Bókatíðindi - 01.11.2023, Blaðsíða 29
IB RAF
Náttúrulögmálin
Höf: Eiríkur Örn Norðdahl
Árið 1925 kallar biskup Íslands til prestastefnu á
Ísafirði. Megintilgangurinn virðist vera að storka
þjóðtrú landans og sýna mátt kristindómsins frammi
fyrir hindurvitnum, spíritisma og náttúruöflum.
Hér er brugðið á leik með heimildir og staðreyndir
í bráðskemmtilegri frásögn af umbreytingatímum í
sögu þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar.
597 bls.
Forlagið - Mál og menning
SVK RAF
Næturheimsókn
Höf: Jökull Jakobsson
Jökull Jakobsson var eitt vinsælasta leikskáld
landsins og ástsæll útvarpsmaður. Ferilinn hóf
hann hins vegar sem sagnaskáld og árið 1962 sendi
hann frá sér smásagnakverið Næturheimsókn.
Jökull hefði orðið níræður á árinu og af því tilefni
kemur bókin út í nýrri útgáfu. Sögurnar gefa glögga
innsýn í íslenskt samfélag á mótunarskeiði.
107 bls.
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Óbragð
Höf: Guðrún Brjánsdóttir
Grátbrosleg ástar- og ferðasaga um Hjalta,
sem hefur siglt í strand í lífinu og leitar á náðir
sjálfshjálparhópsins Kakófylkingarinnar. Áður en varir
er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju,
en ekki er allt sem sýnist í þessum ágæta félagsskap.
251 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Óspakseyrargátan
Höf: Finnbogi Hermannsson
Óspakseyrargátan gerist á Vestfjörðum árið 1910
og á sér sviplegan endi eftir löng og þrúgandi
réttarhöld, bæði á Ströndum og í Reykhólasveit.
120 bls.
Finnbogi Hermannsson
KIL
Prestsetrið
saga um glæp
Höf: Ármann Jakobsson
Sjötta bók Ármanns um lögregluteymi Kristínar
og Bjarna, en hver þeirra er sjálfstæð. „Prestsetrið
er bráðskemmtileg og vel uppbyggð sakamálasaga,
Ármanni er líka lagið að skapa áhugaverðar persónur
og sá hæfileiki nýtur sín vel í þessari sögu.“ Vikan
280 bls.
Bjartur
IB
Megir þú upplifa
Höf: Bjarni Þór Pétursson
Í Vesturbænum býr breyskur maður í eilífri leit að
fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan
harm. Hann þráir frelsi æskunnar og hina brothættu
fullkomnun sem er rétt utan seilingar. Við fylgjum
honum í gegnum ferðalög, endurminningar og
hjákátleg samskipti við konurnar í lífi hans.
152 bls.
Króníka
IB
Melankólía vaknar
Höf: Sölvi Björn Sigurðsson
Embla fer í ferðalag á heilsuhæli í afskekktum dal
við nyrstu strendur Íslands. Á leið þangað taka
málin óvænta stefnu. Í faðmi fjallanna á Fagraskaga
sækja á Emblu spurningar sem krefja hana um að
leita aftur til upphafsins. – Nútímaævintýri frá
einum af okkar áhugaverðustu höfundum.
224 bls.
Sögur útgáfa
IB RAF
Men
Vorkvöld í Reykjavík
Höf: Sigrún Pálsdóttir
Ungur menningarblaðamaður með drauma
um einleikaraferil sem flautuleikari er sendur
á fund fyrrum utanríkisráðherra til að taka
viðhafnarviðtal. Heimsóknin tekur hins vegar
fljótlega óvænta stefnu inn í myrk skúmaskot.
Fyndin, snörp og spennandi saga um leit að ljósi,
heigulshátt og hugrekki, listsköpun og vald.
145 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
IB
Miðillinn
Höf: Sólveig Pálsdóttir
Á köldum vetrarmorgni er rannsóknarlögreglan
kölluð út að Hólavallagarði. Innan um þá sem þar
hafa verið lagðir til hinstu hvílu finnst lík eldri
konu og fljótt er ljóst að dauðdaga hennar hefur
borið að með saknæmum hætti. Hver getur hafa
átt eitthvað sökótt við þessa konu sem virðist
hafa verið hlédræg, vanaföst og einförul?
288 bls.
Salka
SVK
Móðurást: Oddný
Höf: Kristín Ómarsdóttir
Oddný Þorleifsdóttir, fædd 1863, elst upp í
Bræðratungu, í hópi duglegra og glaðsinna systkina.
Lífsbaráttan er hörð. „Móðurfólk mitt hélt ekki
dagbækur sem ég veit af, það afmáði ummerki, gekk
svo snyrtilega um að það skildi ekki eftir sig efniskennd
spor. Að skrifa söguna eru því drottinssvik við
móðurfólk mitt, einnig skuld við það og þökk."
208 bls.
Benedikt bókaútgáfa
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 29GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÍSLENSK