Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 56

Bókatíðindi - 01.11.2023, Page 56
KIL Rammvillt í reikningskúnstum Hvernig fegurð villir um fyrir eðlisfræði Höf: Sabine Hossenfelder Þýð: Gunnlaugur Björnsson og Baldur Arnarson Eru vísindin á villigötum? Hafa vísindamenn horfið frá hinni vísindalegu aðferð? Hafa þeir villst af leið fyrir fegurðar sakir og sent frá sér rit gerðir sem bæta litlu við núverandi þekkingu? Þýski eðlisfræðingurinn og vísindamiðlarinn Sabine Hossenfelder tekst á við slíkar grundvallarspurningar í þessari um töluðu og umdeildu bók. 304 bls. Ugla IB Reykjavík nú og þá Höf: Einar Th. Thorsteinsson Vönduð bók með úrvali greina úr tímaritinu Land og Saga sem segja sögu borgarinnar, hvernig borg verður til og þróast yfir 250 ára tímabil ásamt því að taka fyrir einstaka götur og hverfi. Bókin er uppfull af áhugaverðum ljósmyndum frá tímabilinu ásamt gríðarlegum fróðleik. Bókin er einnig fáanleg á ensku. Land og Saga KIL Réttlæti hins sterka Ádeila á dómskerfið og Alþingi Höf: Jörgen Ingimar Hansson Fjallað er um hvernig dómsmál fer fram. Meðal annars úrelt kerfi, vilhallt þeim sterka, mikill illfyrirsjáanlegur kostnaður, auðvelt að dæma hverjum sem er í vil, mál sem eru þanin út, gildrur, vettvangur lyginnar og rannsókn undirskrifta. 292 bls. Rekstrarstofan SVK RAF HLB Rimsírams Höf: Guðmundur Andri Thorsson Þessi fjörlega bók geymir skáldskap og skoðanir, minningar og mas, brýningar og boðskap – allrahanda rimsírams. Guðmundur Andri lýsir hér hversdögum og sparidögum, morgunstundum og draumanóttum, rýnir í fortíð og samtíð og framtíð, sjálfan sig og samfélagið. Stílvopnið er vel yddað og lesendum boðið upp í dans við orð og hugmyndir um allt sem er. 296 bls. Forlagið - JPV útgáfa SVK Rit Árnastofnunar (Rit 113) Rúnir á Íslandi Höf: Þórgunnur Snædal Í þessu aðgengilega yfirlitsriti sýnir rúnafræðingurinn Þórgunnur Snædal fram á samfellda og fjölbreytta notkun rúnaleturs á Íslandi allt frá landnámstíð og fram á 19. öld. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum SVK Nöfn á nýrri öld 20 pistlar í tilefni af 20 ára afmæli Nafnfræðifélagsins Ritstj: Emily Diana Lethbridge, Rósa Þorsteinsdóttir, Svavar Sigmundsson og Jónína Hafsteinsdóttir Bókin er gefin út í tilefni 20 ára afmælis Nafnfræðifélags Íslands 2020. Höfundar kaflanna velta nöfnum af ýmsu tagi fyrir sér, bæði gömlum og nýjum, og kaflarnir eru allir ríkulega skreyttir myndum og kortum. 288 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum IB Oddeyri Saga hús og fólk Höf: Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson Oddeyri er annað elsta hverfi Akureyrar. Hér segja núverandi íbúar 55 húsa frá sjálfum sér, upplifun sinni af Oddeyri, auk margra áhugaverðra frásagna en viðmælendur eru ólíkt fólk á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt, að búa á Oddeyrinni. Samhliða viðtölunum birtast söguágrip um alls 79 hús í þessu sögufræga hverfi. Sjón er sögu ríkari. 173 bls. Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson SVK Orðasafn í stjórnarháttum fyrirtækja Höf: Þröstur Olaf Sigurjónsson og Runólfur Smári Steinþórsson Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja. Háskólaútgáfan Orð og tunga 2023 Ritstj: Ellert Þór Jóhannsson og Helga Hilmisdóttir Ritrýnt tímarit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefur út árlega. Birtar eru fræðilegar greinar, á íslensku og ensku, sem lúta að máli og málfræði. Sérstök áhersla er lögð á greinar um orðfræði, orðabókafræði, nafnfræði, íðorðafræði og málræktarfræði. 185 bls. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum KIL Aðeins fleiri Pabbabrandarar 2.0 Höf: Þorkell Guðmundsson Veislan heldur áfram með nýjum skammti af pabbagríni. Jafnvel enn súrara og langsóttara en í síðustu bók. 128 bls. Óðinsauga útgáfa B Ó K A T Í Ð I N D I 2 0 2 3 GOR Gormabók HSP Harðspjalda bók HLB Hljóðbók IB Innbundin bók KIL Kilja RAF Rafbók G Sveigjanleg kápa56 Fræðirit, frásagnir og handbækur

x

Bókatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókatíðindi
https://timarit.is/publication/1847

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.