ingu, lyklun og lýsingu) menningararfsins. I sátt við sér- fræðinga innan fræðasviðsins setur AAT fram valorð sem notuð eru á samræmdan hátt til að lýsa tilteknu efnis- innihaldi heimilda. í öðru lagi er hægt að nota AAT við leit í gagnasöfnum, með því að búnir eru til vegvísar sem sýna tengsl og leiðir á milli hugtaka. þegar AAT er notað í gagnagrunni geta notendur þrengt, víkkað og bætt við leitir sínar með því að nota samheiti, víðari heiti, þrengri heiti og skyld heiti og þannig náð skilvirkari leitarheimtum. Heitin verða lyklar notenda að upplýsingum í gagnasöfnunum. Uppbygging AAT er á þann veg að heitum/hugtökum er skipt niður í sjö flokka (facets/categories) sem síðan greinast í 33 undirflokka eða stigveldi. Stigveldisskipanin gerir einmitt ráð fyrir þörfum ýmissa notendahópa. AAT er hægt að nota við lyklun og skráningu menningararfleifðarinnar, svo sem listaverka og muna í minja- og listasöfnum, ritaðra heimilda í skjala- og handritasöfnum, bókasöfnum og varð- veislusöfnum og afleiddra mynda í myndgagnasöfnum. Efnisorðaskráin er nú notuð víða í enskumælandi löndum, bæði hlutar hennar og í heild sinni, eins og einmitt er yfirlýst stefna þjóðarlistbókasafns Bretlands, The National Art Library (NAL) við Victoriu og Albert listiðnaðarsafnið í London. Muggur: í sirkus; leikið á línu, 1917. Bókasafnið 23. árg. 1999 53

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.