Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 24

Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 24
68 HEIMILI OG SKÓLI HEGÐUNAR-UPPELDI Eftir lektor ÖYSTEIN SANDBERG „DEN HÖGRE SKOLEN“, maí 1952 Með hegðunaruppeldi á ég við kerfisbundna og almenna ytri fram- komu og dagfar, er viðurkennt væri af meiri hluta menntaðra manna. Slík kerfi eru mismunandi og breytingum undirorpin í ýmsum löndum. Þunga- miðjan er stöðug, en ætíð lausari fyr- ir í útjöðrum. Það er því erfitt að skil- greina það, en flestum auðþekkt, og er séð eftir því, er það fyrirfinnst ekki. Ég hefði auðvitað getað sagt þetta með öðrum orðum, t. d. hlýðni, kurt- eisi, látprýði, menning, virðuleg fram- koma. Öll tákna orð þessi tilbrigði innan sama hugmyndakerfis, og mun ég því nota ýmis þeirra án þess að greina nánar mismun þeirra. Er ég hef kosið orðið hegðun, er það sökum þess, að ég vil sérstaklega beina athygl- inni að ytri ldið málefnisins, því, er nefna mætti svipinn eða sniðið á ytri framkomu manna. Ég held sem sé, að það sé þjóðar-annmarki hér hjá oss að verða um of starsýnt á hið innra, en vanrækja hið ytra. í siðfræðilegum og lýðræðislegum heiðarleik vorum höf- um vér tamið oss að líta með tor- tryggni á það, sem fágað er og áferðar- fagurt að ytra útliti. Það liggur við, að vér búurnst við flagði undir fögru skinni, spillingu innra undir fögru yfirborði. Vér Norðmenn höllumst því helzt á hina sveifina. Til þess að eiga ekki á hættu að verða taldir kalk- aðar grafir, temjum vér oss svo erki- klaufalega, hranalega og sniðlausa framkomu sem oss er frekast unnt. Fáguð framkoma og látprýði heyrir heldra fólki til, en vér skulum í ham- ingjubænum vera alþýðlega lýðræðis- legir, að minnsta kosti í framkomu allri og fasi. Aðrir telja aftur á móti, að kurteisi í framkomu og fasi sé þrælaeinkenni, en vér séum þó frjálst og sjálfstætt fólk, að minnsta kosti í allri framkomu vorri. Báðar eru skoð- anir þessar háðar þvingun og minni- máttarkennd og eru því ekki skoðanir frjálsra manna. Fyrir tveim þrem árum var nokkr- um brezkum skólapiltum boðið til Noregs, og áttu þeir að sýna smá- leik eftir Shakespeare. Drengir þessir sýndu ekki aðeins framúrskarandi skóla-Ieiklist, heldur einnig vöktu þeir aðdáun með framkomu sinni og fasi í samvistum við aðra. í veizlu, sem þessum brezku gestum var haldin, tal- aði foringi þeirra um markmið það, er sett væri uppeldi í brezkum skól- um, og stuðlaði skóla-leiklist mjög að því, að nemendur næðu því marki: keppt væri að því að þroska hjá börn- unum réttan skilning á „disciplin, loyalty, and respect**.1) Eftir á stóð upp norskur menntaskólanemandi og 1) í þessum þrem brezku orðum felst eigin- lega allt þetta: agi og löghlýðni, trúnaður og trygglyndi, og virðing fyrir mönnum og mann- lífi.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.