Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 32

Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 32
76 HEIMILI OG SKÓLI Sextugur Freysteinn Gunnarsson skólastjóri í Þegar ég kom í Kennaraskólann haustið 1921, atvikaðist það svo, að ég kom nokkrum dögum síðar en flestir aðrir nemendur. Ég hafði farið gang- andi norðan úr Skagafirði suður í Borgarnes, og þetta var nokkuð sein- farin leið fyrir gangandi mann. Ég hafði svo fengið stundatöflu og tekið mér sæti inni í 2. bekk. Það átti að vera íslenzkutími. Ég hafði ekki séð þennan væntanlega kennara minn og beið því með nokkurri eftirvæntingu, en ég hafði heyrt, að það væri ungur guðfræðingur, Freysteinn Gunnars- son að nafni. Mér þótti nafnið nokkuð hörkulegt og jafnvel fráhrindandi, og hafði í huga mínum dregið upp mann- inn utan um þetta nafn. En þegar minnst varði, opnuðust dyrnar, og inn kemur maður í meðallagi hár, en nokkuð þrekinn. Innganga hans var með slíkri prúðmennsku og hógværð, að ég sá þegar, að mér hafði skjátlazt manngerðin uta.n um nafnið. Hann bar nokkrar bækur undir hendi sér og lagði þær hægt á kennaraborðið, sneri sér síðan að bekknum með góðlátlegu, nærri því feimnislegu, brosi og sagði eitthvert gamanyrði við okkur, áður en kennslan hófst. Fyrstu kynni af mönnum eru kann- ske ekki traustur grundvöllur að var- anlegu mati á þeim, en oft fara þau þó ótrúlega nærri lagi. Og svo liefur mér reynzt það með Freystein Gunn- arsson. Mér varð þegar í fyrstu kennslustundinni mjög hlýtt til þessa yfirlætislausa og hógværa manns, en um leið vakti hann traust mitt. Jafn- framt því, sem eitthvað alúðlegt og hlýlegt var við framkomu hans alla, var eitthvað traustlegt við manninn. Þessi maður gat ekki verið eitt í dag og annað á morgun. Hann gat ekki verið neinn veifiskati. Og svo hefur mér jafnan reynzt FreysteinnGunnars- son. Sambúð okkar í skólanum var góð, en svo skildu leiðir eðlilega, og

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.