Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Qupperneq 34
32
23. gr. — Brot gegn lögum þessum og reglugerðum, settum samkvæmt þeim,
varða sektum allt að kr. 10 000.00 til atvinnuleysistryggingasjóðs, og skal fara með
þau að kætti opinberra mála.
24. gr. •—• Lög þessi öðlast þegar gildi, þó skulu ákvæði þeirra um bætur eigi
koma til framkvæmda fyrr en 1. okt. 1956.
Ákvæði til bráðabirgða.
1. Iðgjöld skulu greidd af vinnulaunum samkvæmt lögum þessum frá 1. júní 1955.
2. Iðgjöld af lögskráðum sjómönnum frá 1. júní 1955 skulu greidd þegar er lög
þessi öðlast gildi, og er óheimilt að lögskrá á skipin nema iðgjöldin séu greidd.
2. Skrá um önnur lög og samninga, er varða almannatryggingar
eða skyld málefni, 1954—1956.
Auglýsing nr. 14 10. febrúar 1954, um milliríkjasamning milli Islands, Dan-
merkur, Noregs og Svíþjóðar umflutning milli sjúkrasamlaga og um sjúkrahjálp vegna
dvalar um stundarsakir. Við gildistöku samningsins féllu úr gildi samningar milli
íslands og Danmerkur frá 30. marz 1939 og 20. september 1939.
Auglýsing nr. 15 10. febrúar 1954, um milliríkjasamning milli íslands, Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjððar um gagnkvæmni varðandi greiðslur vegna
skertrar starfshœfni.
Auglýsing nr. 16 10. febrúar 1954, um milliríkjasamning milli íslands, Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um gagnkvœma veitingu mæðrahjálpar.
Lög nr. 32 8. apríl 1954, um breyting á lögum nr. 87/1947, um afstöðu foreldra
til óskilgetinna barna. Um barnfaðernismál og meðlagsgreiðslur, þegar faðir er talinn
erlendur maður í þjónustu eða á vegum bins erlenda varnarliðs.
Lög nr. 42 14. apríl 1954, um breyting á lögum nr. 101/1943, um lífeyrissjðð
starfsmanna ríkisins. Um aukinn rétt til lífeyris, ef sjóðfélagi frestar töku elli-
lífeyris.
Lög nr. 61 21. apríl 1954, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast
gildi samning um breyting á samningi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs
og Svíþjððar frá 10. febrúar 1931, um innheimtu meðlaga.
Auglýsing nr. 75 4. maí 1954, um gildistöku ákvœða Norðurlandasamnings um
breyting á samningi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjððar frá
10. febrúar 1931, um innheimtu meðlaga.
Lög nr. 110 24. desember 1954, um breyting á lögum nr. 84/1953, um þingfarar-
kaup alþingismanna, lífeyrissjðð o. fl. Um breytingu á ákvæðum um makalífeyri.
Auglýsing nr. 6 16. marz 1955, um viðbótarsamning við miUiríkjasamninginn
frá 20. júlí 1953 milli íslands, Danmerkur, Noregs og Svíþjððar, um flutning milli
sjúkrasamlaga og um sjúkrahjálp vegna dvalar um stundarsakir. Um breytingar á
fyrri samningi vegna breytinga á sænskum lögum.
Lög nr. 12 23. marz 1955, um breyting á lögum nr. 43/1947, um innlenda endur-
tryggingu, stríðsslysatryggingu skipshafna o. fl. Um breytingu á hámarksákvæðum
um arðgreiðslu fyrirtækisins.
Lög nr. 32 14. maí 1955, um breyting á lögum nr. 101/1943, um lífeyrissjðð
starfsmanna ríkisins, og á lögum nr. 40/1945, um breyting á þeim lögum. Jafnframt
voru úr gildi felld lög nr. 102/1950 og lög nr. 42/1954.