Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 62

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 62
efni fær efnisorð. Utan þess ramma eru helst fagurbókmennt- ir og barnabækur ásamt doktorsritgerðum á sviði læknis- fræði, náttúrufræði og tækni. Nýjar tillögur um efnisorð koma frá Konunglega bókasafninu sjálfu fyrst og fremst en einnig frá öðrum LIBRIS-söfnum. Konunglega bókasafnið | gengur úr skugga um að orðin séu rétt, gerir tilvísanir milli [ samheita eftir þörfum og tekur upp skyld heiti á sama hátt. Heitin eru svo birt á heimasíðu Konunglega bókasafnsins. Heiti sem ekki koma fram frá SAB-flokkunarnefndinni eru merkt „LIBRIS". Lengi hefur verið ætlunin að prentaður efn- isorðalykill SAB-flokkunarkerfisins (SAB Ámnesordregister) yrði aðgengilegur á vefnum til leita í LIBRIS en Þjónustu- miðstöð bókasafna (BTJ = Bibliotektjanst, http://www. btj.se) hefur annast útgáfu SAB og samningaumleitanir um þetta mál hafa verið í gangi. Sett hafa verið lög um forystu Konunglega bókasafnsins í Stokkhólmi fyrir almennings- bókasöfnum og öðrum tegundum safna í Svíþjóð auk rann- sóknarbókasafnanna sem hafa ásamt Konunglega bókasafn- inu tekið þátt í LIBRIS og samvinnu á ýmsum sviðum. Ætl- unin er að LIBRIS verði sameiginlegur gagnabanki, samskrá allra bókasafna í Svíþjóð. Stefnt er á nýtt LIBRIS á árinu 1999- Taka þarf sérstakt tillit til almenningsbókasafna sem koma inn í LIBRIS. Munur er á beitingu flokkunar þótt flest söfn noti sama kerfið, SAB-flokkunarkerfið. Sum söfn nota reyndar UDC eða önnur kerfi, til dæmis sérfræðisöfn. Munur hefur einnig verið á umritunarreglum sem notaðar hafa verið í LIBRIS annars vegar og BURK (samskrá á vegum BTJ, http://www.btj.se/prodinfo/databas/bsok/utb.html) hins veg- ar. Þetta kemur meðal annars fram í umritun á höfundar- nöfnum. Munur hefur einnig verið á notkun samræmds höf- uðs, lengd skráningartexta, skráningu fjölbindaverka og fleiri þátta sem oftlega er tekið öðruvísi á í rannsóknarbóka- söfnum en almenningsbókasöfnum. Mikill áhugi hefur lengi verið í Svíþjóð fyrir sameiginlegri efnisorðaskrá, helst almennri kerfisbundinni efnisorðaskrá. Árið 1989 fór málið á skrið. í skýrslu, sem Lars-Olof Hansen tók saman á vegum nefndar um málið 1991 undir heitinu Förstudie till en allman tesaurus pd svenska, er niðurstaðan sú að kerfisbundin efnisorðaskrá sem að gagni komi sé of viðamik- il til þess að unnt sé að standa undir henni sérstaklega og þess í stað skuli unnið út frá efnisorðaskrá SAB-flokkunar- kerfisins. Þannig ætti að vera hægt að koma nokkurn veginn til móts við sömu þarfir með talsvert lægri kostnaði. Slíka efnisorðaskrá ætti að vera unnt að endurskoða um leið og flokkunarkerfið hverju sinni. Hugmyndin er því að byggja SAB-efnisorðakerfi á SAB-flokkunarkerfinu í stað þess að semja frá grunni sjálfstæða kerfisbundna efnisorðaskrá. SAB- efnisorðakerfi væri sjálfstæður gagnagrunnur og jafnframt nafnmyndaskrá efnisorða. Unnt ætti að vera að fara gegnum efnisorðakerfið til að fletta upp færslum í LIBRIS-gagna- grunninum (svið 972) og BURK-gagnagrunni BTJ (svið 681). Á þennan hátt yrði aðgangur notenda að SAB-flokkun- arkerfinu einnig auðveldari. Yfirgripsmikið tilvísanakerfi [ væri hluti af SAB-efnisorðakerfinu og skýringar með efnis- orðum eftir þörfum. Efnisorðakerfið væri að sjálfsögðu einnig unnt að nota með öðrum flokkunarkerfum og inn í það yrðu einnig tekin efnisorð sem ekki falla undir SAB- flokkunarkerfið heldur koma til viðbótar þeim efnisorðum sem fyrir eru. Hagræði af kerfisbundnum aðgangi að efnis- orðakerfinu er meðal annars talið fólgið í eftirfarandi atrið- um: — Hvert flokkstákn gefur lista um hugsanleg efnisorð og efnisorðin gefa aftur hugmyndir um möguleg flokkstákn, þannig að líkur aukast á samkvæmni og forsegjanleika í flokkun og lyklun og jafnframt möguleikar notenda á endur- heimtum. — Notendur og efnisgreinendur þurfa aðeins á einni tegund kerfis að halda. Ef nota þyrfti aftur á móti sér- stakt flokkunarkerfi og annað efnisorðakerfi fyrir sömu ritin yrði óhjákvæmilega um mikla tvöföldun vinnu að ræða en ólíklegt að kerfisleg notendavinsemd ykist að sama skapi. Nýtt efnisorðakerfi á að taka mið af þörfum og gerð al- mennra safna en einnig þarf að taka tillit til jaðarþarfa fyrir kerfisbundnar fagefnisorðaskrár og þarfa sérfræði- og rann- sóknarbókasafna fyrir enn sérhæfðari efnisorð. I LIBRIS og BURK þurfa notendur að geta gert textaleit í flokkum og kerfislega á að vera þannig um hnútana búið að þeir þurfi ekki að greina á milli efnisorða og atriðisorða flokkunarkerf- isins/flokkstákna (hugtök og tákn úr flokkunarkerfi verða hér eftir kölluð flokksheiti í þessum texta, sbr. notkun sænska hugtaksins klassifikation um upplýsingar í sviðunum 972 og 681). Eftirfarandi dæmi sýna hvernig efnisorð og flokksheiti geta komið fram í færslu: LIBRIS-færsla: Rádberg, Johan, 1942- Den svenska tradgárdsstaden / Johan Rádberg. - Stockholm : Statens rád för byggnadsforskning: Byggförl. ; Solna : Svensk byggtjánst [distributör], 1994. - 159, [1] s. : ill. (vissa i fárg), kartor (vissa i fárg), 28 cm. - (T / Byggforskningsrádet ; 1994:26) Ámnesord: Trádgárdsstáder : Sverige : 1900-talet Klassifikation, fált 972: Ict-c.5 Arkitektur Stadplanekonst Sverige Modern tid Ur samsvarandi BURK-færslu: Klassifikation, fált 681: Ict-c.5 Arkitektur Byggnadskonst Konsthistoria Stadsplanekonst 1900-talet Sverige Til frekari skýringar má geta þess að samkvæmt núgildandi reglum um efnisorð sænskrar þjóðbókaskrár er tilgangurinn að setja með efnisorðunum fram upplýsingar umfram þær sem koma fram í flokksheitum en ekki tvítaka sömu upplýs- ingar. I LIBRIS-færslunni sést að eiginleg efnisorð eru for- tengd en atriðisorð úr flokkunarkerfi ekki tengd og gildir hið síðarnefnda einnig um BURK-færsluna, það er gert er ráð fyrir að þau megi tengja við leit eftir þörfum notandans. Við þetta má ennfremur bæta því að Borgarbókasafnið í Stokkhólmi hefur sitt eigið efnisorðakerfi og er það byggt upp samkvæmt þeim sjónarmiðum að efnisorðakerfi sé heild- 60 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.