Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 35

Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 35
HEIMILI OG SKÓLI 79 Þýzkalandi. — Þar mun hann hafa lifað við lítinn kost á stríðsárunum. Að loknu námi dvaldi hann um tíma í Svíþjóð. Þar kvæntist hann sænskri glæsikonu af merkum ættum. Síðan fluttust þau hjón til Reykjavíkur, þar sem frændi minn hlaut stöðu við Atvinnudeild Háskólans. Af eðlilegum ástæðum urðu kynni okkar lítil eftir að frændi minn hóf langskólanám sitt. Þó dvaldi hann hjá mér í Víðikeri yfir sumartímann, nokkru eftir að liann byrjaði háskóla- nám í Kaupmannahöfn. Þessi sumartími varð okkur báðum til mikillar ánægju. Við gengum kapp- samlega að heyskapnum, en þess á milli sökktum við okkur niður í gróð- urathuganir. Báðir höfðum við afar- mikinn áhuga fyrir grasafræði. En sumarið var fljótt að líða — og frændi minn hvarf aftur út í heiminn. Ár liðu. Og enn var ég sjúklingur. Ég lá á spítala í Reykjavík og var þungt haldinn. Þá bar það við, að til mín kom í heimsókn virðulegur og vel búinn maður — og færði mér suðræna ávexti að gjöf. Þarna var þá kominn frændi minn af heiðinni. Amerískir vinir hans höfðu gefið honum ávextina. En á þeim árum voru ávextir ófáanlegir hér á landi. Vænt þótti mér um þessa gjöf. En et' til vill ekki vænna en um silunginn forðum. Hvoru tveggja gjafirnar lýstu sama hugarfari gefandans. Hér var aðeins nokkur aðstæðumunur. Ég horfði á frænda rninn. í raun og sannleika var hann óbreyttur, þrátt fyrir allt volkið í veraldarsjó. í svipn- um var sama festan og drenglyndið. — Og þrátt fyrir allt var „sveitamaður- inn“ ekki úr sögunni. Hann var hér ljóslifandi, þótt eðlilega væri hann nú fágaðri í fasi og klæðaburði. Mér var það ljóst, að saga frænda míns var ævintýrasaga. Heiðarbúinn var orðinn heimsborgari, með langan og strangan námsferil að baki. En hvaða öfl voru hér að verki? Hvaða orsakir lágu til þess, að há- sveitadrengurinn réðist út á hina tor- sóttu menntabraut? Ekki verður því svarað hér. En hitt er víst, að óvenjuleg þrautseigja og þol- gæði átti drýgstan hlut í því, hversu vel tókst um árangurinn. Ekki er ólíklegt, að frændi minn hafi spurt sjálfan sig á stundum, þegar brekkan var torfærust, líkt og Einar Benediktsson forðum: „Því brauzt ég frá sókn þeirra vinn- andi vega á vonlausu klifin, unz hrapandi féll?“ En „sveitamaðurinn“ gafst ekki upp, þrátt fyrir klungrin og klifin. — Ég lá á spítalanum í rúman mánuð. Allan þann tíma kom frændi minn í heimsókn til mín daglega. Okkur gafst því nægur tími til að rifja upp gamlar minningar. En frændi minn hugsaði líka um tækni nútímans. Hann beið því með óþolinmæði eftir amerískum vísinda- manni, sem átti að rannsaka með hon- um biksteinsnámur austur í Loð- mundarfirði. Við þennan bikstein batt frændi minn miklar vonir. — Hann var

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.