Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 68

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 68
Stefanía Júlíusdóttir Að beisla. þekkinguna Með skráningu er þekkingin beisluð og hamin á þann hátt að hægt er að ganga að því sem þörf er á hverju sinni með sem minnstri fyrirhöfn, á skjótan og auðveldan hátt. Þjóðfélag þelckingar og upplýsinga Þróun þekkingarþjóðfélagsins, sem nú er að ganga í garð, byggist á skjótum og auðveldum aðgangi að þekkingu. Þvf er mikilvægt að skráning þekkingar sé með þeim hætti að hægt sé að ganga að henni eftir stöðluðum leiðum hvaðan sem er í heiminum. Mikilvægi staðlaðra skráa eykst í réttu hlutfalli við magn þekkingar, fjölgun efnissviða og stærri og fjölbreyttari notendahópa. Það má því ljóst vera að á tfmum æ hraðari þekkingarmyndunar á öllum efnissviðum, þegar þekking er aðgengileg fyrir alla heimsbyggðina um Lýðnetið (Internetið), er þörf markvissrar og staðlaðrar skráningar. Staðlar eru undirstaðan Stöðluð skráning er forsenda byltingar á aðgangi fólks um Lýðnetið, að útgefinni þekkingu í skrám bókasafna um allan heim. An staðlaðrar skráningar er stöðlun leita torsótt. Hið sama gildir um þá byltingu í fjarskiptum einstaklinga sem á sér stað með notkun upplýsingahraðbrautarinnar svokölluðu (GIH: Global Information Highway).1 Stöðlun er forsenda þeirra fjarskipta og þess að upplýsingahraðbrautin virki.2 Til þess að þekkingarþjóðfélagið blómstri þarf staðlaða skrán- ingu þekkingar, staðlaðar leitaraðferðir og leiðir til þess að senda boð á milli. Aukinni þekkingu á nýjum miðli, sem leiðir af sér aukna framleiðslu þekkingareininga, verður að fýlgja eftir með skilvirkum vistunar- og leitaraðferðum. Það var reyndin þegar prenttæknin kom til sögunnar á Vestur- löndum. Þá komu prentaðar bókaskrár til sögunnar og nýj- ungar í skráningarháttum sem við búum að ennþá. Með nýt- ingu nútíma tölvu- og fjarskiptatækni er sagan að endurtaka sig. Nú er verið að þróa ný auðkennisatriði, bæði svokölluð lýsigögn (metadata) og sérstök auðkenni rafrænna söluein- inga (digital object identifier). Eingöngu það efni sem að- gengilegt er á markvissan hátt um lýðnetið er tækt til „al- vörunota", annað er of torsótt til þess að það borgi sig fyrir viðskipta- og atvinnulífið að eltast við það. Stöðlun skráningarhátta Skráningarhættir bókasafna okkar tíma eiga rætur í hefðum aldanna. Lög um eignarrétt upphafs- eða ábyrgðaraðila á verkum sínum3 og mikilvægi slíkrar eignar á öld þekkingar og upplýsinga festa þær hefðir enn frekar í sessi. Við upphaf skipulagðrar tölvunotkunar við skráningu á bókasöfnum, á sjöunda áratugnum, hafði samvinna við að samræma skráningarreglur í Bretlandi og Bandaríkjunum staðið yfir frá aldamótunum 1900.' Alþjóðleg samvinna við stöðlun á skráningarháttum og vinnulagi við bókfræðilega skráningu hafði staðið yfir frá lokum seinni heimsstyrjaldar- innar á vegum Alþjóðasambands bókasafna IFLA og Menn- ingarstofnunar Sameinuðu þjóðanna UNESCO.5 Bókasöfn víðs vegar um heim voru þá tilbúin til þess að nýta tölvu- tæknina á svo samræmdan hátt að alþjóðlegur markaður var kominn fyrir tilbúin og jafnvel fjöldaframleidd tölvukerfi fyrir bókasöfn, svokölluð reiðukerfi, strax á áttunda áratugn- um. Sum þessara kerfa virkuðu samhæft fyrir marga verk- þætti, svo sem aðföng, skráningu, útlán og leitir, önnur nýtt- ust aðeins við einn verkþátt. Án samræmdra skráningar- hefða, sem voru samþykktar sem alþjóðlegir staðlar eða virk- uðu sem slíkir, hefði þessi þróun ekki náð fram að ganga á svo fáum árum. Hún hefði tekið áratugi. Samanburður við önnur söfn menningararfleifðar Samanburður við aðrar stofnanir, sem geyma heimildir um sögu og menningu þjóða, er áhugaverður. Um 1980 var gerð úttekt á tölvuvæðingu minjasafna í Bandaríkjunum. Þá höfðu tilbúin tölvukerfi, samhæfð fyrir alla verkþætti, verið til fyrir bókasöfn í um áratug. Þegar úttektin var gerð stóðu yfir um 400 stór tölvuvæðingarverkefni í bandarískum minjasöfnum, aðeins örfá þeirra voru líkleg til að ná tilætl- uðum árangri, vegna þess að þeir sem að þeim stóðu gerðu sér hvorki nákvæma grein fyrir því hvað þurfti að gera né með hvaða hætti.6 Á þeim vettvangi ríktu ekki gamalgrónar staðlaðar hefðir sem hægt var að beita tölvutækni við með tiltölulega litlu þróunarstarfi. I sumum tilvikum var ekki einu sinni um samræmda skráningu innan sama safns að ræða,7 hvað þá á landsvísu, að ekki sé nú talað um á veraldar- vísu eins og á bókasöfnum. Mikilvægi bókasafna- slcráa fyrir aðgang að efni Það er til merkis um mikilvægi aðgangs að útgefinni þekk- ingu í skrám bókasafna að á þeirri ógnar- og upplausnaröld sem ríkti eftir frönsku stjórnarbyltinguna var eitt brýnasta verkið talið vera að semja skráningarreglur til þess að hægt væri að gera skrá sem gæfi almenningi yfirlit yfir rit þau sem tekin höfðu verið eignarnámi úr búum valdhafa: einstak- linga, stofnana og klaustra í byltingunni. Þetta voru fyrstu 66 Bókasafnið 23. Arg. 1999
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.