Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 4

Bókatíðindi - 01.11.2023, Side 4
IB Dýrin - fyrstu orðin mín Höf: Kathryn Jewitt Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Allra yngstu börnin munu njóta þess að skoða hin ýmsu dýr en um leið auka samhæfingu handa og augna, málskilning og uppfylla snertiþörf sína. 14 bls. Unga ástin mín IB Dýrlegt ímyndunarafl Höf: Huginn Þór Grétarsson Lísa litla er fjörkálfur sem hermir eftir dýrunum. Hún öskrar eins og ljón, hoppar um hress og kát eins og kengúra og apar meira að segja eftir apa! Í bókinni ber að líta litrík og skemmtileg dýr í bland við fjörugt ímyndunarafl. Útkoman er auðvitað kostuleg! Að bregða á leik er barnanna kúnst. 34 bls. Óðinsauga útgáfa IB Einstakt jólatré Höf: Benný Sif Ísleifsdóttir Myndir: Linn Janssen Öll fjölskyldan heldur út í skóg á aðventunni í leit að fullkomnu jólatré. Sitt sýnist hverjum um hvaða tré skuli velja en á endanum er það Unnsteinn sem fær að ráða. Hugljúf saga um fegurðina í því einstaka eftir Benný Sif Ísleifsdóttur með heillandi myndum Linn Janssen. 40 bls. Forlagið - Mál og menning IB Handhafi Barnabókaverðlauna Reykjavíkur 2023 Einu sinni var Mörgæs Höf: Magda Brol Þýð: Baldvin Ottó Guðjónsson Dag einn hrasar Magni mörgæs um stóran, rauðan, blaktandi-flaktandi hlut sem ekkert gagn virðist gera. En með því að stara nægilega lengi á skrítnu táknin sem hluturinn hefur að geyma lýkst upp fyrir Magna heill heimur af nýjum vinum og spennandi ævintýrum. Best þýdda barnabókin 2023. Bók á góðu verði 32 bls. Kvistur bókaútgáfa IB Elsku litla systir Höf: Astrid Desbordes Myndh: Pauline Martin Þýð: Jessica Devergnies-Wastraete Dag einn er Ástvaldi sagt að hann muni eignast litla systur. Að vísu man hann ekki eftir að hafa beðið um hana, en er samt ánægður. Fréttirnar valda ýmsum heilabrotum og lífið breytist þegar hún birtist því að lítil systir tekur pláss. Það sem Ástvaldi þykir þó best við litlu systur er að vera stóri bróðir hennar. 32 bls. Kvistur bókaútgáfa IB Depill á jólunum Flipabók Höf: Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Eftirlætis flipabækur barnanna! Það er kominn tími til að skreyta jólatréð! Kíktu á bak við flipana og þú kemst í sannkallað hátíðarskap. 16 bls. Ugla IB Depill í leikskól anum Höf: Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Ávaxtastundin er að hefjast ... En hvar er Depill? Lyftu flipunum og gáðu hvað þú sérð! Í þessari skemmtilegu bók bregður hvolpurinn fjörugi sér á leik í leikskólanum. 14 bls. Ugla HSP Depill úti í rigningu Höf: Eric Hill Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Það er farið að rigna! Tilvalið að fara út og hoppa í pollunum – en hvar er Depill? Lyftu flipunum og láttu koma þér skemmtilega á óvart ... Hundurinn Depill er vinur allra barna enda erfitt að finna fjörugri og skemmtilegri hvolp. 16 bls. Ugla SVK Skrifum og þurrkum út Dundað í sjónum Höf: Kirsteen Robson Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Tússpenni fylgir með bókinni en krakkarnir nota hann til þess að spora, teikna inn á myndirnar, leysa þrautirnar, komast um völundarhúsin og skoða hvað er ólíkt á myndunum. 22 bls. Rósakot SVK Skrifum og þurrkum út Dundað með dýrum um víða veröld Höf: Kirsteen Robson Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að læra að telja, skrifa tölustafi og leysa þrautir - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Tússpenni fylgir með bókinni en krakkarnir nota hann til þess að spora tölustafina, teikna inn á myndirnar, leysa þrautirnar, komast um völundarhúsin og skoða hvað er ólíkt á myndunum. 22 bls. Rósakot B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa4 Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.