Læknaneminn


Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 35

Læknaneminn - 01.11.1965, Blaðsíða 35
LÆKNANEMINN 35 argasti misskilningur og mikil tímaeyðsla. Annars fellur mér alltaf mest fyrir brjóst, að stúdentar skuli vera í verklegu námi á Kleppi, áður en þeir fá fræðilegu kennsl- una í síðasta hluta. Að vísu er viss stuðningur að því að vera á Kleppi nokkuð snemma í náminu, en líklega fengju þeir meira út úr dvölinni eftir fræðilegu kennsluna. Vel mætti hugsa sér að skipta dvölinni hér og lengja um leið, hafa t.d. hálfan mánuð í miðhluta og mánuð í síðasta hluta, og þá mundu menn ekki ganga að sömu verkum í bæði skiptin. Fyrri dvöl- in yrði mest sýnikennsla; stúdent- arnir gengju fyrst og fremst stofugang, væru með við að taka nokkrar sjúkrasögur og skrifuðu kannski 1—2 ítarlegar sjúkra- skrár sjálfir. I síðara skiptið störf- uðu þeir eins og kandidatar, tækju sjúkraskrár og vaktir, eins og þeir gera núna í miðhluta með lélegri undirbúningi. Þá mundi sá tími nýtast stúdentum miklu betur, þeir gætu tekið miklu virkari þátt í meðferðinni, jafnvel sinnt alveg sjálfir meðferð ákveðinna sjúkl- inga undir leiðsögn læknanna. Að lokum ættu þeir svo að vera einhvern tíma á geðlækningastofu, en það er svið, sem okkur vantar alveg. Það væri mjög gott að hafa slíka lækningastofu, þar sem stúdentar tækju á móti sjúkling- um utan úr bæ, sem eru ekki svo veikir, að þeir þurfi spítalavist, og fengju þannig svolítið bragð af því, sem á þeim mæðir í almennu læknisstarfi síðar. — Hvernig ætti sú kennsla að fara fram, t.d. í sambandi við neurosur? Er ekki dálítið erfitt vegna sjúklinganna sjálfra að láta aðra hlusta á þá en lækninn? — Það er yfirleitt mjög erfitt að tveir eða fleiri séu hjá slikum sjúklingi í einu, þó síður, ef hann er valinn sérstaklega og undirbú- inn undir það. En þegar stúdentar hafa fengið fræðilega kennslu og síðan verklega kennslu í geð- spítala, gætu þeir komið fram sem læknir sjúklingsins, verið einir með honum, tekið sjúkrasögu og meðhöndlað hann í samráði við lækni, sem væri við hendina. Þeir legðu allt fyrir hann, sem fram hefur komið eftir hvert viðtal við sjúklinginn, og ræddu það ræki- lega. Þá mætti ennfremur ræða um viðbrögð þeirra sjálfra í sam- talinu og búa þá undir það næsta. Jafnvel mætti taka allt samtalið upp á segulband og fara yfir það á eftir, en það yrði auðvitað visst álag á stúdentinn. Þar kemur gamla hræðslan við að koma upp um vanþekkingu sína. Svona kennsluform þyrfti helzt að hafa, en það krefst aukinna kennslukrafta og er því dálítið erfitt í framkvæmd, auk þess sem önnur aðstaða, einkum húsakost- ur, er ekki fyrir hendi. — Er nokkur von til að sú að- staða komi í náinni framtíð, t.d. í sambandi við Landspítalann? — Þar er fyrirhuguð geðlækm's- deild í sérstöku húsi, kannski hundrað rúma deild eða svo. Því miður hefur enn ekki tekizt að fá fullkominn geðspítala af svipaðri stærð og Kleppsspítalinn, svona 250—300 rúm, ásamt lækninga- stofu. Slíkur spítali ætti helzt að vera í nánum tengslum við Land- spítalann, bæði landfræðilega, stjórnunarlega og ekki hvað sízt með tilliti til kennslu. Þá fyrst yrði kennsluaðstaða viðunandi. — Finnst yður hlutur geðlækn- isfræðinnar ekki heldur lítill í kennslunni hérna? —- Jú, hann mætti vera meiri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.