Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 45

Heimili og skóli - 01.08.1952, Síða 45
HEIMILI OG SKOLI 89 Ritstjóraspjall Byrjum á byrjuninni. Hér að framan er birt grein eftir norskan skólamann um hegðunarupp- eldi og miðast hún að sjálfsögðu fyrst og fremst við norskar aðstæður. En ég hygg þó, að þar sé vikið að mörgu, sem við mættum vel taka til íhugunar. Og við skulum umfram allt ekki vera að deila um það, hverjum það sé að kenna, að börn og unglingar hegða sér ekki ávallt eins og vera ber. Þetta unga fólk er fyrst og fremst börn síns tíma. Þau eru börn þessarar þjóðar með kostum hennar og göllum, og það er jöfn skylda okkar allra að ala þau upp eins og siðmenntað fólk. Skólarn- ir viðurkenna réttmæti þeirrar kröfu, sem til þeirra er gerð, að ala upp sið- sterka æsku, en þeir gera aðeins sömu kröfu til ýmissa annarra aðila. Fyrir nokkrum árum bar svo við, að kennari einn fór með allstóran hóp unglinga til Reykjavíkur. Þetta voru íþróttamenn, sem voru að taka þátt í kappleikjum, vaskir menn og elsku- legir piltar í daglegri umgengni. Kennari þessi, sem var fararstjóri pilt- anna í þessu ferðalagi, er tók um viku- tíma, lagði á sig mikið erfiði og ómök vegna pilta þessara, eins og þeir skilja, sem tekið liafa að sér fararstjórn slíkra hópa. En kennari þessi taldi það ekki eftir sér, því að hann var hið mesta lip- urmenni, og sambandið milli hans og piltanna var hið bezta og algjörlega árekstralaust. Til þess að orðlengja þetta ekki, nægir að geta þess, að ferð þessi gekk að öllu leyti vel, og var það ekki hvað sízt að þakka góðri og öruggri farar- stjórn. En svo er komið heim. Það er numið staðar við bifreiðastöðina. Far- arstjórinn hjálpar til að hver fái sitt og svo dreifist hópurinn eftir viku ferða- lag og samvinnu. En ekki einn einasti af piltunum kvaddi kennarann, farar- stjóra sinn. Hér var um frámunalega ókurteisi og taktleysi að ræða. En getur nokkur sagt, hverjum þetta er að kenna. Eg hygg ekki. En hér er eitthvað að. — Myndi þessa þjóð í heild ekki skorta þá háttvísi, sem norski lektorinn sakn- ar svo mjög hjá löndum sínum? A meðan börnin drekka í sig þetta and- rúmsloft háttleysis og tillitsleysis til annarra, getur engin ein stofnun vald- ið hér straumhvörfum. En það skal þó viðurkennt, að þarna hvílir samt lang- samlega þyngsta ábyrgðin á heimilun- um og skólunum. En má ég samt spyrja alla þá, sem skella skuldinni t þessu efni á skólana eða heimilin til skiptis: Eruð þið í hvívetna fyrir- myndir barnanna og unglinganna um hegðun alla og háttvísi? Úr bréfi. Merkur skólastjóri hefur fyrir skömmu skrifað mér in. a.: „Eitt er það atriði, sem ég finn sjálfur og með þakklæti og gleði að hefur orðið áberandi ávaxtaríkt af mínum störfum, enda hafið og unnið í bæn, en það er rœktunarstarfið. Það ‘ er forgöngu- og brautryðjandastarf,

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.