Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 36

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 36
KIL Kona Höf: Annie Ernaux Þýð: Þórhildur Ólafsdóttir Við andlát móður sinnar úr alzheimer-sjúkdómnum heldur Nóbelsskáldið Annie Ernaux í ferðalag aftur í tímann til að reyna að bregða upp sannferðugri mynd af konunni sem mótaði líf hennar. 112 bls. Ugla KIL Kramp Höf: María José Ferrada Þýð: Jón Hallur Stefánsson Hin sjö ára M slæst í för með föður sínum D milli bæja þar sem hann selur byggingarvörur frá framleiðandanum Kramp á tímum Pinochet- harðstjórnarinnar í Chile. Saklaust barnið heillast af heimi farandsölumannanna og gerir sér aðeins óljósa grein fyrir þeirri pólitísku spennu sem kraumar undir niðri í samfélaginu. 128 bls. Angústúra IB SVK Kvæði & sögur Höf: Edgar Allan Poe Loksins á íslensku! Myndarlegt úrval af kvæðum og sögum þessa brautryðjanda vestrænna nútímabókmennta, sannkölluð stórbók með þýðingum frá fyrri tíð, en líka glænýjum þýðingum eftir marga kunna þýðendur. Ástráður Eysteinsson bókmenntafræðingur ritar ítarlegan inngang um höfundarverkið og þýðingarnar. 498 bls. Dimma KIL RAF Köngulóin Höf: Lars Kepler Þýð: Hilmar Helgu- og Hilmarsson Lars Kepler er einn vinsælasti glæpasagnahöfundur Svíþjóðar en á bak við höfundarnafnið eru hjónin Alexandra og Alexander Ahndoril. Köngulóin var mest selda bókin í Svíþjóð árið 2022 og er sú níunda um finnsk-sænska lögreglumanninn Joona Linna. Hver er þessi raðmorðingi sem kallar sig Köngulóna og hvernig tengist hann Joona? 576 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn Höf: Julie Caplin Þýð: Kristín V. Gísladóttir Kate Sinclair finnst líf hennar í London vera fullkomið. Hún á hrífandi kærasta og nýtur velgengni í starfi. En þá svíkur kærastinn hana og hreppir sjálfur stöðuhækkunina sem hún hafði sóst eftir. Niðurbrotin fer hún að efast um sjálfa sig og allt – og verður einfaldlega að komast burt. 435 bls. Ugla KIL Hlébarði í kjallaranum Höf: Amos Oz Þýð: Árni Óskarsson Í þessari skáldsögu segir af 12 ára dreng sem elst upp í Jerúsalem á árunum eftir síðari heimsstyrjöld. Breskir hermenn standa vörð á götunum. Sprengjur og skothvellir halda vöku fyrir fólki á nóttunni. Drenginn dreymir um að vinna hetjudáðir en raunveruleikinn er annar. 196 bls. Ugla KIL RAF HLB Hundaheppni Höf: Lee Child Þýð: Jón Hallur Stefánsson Jack Reacher kynnist eldri hjónum sem eru lent í klónum á okurlánara. Þar sem okkar maður er ávallt reiðubúinn að taka bófa í bakaríið, býður hann fram aðstoð sína. Og áður en langt um líður er hann búinn að egna upp bæði úkraínsku og albönsku maf íuna í plássinu – með verulega blóðugum afleiðingum. 394 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL RAF Í hennar skóm Höf: Jojo Moyes Þýð: Herdís M. Hübner Sam dreymir um betra líf, þar sem hún er laus við áhyggjur og erfiðan eiginmann. Einn morguninn tekur hún vitlausa tösku í ræktinni og í henni reynast vera rándýrir hönnunarskór. Hún klæðir sig í skóna og finnst hún vera orðin allt önnur kona. Nisha á töskuna. Líf hennar virðist fullkomið en þegar hún glatar töskunni umbreytist veruleiki hennar. 428 bls. Veröld KIL Jerúsalem Höf: Gonçalo M. Tavares Þýð: Pedro Gunnlaugur Garcia Kona, morðingi, læknir, strákur, vændiskona, geðsjúklingur. Og nóttin. Jerúsalem er margverðlaunuð skáldsaga eftir einn helsta núlifandi rithöfund portúgalska málheimsins. Í þessari gáskafullu og frumlegu frásögn er tekist á við einhver stærstu mál mannlegs samfélags af léttleika í bland við alvöru — enda er hryllingurinn hluti af mennskunni. 213 bls. Benedikt bókaútgáfa KIL RAF HLB Jólabókaklúbburinn Höf: Sarah Morgan Þýð: Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir Maple Sugar gistihúsið er fullkomið fyrir jóladekurferð enda er það fullbókað allan desember. Hótelstýran Hattie Coleman er kornung ekkja og einstæð móðir og hennar eina ósk er að komast klakklaust gegnum jólavertíðina. Þegar Erica, Claudia og Anna mæta í vikulanga bókaklúbbadvöl á gistihúsið grípa örlögin í taumana. Björt bókaútgáfa - Bókabeitan B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa36 Skáldverk ÞÝDD

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.