Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 33
KIL
Bernska
Höf: Tove Ditlevsen
Þýð: Þórdís Gísladóttir
Tove Ditlevsen ólst upp í verkamannafjölskyldu
á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Hún þykir
með merkari höfundum Dana og hefur notið
vinsælda hjá mörgum kynslóðum. Verk hennar
gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og
eru nú lesin sem sígildar bókmenntir. Bernska
er fyrsti hlutinn í endurminningaþríleik en
Gift, lokahlutinn, er þegar kominn út.
112 bls.
Benedikt bókaútgáfa
KIL
Betri maður
Höf: Louise Penny
Þýð: Friðrika Benónýsdóttir
Mitt í hrikalegum vorflóðum, sem verða til þess
að lýst er yfir neyðarástandi í héraðinu, kemur
faðir að máli við lögregluforingjann Armand
Gamache. Dóttir mannsins hefur horfið með
dularfullum hætti. Gamache hefur öðru að
sinna en samúð hans með manninum verður
til þess að hann fer að huga að málinu.
554 bls.
Ugla
KIL
Blekkingin
Höf: Camilla Läckberg og Henrik Fexeus
Þýð: Sigurður Þór Salvarsson
Hörkuspennandi saga eftir glæpasagnadrottninguna
Camillu Läckberg og sjáandann Henrik Fexeus
– sjálfstæð bók í æsispennandi þríleik um
lögreglukonuna Mínu Dabiri og sjáandann Vincent
Walder. Kassinn og Gátan hafa slegið rækilega í gegn –
nú er það Blekkingin sem þenur taugar lesandans.
Sögur útgáfa
KIL RAF HLB
Blóðmáni
Höf: Jo Nesbø
Þýð: Halla Kjartansdóttir
Harry Hole ætlar að drekka sig í hel því líf hans er
í rúst. Þegar velgjörðarkona hans lendir í klandri
ákveður hann að bjarga henni og á sama tíma fær
hann tilboð um að vinna fyrir norskan auðmann.
Tvær konur hafa fundist myrtar og er hann meðal
grunaðra. Harry hefur nauman tíma til að leysa málið
og flestir í lögreglunni eru andsnúnir honum.
544 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
Skáldverk
ÞÝDD
SVK RAF HLB
9. nóvember
Höf: Colleen Hoover
Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir
Fallon kynnist Ben, upprennandi rithöfundi,
daginn áður en hún hyggst flytja þvert yfir landið.
Þau laðast hvort að öðru og ákveða að verja saman
síðasta deginum hennar í Los Angeles. Viðburðarík
ævi Fallon veitir Ben innblástur að hans fyrstu
skáldsögu og þau ákveða að hittast árlega á þessum
sama degi til að fylla inn í söguþráðinn.
368 bls.
Björt bókaútgáfa - Bókabeitan
KIL RAF HLB
Doggerland
Að duga eða drepast
Höf: Maria Adolfsson
Þýð: Ísak Harðarson
Á sólríkum degi koma íbúar Doggerlands saman við
höfnina. Gleðin breytist í martröð þegar skotið er
á fólk en byssumaðurinn finnst síðan látinn. Karen
Eiken Hornby, sem er komin átta mánuði á leið, er
ákveðin í að komast að því hvað bjó að baki árásinni.
Um leið stofnar hún lífi sínu og annarra í hættu.
Þetta er fjórða bókin í Doggerland-seríunni.
372 bls.
Forlagið - JPV útgáfa
KIL RAF
Að hálfu horfin
Höf: Brit Bennett
Þýð: Ragna Sigurðardóttir
Bandaríska metsölubókin Að hálfu horfin gerist á
sjötta áratug 20. aldar og fjallar um tvíburasysturnar
Stellu og Desirée sem eru af blönduðum uppruna.
Þegar þær strjúka að heiman á táningsaldri tekur
önnur systirin skrefið yfir í veröld hvíta fólksins og
afneitar uppruna sínum. En örlög þeirra fléttast
óvænt saman aftur með næstu kynslóð.
Forlagið - Mál og menning
KIL RAF HLB
Arfur og umhverfi
Höf: Vigdis Hjorth
Þýð: Ísak Harðarson
Þegar foreldrar Bergljótar ákveða að yngri dæturnar fái
sumarbústaði fjölskyldunnar í fyrirframgreiddan arf, en
í staðinn fái hún og bróðir hennar peninga langt undir
virði bústaðanna, fara í gang erfðadeilur sem leiða
af sér átakamikið fjölskylduuppgjör. Þekktasta verk
Vigdisar Hjorth sem hefur hlotið fjölmörg verðlaun.
344 bls.
Forlagið - Mál og menning
Hó, hó, hó!
Jólabóka,
bókajól góð
gjöf
Bóksala stúdenta, boksala.is
B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 33GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa
Skáldverk ÞÝDD
Þýdd