Bókatíðindi - 01.12.2012, Page 103
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 1 2 Ljóð og leikrit
101
Blóðhófni, hlaut hún Íslensku
bókmenntaverðlaunin og til-
nefningu til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs.
86 bls.
FORLAGIÐ
Mál og menning
ISBN 978-9979-3-3311-1
Svo mjúkt er grasið
Ása Ketilsdóttir
Ása Ketilsdóttir er þekkt
kvæðakona. Hún yrkir í hefð-
bundnum stíl, oft um fólkið
í kringum sig, náttúruna
og æskuslóðirnar í Aðaldal.
Ljóðin einkennast af liprum
stíl og næmri tilfinningu fyrir
íslenskri náttúru og ljóða-
hefð.
64 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-063-7 Kilja
Teikn
Guðrún Hannesdóttir
Tilfinningin í ljóðum Guðrún-
ar er ávallt skörp, stundum
alvöruþrungin en þó oftar
kímin. Þetta er þriðja ljóða-
bók hennar og hefur hún
hlotið frábæra dóma gagn-
rýnenda og fékk árið 2007
Ljóðstaf Jóns úr Vör.
62 bls.
Salka
ISBN 978-9935-17-058-3 Kilja
Tuttugu þúsund flóð
Þorlákur Karlsson
Myndir: Soffía Sæmundsdóttir
Barátta veiðimanns við
laxinn í Ölfusá er myndræn
og spennandi. Hún heldur
ungum manni föngnum og
mynd hennar lifir enn tutt-
ugu þúsund flóðum síðar.
Saman við lifir minningin um
frændann sem trúir á Þuríði
formann, sandlúku í eilífð-
inni og net sem lögð eru fyrir
kaupakonu, svo hárfín að
hún finnur ekki fyrir því. Lista-
konan Soffía Sæmundsdóttir
hefur hér klætt ljóð Þorláks í
listrænan búning.
84 bls.
Útgáfufélagið Sæmundur
ISBN 978-9935-9014-7-7
Leiðb.verð: 5.990 kr.
Vegurinn um
Dimmuheiði
Kristian Guttesen
Vegurinn um Dimmuheiði er
sjöunda ljóðabók höfundar,
en meðal fyrri bóka eru Lit-
brigðamygla frá árinu 2005
og Glæpaljóð frá árinu 2007.
Kristian hefur frá tvítugs-
aldri birt sögur og ljóð í
tímaritum og dagblöðum á
Norðurlöndum. Verk hans
hafa verið þýdd á albönsku,
dönsku, ensku, frönsku,
norsku og spænsku. Í Veg-
inum um Dimmuheiði eru
tuttugu og tvö frumort og
eitt þýtt ljóð.
62 bls.
Deus
ISBN 978-9979-9823-1-9
Leiðb.verð: 2.499 kr. Kilja
Vísnagátur
Páll Jónasson
Í þessari bráðsnjöllu bók eru
120 vísnagátur sem margir
munu vafalaust spreyta sig
á. Margar af þrautunum eru
hreinasta snilld og því ætti
engum að leiðast sem tekur
sér þessa bók í hönd.
64 bls.
Bókaútgáfan Hólar
ISBN 978-9935-435-11-8
Leiðb.verð: 2.280 kr.
Þar sem vindarnir
hvílast og fleiri
einlæg ljóð
Dagur Hjartarson
Þessi fyrsta bók höfundar
hlaut Bókmenntaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar í
ár. Lágstemmd, afslöppuð og
áreynslulaus ljóð, sem ein-
kennast af tærleika, bjartsýni
og ást … en líka lúmskum
trega og óvæntum sársauka.
Nýtt skáld er mætt til leiks.
34 bls.
Bjartur
ISBN 978-9935-423-80-1 Kilja