Læknaneminn


Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 10

Læknaneminn - 01.12.1966, Blaðsíða 10
10 LÆKNANEMINN Sverrir Bergmann, læknir: Á ég að gæta bréður míns? Um neyðar- og slysabjónustu í Reykjavík. Tilefni þeirra sundurlausu þanka, sem hér fara á eftir, er kynni mín af slysa- og neyðarþjónustu í Reykjavík. Ég tel mig engan móðga, þótt ég ætli fullvíst, að fáir, ef nokkrir, þekki betur til þessa þáttar læknisþjónustunnar í borginni en einmitt við læknar Slysavarðstofunn- ar í Reykjavík. Ber þar margt til, eins og fram mun koma. Þessi hluti læknisstarfseminnar í höfuðborginni hefur að mínu áliti verið van- ræktur að alltof miklu leyti og það raunar svo, að hrein hneisa er og ábyrgðarleysi. Hins vegar er það, að þetta mætti færa í viðunandi og jafnvel allgott horf, en til þess þarf nokkra vinnu og aukið skipu- lag, en þó viljann umfram allt. Þessu litla greinarkorni er ætlað að vekja athygli á nokkrum staðreyndum þessara mála og hversu af mætti sníða stærstu og háska- legustu vankantana, en auðvitað þarf meira til að menn vakni og viti meira en þeir vilja vita. Kannski opnar þó einhver annað augað og má svo sem segja, að margur hafi haft minni árangur af erfiði sínu. # Slysa- og neyðarþjónustan í höfuðborginni er á yfirborðinu næsta einföld í sniðum. Slysavarðstofa er opin allar stundir árið um kring til móttöku á slösuðu fólki. Leita þangað um 100 manns daglega til jafnaðar með meiri og minni áverka. Veikist fólk hins vegar skyndi- lega og alvarlega einhvers staðar í borginni, er um það að ræða að ná til heimilislæknis síns eða kalla til s. n. neyðarvakt, sem sögð er vera til taks allan sólarhringinn. Svo vel sem þetta lítur út, úir þó og grúir af „dauðum punktum" í þessari þjónustu, öllum læknum borgarinnar til skammar, og æpir á ábyrgð þeirra sem lækna. Hér reynist sem víðar ekki allt gull, sem glóir. # Margt er það, sem háir starfsemi Slysavarðstofunnar. Hún hefur nú um 11 ára skeið verið í ,,bráðabirgða“-húsnæði, frá upphafi ófull- nægjandi til þess starfs, sem þó er af þessari stofnun krafizt. Hér eru tvær tiltölulega þröngar aðgerðarstofur, röntgenkompa og þrjú sjúkra- rúm. Læknar og annað starfsfólk stofnunarinnar hafa sýnt mikla þol- inmæði og reynt að lifa í sátt við umhverfi sitt og búið svo um sig í þröngum og óhentugum húsakynnum, að tekizt hefur að anna 36500 afgreiðslum árlega á næsta ólíkustu áverkum, án alvarlegri skakka-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.