Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 81

Bókasafnið - 01.02.1999, Blaðsíða 81
Bókarýni Hörður Ágústsson. Islensk byggingararfleifð I. Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940. Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998. 1 i að er ekki á hverjum degi sem íslendingar W hrökkva úr skorðum af hrifningu, skrifaði Hall- I dór Laxness eitt sinn! En það henti mig rækilega er ég rýndi í íslenska byggingararfleifi I eftir Hörð Á- gústsson listmálara og fræðimann en Húsafriðunarnefnd rík- isins gaf bókina út á síðastliðinni jólaföstu. Hlaut hann — góðu heilli - Islensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræði- rita nú á þorra. Bókin er grundvallarrit um húsagerðarsögu okkar Islendinga frá 1750-1940 og byggist á umfangsmikl- um rannsóknum höfundar í rúma fjóra áratugi. Islensk bygg- ingararfleifð I er augnayndi á að líta og einstakt menningar- legt stórvirki. Hörður Ágústsson stundaði listnám á íslandi og víða er- lendis, meðal annars í París. Áratugum saman hefur hann fengist við rannsóknir á sögu ís- lenskrar byggingarlistar og tekið virkan þátt í húsafriðunarmálum. Hann fékk rannsóknarstyrk úr Vís- indasjóði árið 1962 til að kanna ís- lenska byggingarlist. Næstu fimm árin ferðaðist hann um Island til að skoða, mynda, teikna og mæla upp íslenskan húsakost auk þess að vera listmálari, skólastjóri og kennari. Islensk byggingararfleifð verður tvö bindi. Fyrra bindið er í stóru broti, 440 síður og ríkulega prýtt ljós- myndum og teikningum. I þessu bindi eru tímamörkin miðuð við elstu varðveittu húsin hérlendis, sem risu af grunni skömmu eftir miðja 18. öld. Seinni mörk bókarinnar mið- ast við upphaf hernámsins árið 1940. Segja má að húsagerðarsagan sé rakin í tímaröð en henni er einnig skipað eftir efniviði húsanna. Þá fá kirkjur frá þessum tíma sérstaka umfjöllun. I síðara bindinu kemur varðveisluannáll, þar sem rakin verður meðal annars saga húsafriðunar á íslandi, við- gerðarsaga í aldursröð og brýnustu úrlausnarverkefni. Hörður hannar bókina sjálfur og ber hún höfundi sínum fagurt vitni strax á kápusíðu, en þar er húsagerðarsagan ís- lenska sögð á hnitmiðaðan hátt í níu ljósmyndum, allt frá Glaumbæ í Skagafirði til Þjóðleikhússins í Reykjavík. Fyrstu þrjár myndirnar sýna arfleifð og þróun torfbæjanna, þá timb- urhúsanna og loks stein- og steinsteypuhúsanna. Bókin skiptist í: formála, aðfaraorð, sjö aðalflokka, lokaorð, heim- ildir, upplýsingar um myndir, mannanöfn, atriðisorð og „English summary". Islensk byggingararfleifð I hefst á ítarlegum formála höf- undar, þar sem hann greinir meðal annars frá því er hann settist í nýstofnaða Húsafriðunarnefnd árið 1970 og þá var ekki aftur snúið. Árið 1978 leggur Hörður pensilinn á hill- una og frá þeim tíma hefur hann helgað sig byggingarsögu- legum rannsóknum. Má þar nefna hinar þrjár miklu bækur hans um Skálholt. I aðfaraorðum fjallar Hörður Ágústsson meðal annars um vanda brautryðjandans að ráðast á óplægðan akur, til dæmis nýyrðasmíð áður en hefðbundin stíláhrif koma. Mörg orð f atriðisorðaskránni koma manni ókunnugleg fyrir sjónir, til dæmis krappi eða kómentuhjallur svo eitt- hvað sé nefnt. Orðaforði lesandans eykst við lesturinn. Höfundur hug- leiðir og útskýrir ýmis hugtök og leitast við að svara spurningum sem vakna, til dæmis hvers eðlis er hús, hvað er byggingarlist og í hvaða merkingu má nota orðið „klassík" við íslenskar aðstæður? Teikningar og myndir af einkennum og skreyti klassíkur prýða aðfaraorðin. Aðalflokkar bókarinnar eru sjö: torfbærinn, torfkirkjur, timburhús, timburkirkjur, steinhús og stein- kirkjur, steinsteypuhús og stein- steypukirkjur. Þessir aðalflokkar skiptast í marga undirflokka sem gerir bókina mjög handhæga til að fletta upp ákveðnum atriðum og efnisþáttum, til dæmis timburhús — gluggar svo eitthvað sé nefnt. Undantekning frá reglunni er kaflinn um steinhús og steinkirkjur, en þar er undirskipting ekki viðhöfð vegna þess hve hús í þessum flokki eru fá þar sem steinhúsaöld stóð mjög stutt. Heimilda er getið jafnóðum í texta neðanmáls og síðan er löng og ítarleg heimildaskrá í bókarlok enda er bókin af- rakstur fjörutíu ára rannsókna. Höfundur nefnir prentaðar heimildir, fjölrit og óprentaðar ritgerðir, þá getur hann um íslensk byggingararfleifð I Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940 Húsafriðunarnefnd ríkisins Bókasafnið 23. Arg. 1999 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.