Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 35
33
Lög nr. 34 14. maí 1955, um breyting á lögum nr. 103/1943, um lífeyrissjóð
hjúkrunarkvenna. Jafnframt voru úr gildi numin lög nr. 18/1947.
Lög nr. 35 14. maí 1955, um breyting á lögum nr. 102/1943, um lífeyrissjóð
barnakennara og ekkna þeirra. Jafnframt voru lög nr. 104/1950 numin úr gildi.
Heilsuverndarlög nr. 44 18. maí 1955. Með þeim voru úr gildi numin lög nr.
64/1944, um heilsuverndarstöðvar, og enn fremur 76. og 77. gr. laga nr. 50/1946,
mn almannatryggingar, að því er tekur til heilsuverndarstöðva.
Lög nr. 64 2. september 1955, um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. (Meginmál
laga nr. 32/1955 svo og meginmál laga nr. 40/1945 að því leyti, sem þau eru enn
í gildi, fellt inn í lög nr. 101/1943).
Lög nr. 65 2. september 1955, um lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna. (Meginmál laga
nr. 34/1955 feUt inn í lög nr. 103/1943).
Lög nr. 66 2. september 1955, um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra.
(Meginmál laga nr. 35/1955 fellt inn í lög nr. 102/1943).
Lög nr. 52 9. apríl 1956, um vinnumiðlun. Lög þessi voru sett í samband við
lög um atvinnuleysistryggingar. Jafnframt voru felld úr gildi lög nr. 41/1951 og
lög nr. 57/1928.
Lög nr. 53 9. apríl 1956, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að staðfesta
fyrír íslands hönd samning milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar
um félagslegt öryggi. Við gildistöku samningsins voru úr gildi felldir 9 samningar,
sem ísland hafði gert við eitt eða fleiri Norðurlanda.
Auglýsing nr. 72 18. september 1956, um milliríkjasamning milli íslands, Dan-
merkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um félagslegt öryggi.
5