Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 64

Bókasafnið - 01.02.1999, Síða 64
1994. Önnur söfn komu síðar inn í samstarfið eins og nefnt hefur verið og efnisorðaaukningin markaðist þannig faglega af ritum sem lykluð eru á vegum þessara safna. Efnisorðin eru hefðbundin efnisorð sem lýsa efnisinntaki gagna, ennfremur formheiti, svo sem bókaskrá, orðabók, örfilma. I efnisorðaskránni eru landfræðiheiti og annars kon- ar svæðaheiti, heiti úr sögunni, fornleifafundir og fornleifar (svo sem munir), heiti listaverka, guða, goðsögulegra vera og persóna sem aðeins eiga sér tilvist í skáldheimi. Um skáld- sögur gilda sérstakar reglur eftir því hvort um verkin sjálf er að ræða eða umfjöllun um þau. Stofnanaheiti eru ekki tekin upp í efnisorðaskrána né heldur heiti einstaklinga úr sögunni eða Biblíunni. Um slík heiti gilda reglur AACR2 og eru þau skráð og gerð leitarbær samkvæmt eigin efnisorðasviðum í BIBSYS. Efnisorðaskráin tekur ekki upp markaðsheiti á not- endaforritum er tengjast gagnavinnslu (s.s. Word, Word Per- fect, Excel, Access, Power Point). Slík heiti eru skráð sem frjáls efnisorð í svið 691 í marksniðinu. Undantekning frá þessu eru heiti á stýrikerfum, en þau teljast varanlegri heiti og eru því tekin upp í efnisorðaskrá. Efnisorðaskráin á að vera það nákvæm að í henni komi fram öll heiti sem máli skipta á sviði hugvísinda. Henni er ekki ætlað að vera eins nákvæm þegar um jaðarsvið hugvísinda er að ræða, það er þegar um hugtök á fræðisviðum annarra háskóladeilda eða skora er að ræða. Um þetta er vísað til Hjortsæter (1990), kafla 5, 6, 8 og ISO 2788 kafla 6.1. Notað er bókmál í HUMORD og bent er á orðabækur sem stuðst er við. Erlend heiti eru því aðeins notuð að ekki séu til góð og gild norsk heiti eða tökuorð fyrir hugtökin sem um er að ræða. I höfuðatriðum er fylgt þeim viðmiðunarregl- um sem settar eru fram í ISO 2788, - þó með þeirri grund- vallarundantekningu frá alþjóðlega staðlinum, að norsku efn- isorðin skuli almennt notuð í eintölu. Einnig er kveðið á um að þau skuli almennt vera án ákveðins greinis. Nokkur dæmi eru tekin upp um hvenær gera skuli undantekningar frá þessu og nota ákveðinn greini, svo sem þegar um er að ræða kirkjusóknir, sögulega atburði, tímabil og fleira. Þá eru nefnd dæmi um undantekningar frá meginreglunni í HUMORD um eintölunotkun og mælt með fleirtölumynd- um efnisorða þar sem hætta er annars á ruglingi eins og þeg- ar um trúfélög er að ræða annars vegar og hins vegar einstak- linga sem tilheyra þeim. Fleirtala er þá notuð um trúfélagið, svo sem Jehovas vitner. Tekið er fram að um viðmiðunarregl- ur sé að ræða en ekki reglur sem beri stranglega að einskorða sig við. Hvað varðar sérsviðin þjóðfræði, bókmenntir og málvís- indi gilda þar alveg sérstakar reglur eins og að nokkru var áður getið og er um þær sérstaklega vísað til Humord - regler for indeksering til Bibsys. Um þáttgreiningu segir í formála, að í megindráttum sé farið eftir ISO 2788 (Hjortsæter (1990) og Aitchison & Gilchrist) við gerð HUMORD. Nokkuð er fjallað um sam- heiti, andheiti, jafngildi, stigveldi og skyld heiti. Einnig er sérstaklega fjallað um valorð og vikorð og lögð áhersla á ná- kvæm vinnubrögð og samkvæmni í þessu sambandi sem og að öðru leyti við gerð efnisorðaskráa og lyklun, gera til dæm- is ekki vikorð að undir- eða yfirheiti. Ritstjóri HUMORD hefur aðsetur í bókasafni hugvísinda- deildar Oslóarháskóla á Blindern (UBO/HF). Háskólabóka- söfnin þrjú, sem umsjón hafa með efnisorðaskránni, hafa starfandi samræmingarnefnd sem hefur það hlutverk að halda henni við, setja fram ný heiti, fjalla um tillögur um heiti og breytingar á heitum, taka þau upp eða hafna eftir at- vikum tillögum sem koma fram frá BIBSYS-söfnum. Söfn, sem senda inn tillögur um ný heiti eða breytingar á eldri heitum, skulu gera það skriflega á þar til gerðu eyðublaði (skjema 6.1) og er það í beinlínuaðgangi sem hluti af leið- beiningunum með skránni. Sama eyðublað gildir fyrir hvort tveggja: S6.1: Humord termforslag. Ny term/Endring. Ekki þarf að fjalla sérstaklega um heiti sem augljóslega eru tilval- in efnisorð. Ef nefndin telur vafa leika á um réttmæti tillögu getur það safn sem stigveldið heyrir undir skorið úr um hvort heitið, sem um ræðir, skuli tekið upp. Ný efnisorð og breytingar á þeim sem fyrir eru í skránni (til dæmis vikorði breytt í valorð og öfugt) eru kynnt notendum eins fljótt og unnt er. ítarlegur heimildalisti fylgir leiðbeiningunum. HUMORD-efnisorðaskráin er mjög ítarleg á þeim sviðum sem hún spannar og afar faglega unnin. Þegar farið er inn í BIBSYS er valið um frjálsa efnisorðaleit eða leit samkvæmt einu af þremur efnisorðakerfum: Frie/- HUMORD/NTUB/MESH (MESH = Medical Subject Head- ings; NTUB = Norges tekniske universitetsbibliotek). Efnis- svið hefur ráðið því hvaða efnisorðaskrárkerfi söfn/stofnan- ir/deildir hafa kosið að nota og af því leiðir að söfn háskóla- deilda innan sama háskóla kunna að nota mismunandi efnis- orðaskrárkerfi og lykiun fyrir ritakost sinn. Auk þess sem efnisorðaskrárkerfin spanna mismunandi svið er beiting lykl- unar einnig mismunandi. HUMORD gerir ráð fyrir eftir- tengdum efnisorðum, náttúrufræðisöfn nota fortengda lykl- un, það er efnisorðakeðjur samkvæmt fyrirmælum um lykl- un, samanber og efnislykil norska Dewey-kerfisins, norsk þjóðbókaskráning fylgir einnig þeim staðli. MESH er einnig byggður upp samkvæmt reglum um fortengda lyklun, en hann hefur hlotið alþjóðlega útbreiðslu meðal læknisfræði- bókasafna og annarra safna á sviði heilbrigðisvísinda. Þá er rétt að geta efnisorðaskrár sem Þjónustumiðstöð bókasafna (BS = Biblioteksentralen, http://www.bibsent.no/ html/d51.htm) hefur gefið út í tveim bindum, Norske em- neord (1996); Alfabetisk del ; Systemetisk del. Stafrófshluti skrárinnar tekur við af eldri ritum, Alfabetisk emneordreg- ister og Emneordliste, sem gefin voru út 1963-1991. Hlut- verk og umfang nýju efnisorðaskrárinnar er rætt í formála hennar og fjallað um beitingu reglna við lyklun samkvæmt henni. Hlutverk skrárinnar er einkum tvíþætt: - Hún er sjálfstæð efnisorðaskrá og í henni eru flest efnisorð sem eru viðurkennd hjá BIBBI (bókfræðideild þjónustumiðstöðvar) og í notkun 1.3. 1996. - Skráin er jafnframt efnislykill að Dewey (4. norsku útg. 1986). 62 Bókasafnið 23. árg. 1999
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.