Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 70

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 70
Lýsing söluvöru Bóksalar og útgefendur áttu allt undir því að varan seldist. j Þeir kynntu söluvöruna í skrám sínum, því er ekki að undra að þær skiptu sköpum við að móta skráningarhætti. í þessu sambandi er sérstaklega vert að nefna breska bóksalann Andrew Maunsell. í söluskrá hans árið 1595 var miðað við að hægt væri að finna sama ritið í sömu skránni eftir mörgum leiðum, auk þess sem lýsing hvers rits var ítarlegri en áður hafði tíðkast. Auðkenni notuð í söluskránni eru enn greind í skrám bóksala og bókasafna. Skráningaratriði voru: nafn höf- undar, nafn þýðanda þegar það átti við, nafn prentara eða bóksala, útgáfudagur og form verks. Samræmt höfuð var notað fyrir útgáfur Biblíunnar.24 Uppflettiatriði voru auð- Tilgangur skráningar Tilgangur skráningar var til umræðu bæði á nítjándu og tuttugustu öld. Grunn að stefnumörkun á því sviði lögðu tveir skráningarsnillingar á nítjándu öld. Anthony Panizzi, bókavörður við British Library á Bretlandi, setti árið 1841 fram það grundvallarviðmið í skráningarreglum BL sem nefnt var „91 rules", að rit eigi að skrá sem útgáfu tiltekins verks eftir tiltekinn höfund, ekki sem staka einingu. Sá sem leitar að riti á að sjá skráningarfærslu fyrir það í samhengi við færslur fyrir aðrar útgáfur, þýðingar og gerðir sama rits. Aðeins með því að hafa yfirlit yfir heildina getur notandi valið þá gerð sem honum hentar best.27 Bandaríkjamaðurinn Charles Ammi Cutter setti fram markmið skráningar og Tímafrekt og torvelt er að sækja óbeislaða þekkingu á borð við þekkingu í mörgum upþlýsingaveitum sem aðgengilegar eru um Lýðnetið. Iðulega þarf að fara krókaleiðir til að ná henni. Ljósmynd: SJ, tekin d sléttum Ungverjalands haustið 1997. kennd með leturbreytingu til að auðvelda notkun skrárinnar. j Á 16. öld urðu prentaðar bókaskrár áberandi, áður höfðu þær ( verið handskrifaðar.25 Prentuðu skrárnar stuðluðu að stöðluð- um skráningarháttum. Á miðöldum og fram til þessa tíma höfðu skrár bókasafna verið svo ónákvæmar að ekki var hægt að sjá í þeim hvaða rit voru á bókasafni. Til þess þurfti að fara á bókasafnið og skoða ritin sjálf. Á meðan rit bókasafna voru fá og aukning hæg gátu þeir sem þekktu til munað hvað var til og hvar það var staðsett í bókasafninu. Með aukinni útgáfu og fjölgun rita á bókasöfnum varð skráningin að breytast. Önnur skrá Bod- leian bókasafnsins í Oxford á Englandi, sem kom út 1620, er tímamótaverk að því leyti að þar var í fyrsta sinn, svo vitað sé, miðað við að hægt væri að átta sig á því hvaða verk og hvaða útgáfur þeirra voru til á bókasafninu án þess að fara á safnið sjálft og skoða ritin. Þar var þörf á svo nákvæmri skrá vegna þess að Sir Thomas Bodley, sem tekið hafði að sér að | endurreisa safnið, gat með engu móti séð í fyrri skrá þess hvað var til þar þegar hann var í innkaupaferðum fyrir safn- ið.26 Þessi skrá og sú næsta á eftir höfðu áhrif á skráningar- hætti. leiðir til að ná þeim í skráningarreglum sínum „Rules for a dictionary catalog" 1876. Markmiðin voru: • Að gera notanda kleift að finna rit þegar hann þekkir eitt eða fleiri þriggja eftirtalinna atriða: höfund, titil, efni • Að sýna hvað safnið á: eftir tiltekinn höfund, um tiltekið efni, í tiltekinni gerð bókmennta • Að veita upplýsingar um val rita: varðandi útgáfu (bók- fræðilegar upplýsingar) og varðandi eiginleika (bók- menntalega og efnislega).28 Leiðir til að ná markmiðunum voru: • Gerð höfundarfærslna með nauðsynlegum tilvísunum • Gerð titilfærslna og tilvísana, gerð efnisfærslna, tilvísana og gerð flokkaðs efnisyfirlits, gerð formfærslna og tungu- málafærslna • Greining útgáfu og prentunar og gerð athugasemda. Markmið þessi voru lögð til grundvallar hlutverki skráa eins og það var skilgreint í samþykkt Parísarfundarins (IFLA, International Conference on Cataloguing Principles 1961) og eru einn liður í frumreglum um skráningu: Skrá skal vera tæki er veitir greiða og örugga vitneskju um: a) hvort bókasafn á tiltekið rit, auðkennt með 68 Bókasafnið 23. Arg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.