Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Síða 148

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1956, Síða 148
146 á launum láglaunaðra starfsmanna ríkisins. Grunnlífeyrir hefur þannig hækkað um 30% frá 1947 til 1956, og á lífeyrinn greiðist vísitöluuppbót. Um árslífeyri ein- staklings á I. verðlagssvæði 1947—1956 vísast til bls. 53 hér að framan og árbókar 1947—1953, bls. 72. Árið 1947 koma einnig til sögunnar nýir bótaflokkar vegna elli, örorku og dauða. Voru það ekkjubætur og ekkjulífeyrir og óendurkræfur barnalífeyrir. Þá er tekið að greiða sjúkrasamlagsiðgjöld fyrir lífeyrisþega árið 1948, og loks hefst greiðsla mæðralauna árið 1953. Um heildarfjárhæð þessara bóta vísast til töflu 19 á bls. 52—53. Sjúkratryggingar. Alþýðutryggingalögin frá 1936 ákváðu, að í hverjum kaupstað skyldi starfa sjúkrasamlag. í hverjum hreppi utan sjúkrasamlagssvæða kaupstaða gat fimmti hluti kjósenda krafizt atkvæðagreiðslu um, hvort stofna skyldi sjúkrasamlag. Árið 1943 var ákveðið með lögum, að á árinu 1944 skyldi fara fram atkvæðagreiðsla í öllum þeim sveitarfélögum, sem ekki höfðu starfandi sjúkrasamlög. Með almannatryggingalögunum 1946 var ákveðið að leggja sjúkrasamlögin niður í árslok 1947, en í stað þeirra átti að koma heilsugæzla á vegum almanna- trygginganna. Heilsugæzluna skyldu annast lieilsuverndarstöðvar, sjúkrahús og lækningastöðvar, sem til þess væru viðurkennd af heilbrigðisstjórninni, en þar sem ekki voru heilsuverndar- eða lækningastöðvar, skyldu héraðslæknar með aðstoð annarra opinberra heilbrigðisstarfsmanna annast störf þeirra. Framkvæmd heilsu- gæzlukaflans var frestað frá ári til árs, og sjúkrasamlög störfuðu áfram. Árið 1950 voru samþykkt lög, sem ákváðu, að stofnuð skyldu sjúkrasamlög í þeim hreppum, sem ekki höfðu þá þegar starfandi samlag, og skyldu samlagsmenn njóta réttinda eigi síðar en 1. október 1951. Enn var framkvæmd heilsugæzlukaflans frestað, og með hinum nýju lögum um almannatryggingar 1956 var horfið frá liugmyndinni og sjúkrasamlög látin annast heilsugæzlu áfram. Samkvæmt lögunum frá 1936 voru allir þeir 16 ára og eldri, sem búsettir voru á stöðum, þar sem sjúkrasamlag starfaði, tryggingarskyldir. Undanteknir voru þó þeir, sem dvöldust í sjúkrahúsum eða heilsuhælum vegna alvarlegra langvarandi veikinda. Þegar á næsta ári var sú breyting gerð, að fólk 67 ára og eldra var undan- þegið tryggingarskyldunni. Þeir, sem höfðu tekjur, er fóru fram úr ákveðnu marki, áttu ekki rétt á bótum frá sjúkrasamlagi. Síðar var þeim þó gefinn kostur á að tryggja sér bótarétt gegn því að greiða tvöfalt iðgjald, og með lögum 1943 var þessi mismunur samlagsmanna eftir tekjum þeirra afnuminn. Með lögunum 1956 varð gamla fólkið aftur tryggingarskylt. Þar eð börn samlagsmanna, yngri en 16 ára, sem eru á framfæri þeirra, eru sjúkratryggð með þeim og sjúkrasamlag skal vera í hverjum kaupstað og í hverjum lireppi, nær sjúkratryggingin því nú til allra, sem heimilisfang eiga í landinu. Iðgjaldagreiðsla fellur þó niður, meðan maður dvelst í sjúkrahúsi eða hæli á kostnað ríkisframfærslunnar. Tafla 66 veitir heildaryfirlit um sjúkrasamlög 1936—1956, fjölda þeirra, fjölda samlagsmanna, reiknaðan eftir greiddum iðgjöldum, tekjur og gjöld samlaga og eignir þeirra. Það var eðlileg afleiðing hugmyndarinnar um að leggja niður sjúkrasamlögin, að sjúkradagpeningar, sem tryggðir voru bæði launþegum og atvinnurekendum með lögunum 1946, voru á vegum Tryggingastofnunarinnar, en ekki sjúkrasam- laga. Þessu var breytt með lögunum 1956 þannig, að frá ársbyrjun 1957 veittu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins
https://timarit.is/publication/1877

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.