Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 71

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 71
b) höfundi og titli, eða c) ef höfundur er ekki greindur í riti, titlinum einum sam- an, eða þegar heiti höfundar og titils eiga ekki við eða eru ófullnægjandi sem auðkenni, viðeigandi ígildi titils. Og: a) hvaða verk tiltekins höfundar og b) hvaða útgáfur tiltekinna verka eru til í bókasafninu.2930 Parísarreglurnar bera þess merki að þær voru samþykktar rétt áður en farið var að nota tölvutækni við skráningu á bókasöfnum. Brýn þörf var orðin á bættum aðgangi að út- gáfuritum í skrám bókasafna, sérstaklega aðgangi eftir efni, þegar í lok nítjándu aldar. Þekkingin óx hröðum skrefum, útgáfúritum fjölgaði, fjöldi notenda jókst með auknu læsi al- mennings og fleiri og betri almenningsbókasöfnum. Tækni- lega var ekki hægt að bæta aðganginn fyrr en á seinni hluta tuttugustu aldarinnar með tilkomu tölvutækninnar. Þá gerðu tækniframfarir mögulegt að beisla þekkinguna enn betur með gerð betri skráa. Fram til þess tíma þurfti að not- ast við hefðbundna tegund spjaldskráa, sem var ófullnægj- andi miðað við þarfir notenda. Auk þess var viðhald þeirra mörgum árum á eftir tímanum í stærstu bókasöfnum. Nú í lok 20. aldar eru komin bókasafnstölvukerfi sem gera allar nauðsynlegar tengingar milli færslna í sömu skrá mögulegar (til dæmis http://voyageur.library.hbs.edu), auk þess að gera tengingar í aðrar skrár mögulegar og í efnið sjálft þegar það er í tölvutæku formi. Möguleikar hinnar nýju tækni eru slík- ir að hana er bara rétt byrjað að nýta. Sérhæfing, fagfélög, fagskólar og áhrif stóru alfræðibólcasafnanna | Mikil gróska var í skráningarstarfi á 19. öld. Á stórum bóka- söfnum sérhæfðu tilteknir starfsmenn sig í skráningu, sem er J fyrsta sérhæfða starfið á bókasöfnum. I framhaldi af því urðu til sérstakar skráningar- og flokkunardeildir á stórum bóka- söfnum, til dæmis í bókasafni Harvard-háskóla árið 1859.31 Stofnun bókavarðafélaga bæði austan hafs, Library Associ- ation (1877) og vestan hafs, American Library Association (1876) hafði áhrif á skráningarhætti því bæði félögin beittu sér fyrir samningu og útgáfu skráningarreglna. Það gerði einnig Bókavarðafélag íslands með útgáfu Skráningarreglna bókasafna árið 1970. í lok 19- aldar komu svo bókavarða- | skólar til sögunnar. Sá fyrsti var Columbia School of Library Economy, stofnaður 1887,32 og var þá meðal annars farið að kenna reglur við skráningu. Skráningarhættir stórra alfræði- bókasafna hafa einnig haft gífurleg áhrif á þróun skráningar á þessari öld. Mest hafa áhrif Library of Congress orðið. Það safn hóf sölu skráningarspjalda um aldamótin 1900. Skrán- ingarhættir þess mótuðu skráningarhætti þar í álfu og síðar um alla heimsbyggðina. British Library hóf ekki slíka sölu fyrr en 1956,33 Hér á landi hófst sala skráningarspjalda ekki fyrr en á áttunda áratugnum. Stöðlun skráningarhátta, miðskráning, betri aðgangur Utgáfurit hafa verið fjöldaframleidd í um fimm aldir. Flest atriði, sem máli skiptir að taka upp í skráningartexta, eru greind á staðlaðan hátt á vísum stað: á titilsíðu, bakhlið hennar eða titilsíðuígildi. Það liggur því beint við að staðla meðferð þeirra í skrám bókasafna, bóksala og forlaga og að samnýta skráningarvinnuna. Sem fyrr getur hófst milliríkja- samvinna um gerð skráningarreglna um aldamótin 1900 og alþjóðleg samvinna eftir síðari heimsstyrjöldina. I upphafi þess starfs var ekki vitað hve langt væri raunhæft að stefna samræmingaraðgerðum. Rannsóknir voru gerðar á vinnulagi í bókasöfnum til að kanna hversu langt ætti að ganga við stöðlun og haldnir fjölmargir fundir og ráðstefnur til að ræða þessi mál. Meðal þess sem áunnist hefur eru sameiginlegar frumreglur um val og nafnmynd höfuðs og val raðorðs í staf- rófsröðuðum skrám, sem samþykktar voru á Parísarfundin- um 1961. Þær eru nú í endurskoðun. Einnig má nefna al- þjóðlega staðla um bókfræðilega lýsingu (International standard bibliographic description ISBD), sem gerðir hafa verið fyrir margar tegundir útgáfurita og annars efnis. I þeim kemur fram hvaða atriði á að greina í skráningartexta fyrir hinar ýmsu heimildir, hvert á að sækja upplýsingar um þau í því riti sem til skráningar er, hvaða vægi hvert skráningarat- J riði hefur og hvernig skráningin er birt í prentuðum skrám á pappír eða örformi. Vinna við ISBD staðlana hófst í kjölfar Kaupmannahafnarfundarins 1969 og kom fyrsti staðallinn út 1971. Alþjóðlegur staðall um gerð skráningarsniða fyrir skráningu í tölvu (ISO 2709) kom síðan út 1981. I samræmi vð hann eru svokölluð marksnið (MAchine Readable Cata- loging) gerð. Nú er einnig kominn ISO staðall um leitir J (ISO 23950:1998). Ensk-amerísku skráningarreglurnar eru samdar í samræmi við ofangreinda staðla. Þær virka sem al- þjóðlegur staðall og komu út í einni sameiginlegri útgáfu árið 1978 og taldist það önnur útgáfa þeirra. Á um tveimur áratugum var hægt að staðla skráningu á efni bókasafna á heimsvísu og leitir vegna þess hve líkir skráningarhættir, sem þróast höfðu í aldanna rás, voru. í ann- ars konar söfnum, til dæmis listasöfnum og minjasöfnum, voru safngripir ekki fjöldaframleiddir í sama mæli og þess j vegna komst ekki á samnýting skráningarfærslna og stöðlun. Enda þótt gripirnir séu ekki þeir sömu eru helstu atriðin, sem skrá þarf um hvern þeirra, þau sömu og því er hægt að j staðla skráningu þeirra á sama hátt og þá jafnframt leitir. Alþjóðleg stöðluð númer og skráningarstaðlar Alþjóðleg stöðluð bókarnúmer (ISBN) og alþjóðleg stöðluð tímaritsnúmer (ISSN) voru þróuð af útgáfuiðnaðinum á seinni hluta sjöunda áratugarins sem einstök auðkenni á til- tekinni sölueiningu. Þau voru gerð fyrir lagerhald og af- greiðslu pantana hjá dreifingaraðilum og útgefendum. Síðan Bókasafnið 23. Arg. 1999 69
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.