Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Page 35

Læknaneminn - 01.11.1965, Page 35
LÆKNANEMINN 35 argasti misskilningur og mikil tímaeyðsla. Annars fellur mér alltaf mest fyrir brjóst, að stúdentar skuli vera í verklegu námi á Kleppi, áður en þeir fá fræðilegu kennsl- una í síðasta hluta. Að vísu er viss stuðningur að því að vera á Kleppi nokkuð snemma í náminu, en líklega fengju þeir meira út úr dvölinni eftir fræðilegu kennsluna. Vel mætti hugsa sér að skipta dvölinni hér og lengja um leið, hafa t.d. hálfan mánuð í miðhluta og mánuð í síðasta hluta, og þá mundu menn ekki ganga að sömu verkum í bæði skiptin. Fyrri dvöl- in yrði mest sýnikennsla; stúdent- arnir gengju fyrst og fremst stofugang, væru með við að taka nokkrar sjúkrasögur og skrifuðu kannski 1—2 ítarlegar sjúkra- skrár sjálfir. I síðara skiptið störf- uðu þeir eins og kandidatar, tækju sjúkraskrár og vaktir, eins og þeir gera núna í miðhluta með lélegri undirbúningi. Þá mundi sá tími nýtast stúdentum miklu betur, þeir gætu tekið miklu virkari þátt í meðferðinni, jafnvel sinnt alveg sjálfir meðferð ákveðinna sjúkl- inga undir leiðsögn læknanna. Að lokum ættu þeir svo að vera einhvern tíma á geðlækningastofu, en það er svið, sem okkur vantar alveg. Það væri mjög gott að hafa slíka lækningastofu, þar sem stúdentar tækju á móti sjúkling- um utan úr bæ, sem eru ekki svo veikir, að þeir þurfi spítalavist, og fengju þannig svolítið bragð af því, sem á þeim mæðir í almennu læknisstarfi síðar. — Hvernig ætti sú kennsla að fara fram, t.d. í sambandi við neurosur? Er ekki dálítið erfitt vegna sjúklinganna sjálfra að láta aðra hlusta á þá en lækninn? — Það er yfirleitt mjög erfitt að tveir eða fleiri séu hjá slikum sjúklingi í einu, þó síður, ef hann er valinn sérstaklega og undirbú- inn undir það. En þegar stúdentar hafa fengið fræðilega kennslu og síðan verklega kennslu í geð- spítala, gætu þeir komið fram sem læknir sjúklingsins, verið einir með honum, tekið sjúkrasögu og meðhöndlað hann í samráði við lækni, sem væri við hendina. Þeir legðu allt fyrir hann, sem fram hefur komið eftir hvert viðtal við sjúklinginn, og ræddu það ræki- lega. Þá mætti ennfremur ræða um viðbrögð þeirra sjálfra í sam- talinu og búa þá undir það næsta. Jafnvel mætti taka allt samtalið upp á segulband og fara yfir það á eftir, en það yrði auðvitað visst álag á stúdentinn. Þar kemur gamla hræðslan við að koma upp um vanþekkingu sína. Svona kennsluform þyrfti helzt að hafa, en það krefst aukinna kennslukrafta og er því dálítið erfitt í framkvæmd, auk þess sem önnur aðstaða, einkum húsakost- ur, er ekki fyrir hendi. — Er nokkur von til að sú að- staða komi í náinni framtíð, t.d. í sambandi við Landspítalann? — Þar er fyrirhuguð geðlækm's- deild í sérstöku húsi, kannski hundrað rúma deild eða svo. Því miður hefur enn ekki tekizt að fá fullkominn geðspítala af svipaðri stærð og Kleppsspítalinn, svona 250—300 rúm, ásamt lækninga- stofu. Slíkur spítali ætti helzt að vera í nánum tengslum við Land- spítalann, bæði landfræðilega, stjórnunarlega og ekki hvað sízt með tilliti til kennslu. Þá fyrst yrði kennsluaðstaða viðunandi. — Finnst yður hlutur geðlækn- isfræðinnar ekki heldur lítill í kennslunni hérna? —- Jú, hann mætti vera meiri.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.