Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 75

Bókasafnið - 01.02.1999, Qupperneq 75
Bókin r mín Nokkrir bókaverðir og aðrir lestrarhestar voru beðnir um að skrifa um bók eða bækur sem eru þeim sérstaklega minnisstæðar. Máttu bækurnar vera nýútgefnar eða gaml- ar, erlendar eða íslenskar; eina skilyrðið var að þær hefðu gef- ið lesandanum mikið. Hér er því skrifað um bækur sem lesa má oftar en einu sinni. Arnaldur Sigurðsson A History of Reading „Eg hef leitað hamingjunnar hvar- vetna," játaði Thomas á Kempis snemma á fimmtándu öld, „en ég hef hvergi fundið hana nema í litlu horni með litla bók.“ Portúgalska skáldið Fernando Pessoa nóteraði aftur á móti hjá sér fxmm hundruð árum seinna: „Ég hef komist að þvi' að lestur er háttur þrælsins við að láta sig dreyma. Þurfi ég á draum- um að halda get ég eins notast við mína eigin.“ Ef ég þekki lesendur Bókasafnsins rétt fallast þeir ekki á slfkar öfgar, en taka fremur undir með Aristótelesi, að meðal- hófið sé hin rétta leið. Mér, ásamt nokkrum öðrum, hefur verið falið að fjalla í stuttu máli um áhugaverða bók. Fyrir valinu hefur orðið rit Alberto Manguel, A History of Reading, sem kom fyrst út í Bretlandi fyrir þremur árum. Bók Manguel geymir hafsjó fróðleiks og skemmtilegheita um bækur, bókasöfn, einstaka lesendur og lestrarvenjur í aldanna rás, auk hugleiðinga um eðli athafnarinnar að lesa. Það er til dæmis athyglisvert fyrir okkur nútímalesendur, sem höfum vanist því að lesa í hljóði, að rifja það upp að slíkur lesháttur heyrði til undantekninga allt fram á tíundu öld. Almennt lásu menn upphátt. Ef marka má Plutark urðu hermenn Al- exanders mikla gáttaðir þegar þeir sáu leiðtoga sinn lesa bréf frá móður sinni í þögn. Ágústínus minnist þess í Játningum sínum að Ambrósíus hafi lesið án þess að bæra varirnar. Af þessu leiðir að boðorð okkar um þögn á bókasafninu hefði hljómað sem argasta fjarstæða í eyrum notenda bókasafnsins í Alexandríu — þar rfkti skvaldrið. Það er alkunna að tilhugs- unin um bókaleysi vekur ugg í brjósti bókamannsins. Ofga- fullt dæmi er tíundu aldar maðurinn Abdul Kassem Ismael, stórvesír af Persi'u. Hann vildi ógjarnan skilja við safn sitt, sem taldi 170.000 bindi, og lét því fjögur hundruð úlfalda, sem höfðu hlotið þjálfun í að ganga í réttri stafrófsröð, fylgja sér á ferðalögum sínum. Saga lestursins er sneisafull af atvikssögum, og Manguel hefur fádæma gott lag á því að gæða þær merkingu. Bókin er laus við þá tegund smásmygli sem einkennir suma skóla- sagnfræði, hún er vitnisburður um lærdóm höfundar og frjótt ímyndunarafl. Að mínu mati er hér um að ræða skyldulesningu fyrir alla bókaverði, sem og aðra ástríðufulla lesendur og við hæfi að ljúka pistlinum með tilvitnun í Jak- ob forlagasinna eftir Denis Diderrot: „En hver á að vera meistarinn? Höfundurinn eða lesandinn." Guðrún Pálsdóttir o Ake och hans várld Núna í augnablikinu er aðeins ein bók á náttborðinu mínu og er það óvenjulegt. Þær eru þar venjulega fjórar eða fimm. Við stofnuðum les- hring núna fyrir jólin, tíu samstarfs- menn á RALA, keyptum hvert eina nýja íslenska bók og síðan gengu þær á milli. Auk þess las ég Angela’s Ashes, sem ég ætlaði að skrifa um en sá að Kristín Geirsdóttir hafði fjall- að um hana í síðasta Bókasafni svo ég læt mér nægja að lýsa því yfxr að ég er henni sammála um ágæti bókarinnar. Ég á mér margar uppáhaldsbækur og persónur líka, eins og Bjart í Sumarhúsum, en það væri að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um hann. Við eigum marga frábæra höfunda en ég ákvað að fjalla um sænska bók en þær hef ég lesið margar undanfarin ár. Ein þeirra heitir Áke och hans várld og er eftir Bertil Malmberg. Hún var fyrst gefin út árið 1935 en aftur 1991 og þá prýdd teikningum eftir Adolf Hallman. „Det satt en liten pojke i kná hos sin fader, och han hette Áke ...“ Þannig hefst bókin og hún segir frá Áka, sem er fimrn ára, og umhverfi hans. Veröid Áka er lýst af ákaflega mikilli næmni og innsýn. Hann er að uppgötva heiminn: óttann, samviskubitið, fyrirgefninguna og gleðina. Bókin fjallar ekki bara um Áka. í henni er einnig lýst sumu af fólkinu í þorp- inu og aðstæðum þess, til dæmis systkinunum fimm sem alltaf hegðuðu sér vel og Áka var stundum bent á að taka sér Bókasafnið 23. Arg. 1999 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.