Bókatíðindi - 01.11.2023, Síða 9

Bókatíðindi - 01.11.2023, Síða 9
IB Skilaboðaskjóðan Höf: Þorvaldur Þorsteinsson Putti þráir ekkert heitar en að lenda í ævintýrum. En þegar Nátttröllið ógurlega rænir honum og lokar inni í helli er Putti ekki alveg viss um að þetta ævintýri endi nógu vel. Ástsæl og æsispennandi saga sem er loksins fáanleg á ný – fyrir alla ævintýraþyrsta krakka með nef fyrir góðum uppfinningum. 32 bls. Forlagið - Mál og menning SVK Skrifum og þurrkum út Skrifum stafina Höf: Jessica Greenwell Verkefnabók fyrir krakka sem eru að byrja að læra stafina - um leið og þau þjálfast í að halda á penna. Tússpenni fylgir með bókinni en krakkarnir nota hann til þess að telja, spora tölustafina og teikna inn á myndirnar. 22 bls. Rósakot IB Snertu og finndu - Leikum okkur! Höf: Ellie Boultwood Þýð: Andri Karel Ásgeirsson Þessi bók er sérstaklega hönnuð með hreyfingu barna í huga. Litríkar myndir, mynstur og ljósmyndir sem vekja áhuga og kátínu og öll fjölskyldan hefur gaman af því að hreyfa sig saman. 12 bls. Unga ástin mín IB Múmínálfarnir Snorkstelpan er dásamleg Höf: Tove Jansson Þýð: Erla E. Völudóttir Snorkstelpan er dásamlega indæl og nánast alltaf í sólskinsskapi. En stundum gerist það að Snorkstelpan reiðist og verður græn! Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 16 bls. Ugla IB Sokkalabbarnir Höf: Þorvaldur Davíð Kristjánsson Myndh: Bergrún Íris Sævarsdóttir Dag einn fer hvítur sokkur í þvottavélina og snýst þar, hring eftir hring, þar til hann þýtur inn í dularfulla og litríka ævintýraveröld. Í landi Sokkalabbana búa tilfinningaríkir sokkar í ýmsum litum. Með lestri bókarinnar læra börn að tala um og skilja hinar ýmsu tilfinningar, hvort sem þær eru erfiðar, skrítnar eða skemmtilegar. 40 bls. Bókabeitan IB Múmínsnáðinn úti í roki Höf: Tove Jansson Þýð: Jakob F. Ásgeirsson Hviss! Ó, nei! Vindurinn feykir öllu burt í Múmíndal. Lyftið flipunum og hjálpið Múmínsnáðanum og vinum hans að finna það sem fauk burt. Ein af hinum sívinsælu myndabókum sem byggðar eru á sögum Tove Jansson. 10 bls. Ugla IB Obbuló í Kósímó - Myrkrið Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Hver er hræddur við hlussulegt tramp? Býr einhver í ísskápnum hjá Símoni kennara? Hvað gerir gat á myrkrið hjá Obbuló? Þessum spurningum og öðrum er svarað í bókinni. 24 bls. Bjartur IB Obbuló í Kósímó - Nammið Höf: Kristín Helga Gunnarsdóttir og Halldór Baldursson Oddný Lóa Þorvarðardóttir býr í Kjóamóa þrjúhundruð og sjö. Hvaða krakki getur sagt það? Enginn. Obbuló á heima í Kósímó. Eru sumir dagar leiðinlegir? Gleymir fólk að sækja börn í leikskólann? Er hollt að troða í sig miklu nammi? Spurningunum er svarað í þessari bók. 24 bls. Bjartur SVK Pómeló líður vel undir biðukollunni Höf: Ramona Badescu Myndh: Benjamin Chaud Þýð: Jessica Devergnies-Wastraete Pómeló er lítill f íll með óvenjulangan rana og býr undir biðukollu. Þó að langbest sé að vera heima er nauðsynlegt að kanna nánasta umhverfi. Raninn hans langi vill þá oft valda vandræðum en getur líka komið að góðum notum. 96 bls. Kvistur bókaútgáfa IB Skemmtilegt er myrkrið Höf: Elín Gunnlaugsdóttir Ljóð: Þórarinn Eldjárn Myndh: Heiða Rafnsdóttir Þetta er sjötta bókin í ritröð Töfrahurðar sem byggir á íslenskum þjóðsagnaarfi.  34 bls. / klst. Töfrahurð B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 9GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa Barnabækur MYNDRÍK AR

x

Bókatíðindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.