Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 38

Heimili og skóli - 01.08.1952, Side 38
82 HEIMILI OG SKÖLI hans, eftir því sem mannfjöldi þjóðarinnar og skólamenntun hennar eykst, vill aðal- fundur S. N. B. leggja hina ríkustu áherzlu á það, að hafizt verði handa hið allra fyrsta í fyrirhugaðri endurbyggingu kennara- skólans, sem veiti skólastarfseminni sem allra fullkomnust starfsskilyrði, og að jafnframt verði reistur æfingaskóli, sem til þessa hefur vantað. Skorar fundurinn á Alþingi, ríkisstjóm og þjóðina alla að veita þessu bráðnauðsynlega máli liðsinni, svo sem með þarf.“ Kosning stjómar S. N. B.: Formaður Jón Þ. Björnsson, ritari, Garðar Jónsson, gjaldkeri Hersilía Sveinsdóttir. — Vara- stjórn: Gísli Gottskálksson, Magnús Bjarnason, Pála Pálsdóttir. Endurskoðendur: Marteinn Steinsson og Guðjón Ingimundarson. Fundurinn kaus Jón Þ. Bjömsson, skólastjóra á Sauðárkróki, heiðursfélaga sambandsins, en hann lætur af störfum á þessu ári, vegna aldurs. Kennaramótinu bárust ámaðaróskir frá fræðslumálastjóra, Helga Elíassyni, og biskupi íslands, herra Sigurgeir Sigurðs- syni. Flokkurinn, sem sigraði í sundkeþpninni um Snorra-bikar Barnaskóla Akureyrar á síðastliðnu hausti.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.