Bókasafnið


Bókasafnið - 01.02.1999, Page 90

Bókasafnið - 01.02.1999, Page 90
Tímaritið BÓKASAFNIÐ Samningur útgefenda Útgefendur Bókavarðafélag Islands (BVFI) og Félag bókasafnsfræðinga Hlutverk og markmið 1. Hlutverk Bókasafnið er málgagn bókasafnsfræðinga, bókavarða og áhugamanna um bókasafna- og upplýsingamál. 2. Útgáfutíðni Bókasafnið er ársrit og komi út eigi síðar en í maí ár hvert. 3. Útbreiðsla Ritnefnd leitast við að vinna að aukinni útbreiðslu blaðsins, t.d. með dreifmgu á kynningareintökum og með lausasölu. Stjórnun 1. Ritnefnd Ritnefndin sér um að gefa út og dreifa Bókasafninu. Ritnefnd starfar sjálfstætt og ber faglega og fjárhagslega ábyrgð gagnvart BVFI og FB. Ritnefnd Bókasafnsins er samstarfsnefnd, skipuð fímm fulltrúum, tveim frá hvorum útgáfuaðila ásamt ritstjóra. Skipunartími hvers ritnefndarfull- trúa er a.m.k. tvö ár. Hvor útgáfuaðili tilnefnir einn ritnefndarmann ár hvert að höfðu samráði við ritstjóra. Utgefendur skiptast á um að tilnefna ritstjóra þegar það á við til 3ja ára með möguleika á framlengingu í allt að þrjú ár. Ritnefnd kemur saman a.m.k. einu sinni fyrir sumarleyfi ár hvert og skiptir með sér verkum. Ritnefnd kýs m.a. ritara og gjaldkera úr sínum hópi. Nefndarmenn annast söfnun greina og mynda, lestur prófarka og sjá um öflun auglýsinga. Ritnefnd skal hefja störf að hausti (í sept.). Hafa skal samband við ritstjórn eigi síðar en 1. nóv. varðandi birtingu efnis. Ritnefnd skilar endurskoðuðum reikningum (rekstrarreikningi, ársreikn- ingi) og starfsskýrslu vegna útgáfu Bókasafnsins til útgáfuaðila og kynnir á aðalfundi FB og ársþingi BVFÍ. 2. Ritstjóri Ritstjóri er ábyrgðarmaður blaðsins. Hann er formaður ritnefndar og kallar hana saman til funda. Ritstjóri annast samskipti við prentsmiðju og leitar jafnan hagstæðasta tilboðs í samráði við gjaldkera. Hann býr handrit til prentunar og skiptir verkum með nefndarmönnum, s.s. prófarkalestri og umsjón með netútgáfú. Ritstjóri gerir skýrslu um störf ritnefndar í lok hvers starfsárs og skilar til útgáfuaðila fyrir aðalfund FB og ársþing BVFÍ. 3. Ritari Ritari semur fundargerðir ritnefndar og sendir nefndarmönnum. 4. Gjaldkeri Gjaldkeri sér um fjármál Bókasafnsins. Hann gerir fjárhagsáætlun í samráði við aðra nefndarmenn og tekur saman ársreikninga. Gjaldkeri innheimtir áskriftir og auglýsingar og greiðir kostnað við blaðið, s.s. prentun, gíróseðla o.fl. Fjármál og bókhald 1. Útgáfukostnaður Stefnt er að því að auglýsingatekjur standi undir kostnaði við útgáfu blaðsins. Gangi það ekki eftir skal haft samráð við stjórnir félaganna áður en til fjárhagslegra skuldbindinga kemur. Utgefendur greiða þá áskriftargjöld, sbr. 4. lið hér að neðan. / 2. Utsendingarkostnaður Greiða skal burðargjald samkvæmt hagstæðustu kjörum hverju sinni. 3. Auglýsingar Ritnefnd ákveður verð auglýsinga. Stefna ber að því að þær verði um 20% af stærð blaðsins. 4. Askriftir Standi auglýsingatekjur undir útgáfukostnaði og öðrum gjöldum sem tengjast útgáfu blaðsins, sbr. 6. og 7. lið, falla áskriftargjöld félaganna niður. Uppgjör skal fara fram vegna hvers tölublaðs um sig. Innheimtu á áskriftar- gjöldum félagsmanna verði háttað þannig að útgefendur greiða kostnað á þann veg að hlutfall félaganna af greiðslunni er FB: 40%, BVFÍ: 60%. 5. Hagnaður af útgáfu Hagnaður af útgáfu Bókasafnsins skal í samráði við útgefendur lagður í sjóð til eflingar tímaritinu og annarri útgáfustarfsemi félaganna. Ef tap verður á útgáfu þegar tekjur og gjöld hafa verið gerð upp og sjóður hefur verið tæmdur skulu útgáfuaðilar skipta með sér útgjöldunum, sbr. grein 1 og 4. 6. Þóknanir til ritnefndar Ritstjóri fær andvirði einnar baksíðuauglýsingar fyrir vinnu og kostnað við hvert tölublað, gjaldkeri og umsjónarmaður netútgáfu jafnvirði hálfsíðuaug- lýsingar í svarthvítu og aðrir í ritnefnd fái sem nemur hálfri þeirri upphæð. 7. Þóknanir fyrir greinar Stefnt skal að því að greiða þóknanir fyrir efni blaðsins. Ritnefnd ákveður upphæð þóknana fyrir greinar og útdrætti á ensku í samráði við útgefendur ef fjárhagsstaða tímaritsins leyFir. 8. Endurskoðendur BVFÍ og FB tilnefna hvort sinn endurskoðanda að bókhaldi. 9. Gildistaka og endurskoðunarákvæði Til þess að reglur þessar öðlist gildi þarf að samþykkja þær í stjórnum FB og BVFÍ. Reglurnar skulu endurskoðaðar ef annar útgáfuaðili eða ritnefnd óska þess. Reykjavík, 3■ mars 1999, Samþykkt ístjóm BVFÍ, 19. febrúar 1999 Samþykkt istjóm FB, 11. febrúar 1999 Þórdis T. Þórarinsdóttir, Gunnhildur Manfreðsdóttir, fonnaðtir BVFÍ fomiaður FB (sign.) (sign.) 88 Bókasafnið 23. árg. 1999

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.