Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 26

Heimili og skóli - 01.08.1952, Page 26
70 HEIMILI OG SKÓLI bergi, þar sem voru tveir legubekkir og þrjár flatsængur. Piltarnir lentu óðar í hörku-illindum út af legbekkj- unum. Síðan bjuggu sigurvegararnir vel um sig og lireiðruðu sig makinda- lega á mjúkum legubekkjunum, en sá þriðji varð að sætta sig við að snauta í eina flatsængina. En þá kom einn af starfsmönnum gistihússins og gaf pilt- unum mergjaða áminningu, ásamt undirstöðuatriðum í mannasiðum. Nú rnunu margir segja, að ég ein- liæfi um of, svo að myndin verði of einhliða. Þetta sé raunverulega ekki svona svart. Jæja, auðvitað, og guði sé lof að til er bót í máli, annars hefði ég ekki þurft að fjölyrða um þetta, því að þá hefði verið örvænt um allt. Norsk skólabörn rísa venjulega úr sæti, er kennari eða gestur kemur inn í bekkinn, og Bretum finnst til um þetta, því að þetta er ekki siður hjá þeim. Hér í Álasundi er nemendum tamt að kveðja, er þeir fara heim úr skóla, en þessu er víða mjög ábótavant. í Björgvin og Álasundi, þar sem ég hef starfað, hegða nemendur sér yfir- leitt vel á skólahljómleikum og skóla- leiksýningum. En . frá Ósló berast mjög raunalegar fréttir, þar sem skóla- sýningar virðast stundum verða hrein- asta skammarlegt hneyksli sökum skrílæðis nemenda. Hefði nú þetta stafað af áþekkum ástæðum og Cam- peller-orustan1) forðum, er skólaæsk- 1) Hér er skírskotað til þess, er stúdentar í Kristjaníu (Osló) skiptust í tvo andstæða flokka, ■og fylgdi sinn Iivortt hinna upprennandi stór- skálda, Wergeland og Welhaven. Varð uppþot í Hinu nýja leikhúsi 1838, er sýndur var söngleik- ur Wergelands, „Campellerne", og barst leikur- inn síðan út lim götur borgarinnar og varð all- mikill bardagi. an gerði uppþot í þágu hugsjóna sinna ;en hér er hafinn gauragangur með gauraganginn sjálfan og einan fyri'r augum. Eg hef títt spurt sjálfan mig, hvort það sé aldurinn, sem valdi því, að ég sé að verða fúll og skapstirður. Er þetta aðeins hin eilífa tilhneiging hinna eldri að fárast yfir spillingu og ókostum yngri kynslóðarinnar? Skeð gæti að svo sé, en þá er það furðuefni, að ég verð yfirleitt var meiri óánægju yfir þessum hegðunar- skorti æskunnar hjá hinum yngri stéttarbræðrum mínum heldur en þeim, sem eldri eru. Þetta er annars fróðlegt fyrirbrigði og gceti bent í þá átt, að hinir eldri hafi blátt áfram gefizt upp, en hinir yngri telji, að enn sé eigi örvænt um árangur. Það eru margar ástæður til þess, að ástandið er þannig meðal barna og unglinga nú á dögum. Ein þeirra er eðlileg andspyrna og nauðsynleg gegn alltof hátíðlega ströngu uppeldi og þvingandi skólameistaraaga. Formæl- endur hins frjálsa uppeldis hafa óefað komið miklu góðu til leiðar, börn og nemendur eru nú frjálsmannlegri en áður og eðlilegri, og nú er einnig al- jrýðlegra viðhorf og trúnaður milli kennara og nemenda en áður var venja. Þess vegna er nú sennilega, með- al barna og unglinga, minna um þrjózku og uppreistarhug gegn full- orðnum og skóla en áður var. En nú hefir hengillinn sveiflazt of langt yfir á hinn bóginn. Börnunum hefur ver- ið veitt frelsi, og þau hafa síðan sjálf veitt sér frelsi. Ef til vill væri ekki rétt ,að ásaka formælendur frelsisins um þróun jressa. Það er, eins og A. S.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.