Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 46

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Page 46
44 gjöld í töflum 3 og 4, eru endurkröfur, sem færðar hafa verið í afskriftasjóð, taldar með færslum til sjóða, þótt gera verði ráð fyrir, að nokkur hluti þessa fjár innheimt- ist ekki. Alls nema afskriftir þessar 3,2 millj. kr. nettó árin 1947—1956. Lífeyrisdeild almannatrygginga annast einnig greiðslu slysalífeyris, og í reikn- ingum Tryggingastofnunarinnar er því lífeyrir slysatrygginga talinn til bóta bæði hjá lífeyrisdeild og slysatryggingadeild, og er þar um tvítalningu að ræða. Tekna- megin er hann því talinn lífeyrisdeild til tekna með endurkröfum. Til þess að forðast þessa tvítalningu í töflu 4 er hann þar einungis talinn með slysabótum. Svo sem sjá má á töflum 3 og 4, var afkoma almannatrygginganna mjög góð þrjú fyrstu árin, og tvö síðustu árin hefur hún einnig verið góð. Árin 1950—1954 var fjárhagurinn hins vegar þrengri. Til þess að veita nokkra hugmynd um tilfærslu þá á tekjum, sem almanna- tryggingar valda milli landshluta, er í töflum 5—7 sýnd skipting tekna og gjalda eftir tryggingaumdæmum. Til tekna eru talin verg iðgjöld hinna tryggðu og atvinnu- rekenda svo og framlög sveitarfélaga. Iðgjöldum opinberra stofnana af starfsfólki er haldið utan við þessa skiptingu og ekki gerð tilraun til að skipta framlagi ríkis milli umdæma, og er það því ekki talið með tekjum. Bótum er skipt á þann hátt, að auk bóta lífeyrisdeildar skv. töflum 25—27 eru taldar slysabætur og sjúkra- bætur, en endurkræfur lífeyrir ekki talinn með. Til samræmis við skýrslur í fyrri árbók er sjúkrabótum skipt í hlutfalli við iðgjöld skv. 112. gr. laganna frá 1946. Nokkur hluti sjúkrabóta er þó utan við þessa skiptingu, og svarar hann til iðgjalda opinberra stofnana. Slysabætur er farið með á sama hátt, þeim er skipt í hlutfalli við iðgjöld skv. 113. gr. Þó er lífeyri slysatrygginga skipt skv. skýrslum lífeyris- deildar, og aukning ógreiddra bóta og höfuðstólsandvirðis slysalífeyris telst ekki til bóta hér gagnstætt því, sem á við um töflu 4. Tekjur frá Hafnarfirði og Akureyri eru taldar nokkru hærri í þessu yfirliti en raun er á, en tekjur frá Gullbringu- og Kjósarsýslu og Eyjafjarðarsýslu lægri. Stafar þetta af því, að iðgjöld bifreiðarstjóra og sjómanna í þessum sýslum eru talin með iðgjöldum ofangreindra kaupstaða. í næstaftasta dálki hverrar töflu er tilgreindur hundraðshluti bóta af tekjum frá hverju umdæmi og í aftasta dálki er sýnt vik frá meðaltali, þ. e. frá hlutfallinu fyrir landið í heild. Sést þar glögglega, hver tilfærsla tekna á sér stað. Liðurinn opinberar stofnanir o.fl. er færður til þess, að samræmi fáist við reikn- inga stofnunarinnar. Eru þar talin iðgjöld, sem Tryggingastofnunin annast sjálf inn- heimtu á, auk þess hluti opinberra stofnana af sjúkrabótum og slysabótum, og loks er þar færður mismunur milli skýrslna lífeyrisdeildar og reikninga stofnunarinnar. Auk þeirrar tilfærslu, sem fram kemur í töflum 5—7, má geta framlags ríkis- sjóðs til sjúkrasamlaga svo og framlags ríkissjóðs til atvinnuleysistrygginga árið 1956. a. Tekjur. í töflu 8 eru sýnd iðgjöld hinna tryggðu 1947—1956. Samkvæmt almanna- tryggingalögunum 1946 voru útlendingar ekki gjaldskyldir. Yegna Norðurlanda- samnings um gagnkvæm bótaréttindi var lögunum hins vegar breytt 1955 þannig, að þegnar Norðurlanda skyldu greiða iðgjöld, og með lögunum 1956 var svo sem áður er getið öllum útlendingum, sem búsettir ern hér á landi, gert skylt að greiða iðgjöld til almannatrygginga, og kom það ákvæði til framkvæmda í ársbyrjun 1957. Iðgjöld atvinnurekenda til almannatrygginga eru tvenns konar. Annars vegar iðgjöld til slysatrygginga, sem atvinnurekendur einir greiða til, og hins vegar iðgjald vegna þátttöku í útgjöldum annarra greina almannatrygginganna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.