Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 44

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 44
KIL Sólgarðurinn Höf: Beinir Bergsson Þýð: Guðrún Brjánsdóttir Sólgarðurinn fjallar um allt það sem vex, dafnar og visnar innra með okkur. Bók þessi er tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2022. Um er að ræða tímamótaverk í færeysku samfélagi sem fjallar á opinskáan og einlægan hátt um hinsegin ástir. 68 bls. Bókaútgáfan Sæmundur SVK Taugatrjágróður Höf: Aðalheiður Halldórsdóttir Aðalheiður Halldórsdóttir hefur í áratugi dansað með Íslenska dansflokknum og komið að ótal leikhúsuppfærslum sem dansari, leikkona, danshöfundur og höfundur sviðshreyfinga í leikverki. Hún stígur nú sín fyrstu dansspor inn á svið skáldskaparins. 78 bls. Bjartur IB Tálknfirðingur Höf: Ólafur Sveinn Jóhannesson Ólafur Sveinn Jóhannesson sló í gegn með ljóðabók sinni Klettur – ljóð úr sprungum, sem fékk afbragðs dóma og var tilnefnd til ljóðabókaverðlaunanna, Maístjörnunnar. Hér heldur hann áfram að yrkja um sína heimabyggð af einlægni og dregur upp áhrifamiklar myndir af mannlífi og tilveru fyrir vestan af næmri tilfinningu og húmor. 82 bls. Bjartur SVK Til hamingju með að vera mannleg Höf: Sigríður Soffía Níelsdóttir Kröftug og falleg, fyndin og átakanleg ástarjátning til lífsins eftir dansarann og danshöfundinn Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Ljóðin skrifaði hún á meðan hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Vorið 2023 var frumsýnt dansleikverk með sama nafni á stóra sviði Þjóðleikhússins, byggt á textum hennar. 107 bls. Forlagið - JPV útgáfa IB Maður lifandi Höf: Kristinn Óli S. Haraldsson Kristinn Óli S. Haraldsson, þekktur sem helmingur dúettsins Jói Pé og Króli, glímdi lengi við þunglyndi og tilvistarangist. Ein leið hans út úr vandanum var að skrifa ljóð og texta þar sem hann tekst á við sjálfan sig og tilveruna. Þeir koma hér á bók ásamt áhrifamiklum myndverkum eftir Axel Magnús, Isak Emanúel Glad og Jóhannes Darmian. 80 bls. Bjartur SVK Mannakjöt Höf: Magnús Jochum Pálsson Ljóðabók sem vekur lesandann til umhugsunar um dökkar hliðar mannkynsins og hvernig kunni að fara fyrir jörðinni breyti mannfólkið ekki hegðun sinni. Höfundur yrkir um manneskjuna, græðgi hennar, f íkn og neyslu en einnig um hringrás lífsins, fjölskylduna, og fórnir á dýrum jafnt sem mönnum. 76 bls. pbb IB Ró í beinum Ljóðaþykkni 1982–2022 Höf: Ísak Harðarson Úrval ljóða Ísaks sem hann valdi sjálfur og gekk frá til útgáfu skömmu áður en hann lést síðasta vor. Ísak hafði verulega sérstöðu sem ljóðskáld. Hann orti íhugul, trúarleg og heimspekileg ljóð sem stundum lýsa örvæntingu og einmanaleika en einnig von og gleði; í þeim má oft finna óvæntar myndir, gáska og kraft. Andri Snær Magnason ritar eftirmála. 110 bls. Forlagið - JPV útgáfa KIL Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins Höf: Páll Biering Veturinn 2015 starfaði Páll Biering geðhjúkrunarfræðingur á vegum Rauða krossins í fjölmennum flóttamannabúðum á landamærum Grikklands og Norður-Makedóníu. Í þessari bók freistar hann þess að fanga í orð reynslu sína frá þessari sendiför. 70 bls. Bókaútgáfan Sæmundur B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa44 Ljóð og leikhandrit

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.