Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Side 142
140
öðruvísi settir en félagar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóði barna-
kennara og Lífeyrissjóði hjúkrunarkvenna, enda veita þeir sjóðir víðtækari lífeyris-
réttindi. Ljósmæðrasjóðurinn veitir ekki makalífeyri, og barnalífeyrir er því aðeins
veittur, að um munaðarlaus börn sé að ræða.
Af yfirliti um rekstur og hag sjóðsins í töflu 61 sést, að sjóðurinn ber mjög
lítinn hluta lífeyrisgreiðslna, en ríkissjóður stendur undir þeim að mestu leyti.
Iðgjöld eru 4% af launum. Ríkissjóður leggur fram fasta fjárhæð árlcga og auk
þess endurgreiðir hann lífeyrishækkanir. í árslok 1956 nutu 66 ljósmæður lífeyris
úr sjóðnum.
D. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna.
Árið 1955 voru lögin um Lífeyrissjóð hjúkrunarkvenna endurskoðuð, og í lög-
um nr. 65/1955 er meginmál laga nr. 34/1955 (breytingar) fellt inn í lögin frá 1943.
í töflu 62 er yfirlit um afkomu sjóðsins frá stofnun. Iðgjöld nema 8% af laun-
um. Tillag ríkissjóðs 1944 er stofnframlag, en frá 1953, er lífeyrisgreiðslur hófust,
er í sama dálki færð endurgreiðsla lífeyris.
Ellilífeyrir er veittur frá 60 ára aldri, þ. e. 5 árum fyrr en í Lífeyrissjóði
starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóði barnakennara. Hins vegar veitir hjúkrunar-
kvennasjóðurinn ekki rétt til makalífeyris.
í árslok 1956 voru iðgjaldsgreiðendur 159, og 9 hjúkrunarkonur nutu lífeyris
úr sjóðnum. Útlán námu á því ári 1032 þús. kr., og verðbréfaeign nam í árslok
2352 þús. kr. Meginhluti útlána fer til íbúðabygginga eins og í sjóðum þeim,
sem að framan eru taldir.
Tafla 62. Lífeyrissjóður hjúkrunarkvenna. Tekjur og gjöld 1944—1956.
Ár Iðgjöld Vcxtir Tillag ríkissjóðs Kostnaður Lífeyrir Eignir í árslok
1944 33 950,15 ** 50 000,00 2 871,57 »» 81 078,58
1945 115 989,27 789,21 »* 3 952,47 9» 193 904,59
1946 141 135,43 4 526,67 ♦» 3 097,47 336 469,22
1947 153 938,89 8 060,18 ♦» 3 500,00 494 968,29
1948 179 715,57 13 868,21 »» 3 500,00 »♦ 685 052,07
1949 166 533,89 26 553,47 *» 3 500,00 ** 874 639,43
1950 212 519,49 35 595,94 »» 3 500,00 »» 1 119 254,86
1951 282 272,89 47 620,49 »» 5 000,00 »» 1 444 148,24
1952 321 755,65 67 401,90 5 675,00 »» 1 827 630,79
1953 412 992,29 79 937,46 3 300,30 6 500,00 7 783,66 2 309 577,18
1954 379 949,88 102 070,42 27 044,50 13 008,00 77 979,13 2 727 654,85
1955 534 425,43 147 179,55 46 546,20 15 000,00 135 686,12 3 305 119,91
1956 683 379,54 170 016,67 66 330,35 15 750,00 156 059,00 4 053 037,47
AUs 3 618 558,37 703 620,17 193 221,35 84 854,51 377 507,91 -