Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 26
24
krefja hann um uppliæðina. Nánari ákvæði varðandi skyldur atvinnurekanda sam-
kvæmt þessari grein, og viðurlög við vanrækslu, skulu sett með reglugerð.
78. gr. — Sjúkratryggingin veitir ekki bætur, nema staðið sé í skilum með
iðgjöld samkvæmt 57. gr. Heimilt er að ákveða í samþykktum, að allt að sex mán-
aða vanskil valdi ekki skerðingu bótaréttar. Nemi vanskil meiru en 6 mánuðum,
fer um réttindi samlagsmanna samkvæmt 51. gr. Nánari ákvæði um réttinda-
skerðingu vegna vanskila skulu sett í samþykktum.
Tryggingastofnunin getur lækkað aðrar bætur um allt að sama hundraðsbluta
og hin vangreiddu iðgjöld nema af þeim iðgjöldum, er blutaðeiganda hefur borið að
greiða. Ekki skal þó af þessum ástæðum lækka fæðingarstyrk, sbr. 19. gr., bætur
samkv. 20. gr. eða slysabætur samkvæmt III. kafla laganna.
79. gr. — Iðgjöld samlcvæmt 29. gr., 43. gr. og 57. gr. vegna sjómanna og
stjórnenda ökutækja og aflvéla skulu hvíla sem lögveð á hlutaðeigandi skipum,
ökutækjum og aflvélum og ganga fyrir öllum öðrum veðum en lögveðum fyrir
gjöldum til ríkissjóðs. Iðgjöld samkvæmt 29. gr. og 43. gr. vegna byggingar húsa
og annarra mannvirkja skulu og hafa sams konar veðrétt í eignum þessum.
C. Önnur ákvœði.
80. gr. — Varasjóður Tryggingastofnunar ríkisins verður varasjóður lífeyris-
trygginganna og leggjast vextirnir við liöfuðstólinn. Það fé, sem ei í vörzlu Trygg-
ingastofnunarinnar vegna slysatrygginganna, færist á sérreikning þeirra. Annað
vörzlufé stofnunarinnar sé framvegis í vörzlu þeirrar deildar, sem fer með lífeyris-
tryggingarnar.
Tryggingastofnuninni er heimilt að veita lán úr varasjóði til sveitarfélaga eða
annarra aðila, sem sveitarstjórn gengur í ábyrgð fyrir, til að ltoma upp elliheimil-
um, sjúkrahúsum eða öryrkjastofnunum, gegn öruggum tryggingum. Handbært fé
stofnunarinnar, sem ekki þarf að nota til daglegs rekstrar trygginganna, skal að
öðru leyti ávaxta í ríkisskuldabiéfum, bankavaxtabréfum eða í lánum, sem tryggð
eru með ríkisábyrgð eða annarri öruggri tryggingu.
81. gr. — Ellistyrktarsjóðir þeir, sem um getur I 76. gr. laga nr. 74 31. des.
1937, skulu greiddir lilutaðeigandi sveitarfélögum, er þau liafa komið upp hæli,
sem félagsmálaráðherra viðurkennir, fyrir gamalmenni og öryrkja.
82. gr. — Ráðherra getur ákveðið, að lífeyrisdeild greiði:
a. kostnað vegna yfirstjórnar Tryggingastofnunarinnar á sjúkratrygginga-
málum;
b. gjald fyrir rannsóknir, sem Tryggingastofnunin semur um við opinberar rann-
sóknarstofur, að þær annist fyrir sjúkrasamlögin;
c. kostnað samkvæmt milliríkjasamningum vegna sjúkrahjálpar til erlendra ríkis-
borgara, sem dvelja hér um stundarsakir;
d allt að 300 þúsund krónur á ári í styrki til læknisvitjanasjóða, er starfa sam-
kvæmt lögum nr. 59/1942, og sjúkrasamlaga, sem verða fyrir óvenjulegum út-
gjöldum vegna sjúkraflutninga og læknisvitjana og starfa í héruðum, þar sem
ekki eru læknisvitjanasjóðir. Úthlutun fjárins ákveður tryggingaráð og að
fengnum tillögum landlæknis, að því er varðar styrk til læknisvitjanasjóða.
83. gr. — Mæður, sem fá úrskurð yfirvalds um barnalífeyri með óskilgetnum
börnum sínum, geta snúið sér til Tryggingastofnunar ríkisins með úrskurðinn og
fengið lífeyrinn greiddan þar til 16 ára aldurs barnsins án tillits til þess, bvort þær
ganga í hjcnaband eða ekki.
Þegar Tryggingastofnunin greiðii barnalífeyri samkvæmt 1. mgr., á hún endur-