Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Qupperneq 18
16
gild, að iðgjöld séu greidd fyrir fram eða hlutaðeigaudi haíi skráð á skattframtal
sitt, að hann óski að kaupa slíka tryggingu.
42. gr. — Heimilt er Tryggingastofnuninni að taka að sér frjálsar slysatrygg-
ingar á nafngreindum mönnum. Skal þá jafnan gefa út vátryggingarskírteini. Jafn-
framt er Tryggingastofnuninni heimilt að taka að sér hóptryggingar ónafngreindra
manna, svo sem slysatryggingu farþega í bifreiðum, skipum og flugvélum, starfs-
manna tiltekinna fyrirtækja, íþróttamanna við keppni og æfingar og aðrar hlið-
stæðar tryggingar. Tryggingar þessar mega einnig ná til sjúkradagpeninga. Enn
fremur getur Tryggingastofnunin, með samþykki ráðherra, tekið að sér persónulegar
ábyrgðartryggingar.
Ráðherra ákveður með reglugerð nánari tilliögun á tryggingum samkvæmt
þessari grein, þar á meðal, að hve miklu leyti skuli endurtryggja þá áhættu, sem
Tryggingastofnunin tekur á sig.
C. Tekjur.
43. gr. — Útgjöld slysatrygginganna skulu borin af atvinnurekendum.
Hver sá, er hefur í þjónustu sinni launþega, sbr. og 32. gr., skal greiða áhættu-
iðgjald.
Upphæð áhættuiðgjalda ber að miða við slysahættuna. Skal skipta störfum og
starfsgreinum í áhættuflokka og ákveða iðgjöld fyrir hvern flokk. Starfstíminn er
talinn í vikum, og telst vikan eining við iðgjaldaákvörðunina. Sé um tímavinnu að
ræða, teljast 48 klukkustundir í viku. Ákvörðun iðgjaldanna skal miðuð við áætlun
Tryggingastofnunarinnar um útgjöld slysatrygginganna. Ef erfitt er að skipta starf-
semi fyrirtækis í áhættuflokka samkvæmt framansögðu, getur Tryggingastofnunin
þó ákveðið meðaliðgjald fyrir allt fyrirtækið.
Um skiptingu í áhættuflokka og iðgjöld fyrir hvern flokk skal ákveðið með
reglugerð, er ráðherra setur að fengnum tillögum Tryggingastofnunarinnar. í þeirri
reglugerð má setja ákvæði um, að meta skuli til vinnuvikna störf þess fólks, er um
ræðir í síðasta málslið 29. gr., á sama hátt og gert verður í reglugerð samkvæmt henni.
Með reglugerð skal ákveða fast ársiðgjald vegna trillubáta, bifhjóla, reiðhjóla
með hjálparvél og heimilisdráttarvéla og annarra meiri háttar heimilisaflvéla.
IV. KAFLI
Sjúkratryggingar.
A. Almenn ákvœði.
44. gr. — í hverjum kaupstað og hverjum hreppi skal vera sjúkrasamlag til
þess að annast sjúkratryggingar.
Ráðherra getur ákveðið, að fengnum tillögum tryggingaráðs og með samþykki
hlutaðeigandi sjúkrasamlagsstjórna, að eitt og sama sjúkrasamlag annist sjúkra- ,
tryggingar í fleiri hreppum innan sömu sýslu, eða í kaupstað og nærliggjandi hrepp-
um. Einnig má láta hluta sveitarfélags fylgja sjúkrasamlagi nágrannasveitarfélags.
Nú samþykkja a. m. k. % hlutar sjúkrasamlagsstjórna í sama lögsagnarum-
dæmi að sameinast í eitt sjúkrasamlag, og getux ráðherra, að fengnum tillögum
tryggingaráðs, ákveðið sameiningu allra samlaga umdæmisins.
Samþykktir sjúkrasamlaga skulu staðfestar af ráðherra, að fengnum tillögum
Tryggingastofnunarinnar.
45. gr. — Ráðherra skipar formann og varaformann stjórnar sjúkrasamlags,
að fengnum tillögum tryggingaráðs, en sveitarstjórn kýs til viðbótar tvo eða fjóra
menn í stjórnina og jafnmarga til vara, eftir því sem sveitarstjórn ákveður.