Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 3

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 3
Barnabækur MYNDRÍKAR IB 5 mínútna ævintýrasögur Höf: Walt Disney Fjörugar sögur af fjölmörgum skrautlegum karakterum. 160 bls. Edda útgáfa IB Aldrei smella risaeðlu Höf: Rosie Greening Þýð: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Þú mátt aldrei smella risaeðlu nema í þessari bók! Sniðug bók með smellum sem litlir fingur geta leikið með. Þroskar f ínhreyfingar og vekur gleði. 10 bls. Unga ástin mín IB Allt annar handleggur Höf: Áslaug Jónsdóttir Þegar teiknari og rithöfundur verður fyrir því óláni að handleggsbrotna eru góð ráð dýr. Í þessu tilfelli varð óhappið kveikjan að myndasyrpu með 34 persónum, en leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur og hirslur á heimilinu. Við þessa flóru bættust síðan limrur til að túlka mismunandi persónur. Óvenjuleg og bráðfyndin bók! 76 bls. Dimma IB Amma, hvert fara fuglarnir á nóttunni? Höf: Oddbjörg Ragnarsdóttir Myndh: Harpa Stefanía Róbertsdóttir Dísa fer stundum í heimsókn til ömmu sinnar og af og til fær hún líka að gista hjá henni. Í einni slíkri heimsókn kemst Dísa að ýmsu um fugla og fólk. Og hvað það getur verið skemmtilegt að hitta ömmu sína, því ömmur vita ýmislegt. 35 bls. Gudda Creative IB Bára og bæði heimilin Höf: Sólborg Guðbrandsdóttir Myndh: Addi nabblakusk Bára er fjörug, fimm ára stelpa sem á tvö svefnherbergi, tvö rúm, tvo tannbursta og heilan helling af böngsum! Hún á nefnilega ekki eitt heimili heldur tvö. – Bók sem hjálpar okkur að skilja aðeins betur hvernig það er að eiga tvær fjölskyldur. „Loksins bók fyrir vikuvikubörnin! Sönn lýsing og fyndin í bland.“ / Hallgrímur Helgason, rithöfundur. 50 bls. Sögur útgáfa SVK Lauflétt að lesa Bekkurinn minn 5: Leonora Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndh: Iðunn Arna Þessi bók fjallar um Leonoru og orðróminn um varúlfinn í skólanum. 36 bls. Bókabeitan SVK Lauflétt að lesa Bekkurinn minn 6: Unnur Lea Höf: Yrsa Þöll Gylfadóttir Myndh: Iðunn Arna Þessi bók fjallar um Unni Leu og jólaskemmtun bekkjarins. 35 bls. Bókabeitan HSP Bestu vinir Fyrsta Múmínbókin mín Höf: Tove Jansson Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Múmínsnáðinn er dapur í bragði. Snúður, besti vinur hans, er farinn. Hann er aldrei í Múmíndal á veturna. Múmínsnáðinn er alltaf leiður þegar Snúður fer. En sem betur fer á hann fleiri vini ... Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 16 bls. Ugla IB Blæja - Góða nótt leðurblaka Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Blæju langar alls ekki að fara að sofa! Þrátt fyrir að það sé kominn háttatími. Hvað ætli gerist í draumkenndu kvöldævintýri hennar? 32 bls. Unga ástin mín B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 3GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR Barna- og ungmennabækur Myndríkar

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.