Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Side 89

Bókasafnið - 01.02.1999, Side 89
Viðbót við Bókasafnsfrœðin<gatal Olga Harðardóttir bókasafnsfræðingur Formaður ritnefndar Bókasafnsfræðingatals, Kristín H. Pétursdóttir, fór þess á leit við ritstjóra Bókasafnsins, að birt yrði æviágrip Olgu í blaðinu þar sem enginn nefndarmanna vissi af þessum starfsfélaga fyrr en eftir útgáfu bókarinnar í apríl 1998. Olga stundaði sitt nám og starf á sviði bókasafnsfræði að mestu leyti erlendis. OLGA HARÐARDÓTTIR f. 3. júní 1960 í Reykjavík, d. þar 11. ágúst 1998. Uppeldisstaður: Reykjavík. Búseta: Helsinki, Stokkhólmur, Reykjavík. For.: Hörður Bergþórsson, stýrimaður, lengst af á Þorsteini RE, búsettur í Reykjavík, f. 30. nóv. 1922 á Akureyri, d. 10. nóv. 1986 í Reykjavík, og k.h. Sigrún Lovísa Sigurðar- dóttir, húsfreyja, starfstúlka á St. Jósepsspítala í Reykja- vík, f. 28. apríl 1922 á Isafirði. Föðurfor.: Bergþór Bald- vinsson, verkamaður á Akureyri, f. 12. des. 1889 á Sörlastöðum, Hálshr., S.- Þing., d. 25. nóv. 1963 í Reykjavík, og k.h. Olga Olgeirsdóttir, húsfreyja á Akureyri, f. 18. maí 1894 á Efri-Dálksstöðum, Sval- barðsstrandarhr., S.-Þing., d. 16. jan. 1952 á Akureyri. Móðurfor.: Sigurður Sigurðsson, sjómaður, hafnarvigtar- maður á Isafirði, síðar búsettur í Reykjavík, f. 22. mars 1896 á Kleifum, Súðavíkurhr., N.-fs., d. 4. des. 1987 í Reykjavík, og k.h. Guðrún Guðmundsdóttir, húsfreyja á Isafirði, síðar búsett í Reykjavík, f. 2. sept. 1895 á Þúfusteini á Hellis- sandi, d. 19. júlí 1982 í Reykjavík. Nám: Stúdent máladeild MR 1980. B.A.-próf í frönsku og finnsku HÍ okt. 1988. Lokapróf í bókasafnsfræði Högskolan i Borás 1989- Nám í frönsku í Strassborg 1981-82. Nám í finnsku Helsingin Yljapisto 1984-85. Störf: Starfsmaður Nordisk Konstcentrum í Sveaborg í Finnlandi 1985-87. Starfs- maður Svenska Sprákinsti- tutet í Stokkhólmi 1986- 87. Bókasafnsfræðingur í læknisfræðibókasafni í Stokkhólmi 1988-90. Bóka- safnsfræðingur á SIPRI, Stockholm International Peace Research Institute, í Stokkhólmi frá sept. 1990- 97. Sá m.a. um efnislyklun tímarita og uppbyggingu gagnagrunna. Aðstoðarmað- ur við ýmis rannsókna- verkefni stofnunarinnar. Starfsmaður Mynda- og greinasafns Morgunblaðsins frá okt. 1997 til dauðadags. Maki: 7. jan. 1995, George Alexander Serna Marchán, próf í læknisfræði frá Rúmeníu, læknir í Stokkhólmi, síðar búsettur í Reykjavík, f. 16. maf 1954 í Kolumbíu. Sonur þeirra: Róbert Alexander Alexandersson f. 3. nóv. 1992 í Stokkhólmi, búsettur í Reykjavík. Skyldleiki eða vensl við aðra bókasafnsfræðinga: Val- gerður Höskuldsdótdr og Olga eru af 2. og 3. ættlið (faðir Valgerðar föðurbróðir Olgu). Heimildir: Ættartal Höskulds Baldvinssonar. Minningar- greinar í Morgunblaðinu 21. ágúst 1998. Bókasafnið 23. Arg. 1999 87

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.