Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 41

Heimili og skóli - 01.08.1952, Qupperneq 41
HEIMILI OG SKÓLI 85 og stríði, er hún okkur margfalt dýr- mætari. En þarna stendur skólinn framarlega. Þar hefur kynslóð fram af kynslóð allt til vorra daga, bæði í borgum og byggðum, út við yztu sker og innst til dala, setið svo margur Bárður skólameistari, svo margur gleymdur en geymdur kennari og kennslukona, sem með lífi sínu og kennslustarfi hafa verið með í að byggja upp skapgerð, sem ætíð gerði skyldu sína og lagði þar líf sitt að veði. Við minnumst sjómannanna okkar, við minnumst þeirra, sem féllu í stríðinu, bæði heima og að heiman, við minnumst þeirra, sem heldur kusu fangelsi og fangabúðir en að svikja land sitt. Við minnumst þeirra allra með þakklæti og virðingu. Nordal Grieg segir: Vi er sá fá her i landet, hver fallen er bror og ven. Vi har de döde med os, den dag vi kommer igen. Við trúum á hina norsku þjóðar- skapgerð. Framkoma vor á stríðsárun- urn vakti heimsathygli. Við minnumst með gleði ræðu Roosevelts, þar sem hann eggjar þjóðirnar til að gefast ekki upp. ,,Lítið á Noreg!“ var hvar- vetna sagt. Og aftur hafa augu alls heimsins hvílt á Noregi, og á ég þar við Vetrar-Ólympíuleikana, sem hér hafa staðið yfir. Þar virðist mér eitt bera hæst, sem hlýtur að vekja okkur Norðmönnum stolt og gleði, en það er framkoma hinna norsku áhorfenda, þegar hinar þýzku íþróttasveitir gengu inn á íþróttavöllinn. Eftirtekt allra heimsblaðanna beindist nú að þvi, hvort við tækjum á móti þessum sveit- um eins og sveitum annarra ríkja. Við stóðumst prófið. En fegurstu myndina hef ég geymt þar til síðast, en það er hin eindregna og einbeitta andstaða norsku kennara- stéttarinnar gegn því að gera skólana að nazistastofnunum. Nú þessa dag- ana eru liðin 10 ára síðan það gerðist. Þeir kusu heldur brottrekstur, upp- sögn, Kirkenes heldur en að fá nasist- unum æsku Noregs í hendur til að hljóta nazistauppeldi. Þeir liafa um aldur og ævi skrifað nafn sitt í sögu Noregs, til ævarandi heiðurs fyrir stétt sína. FÁTT ER EINS LÍKLEGT til að spilla fyrir skólagöngu barns- ins og námi og það, að þvinga það til náms, áður en það sjálft fær löngun til þéss, en þó umfram allt áður en það hefur þroska til þess. K~'. - ' '"-■■■ — HEIMILI OG SKÓLI TIMARIT UM UPPELDISMAL Útgefandi: Kennarafélag EyjafjarBar. Ritið kemur út f 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar árgangur- inn kr. 20.00, er grciðist fyrir I. júní. Útgáfustjórn: Snorri Siefússon. námsstjóri. Hannes J. Magnússon, skólastjóri. Páll Cunnarsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Árni Björnsson, kennari, Þórunnar- stræti 103, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems- götu 20, Akureyri. Sími 1174. Prentverk Odds Björnssonar h.f. ■v- ■ ........... .................

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.